Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hjörvar Ólafsson skrifar 19. október 2025 21:08 Sigurður Bjartur Hallsson setti þrennu í þessum leik. Vísir/Anton Brink Valur og FH mættust í næstsíðustu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mættu pressulaus til leiks og útkoman varð bráðskemmtilegur átta marka leikur þar sem lokatölur urðu 4-4. Sigurður Bjartur Hallsson náði forystunni fyrir FH eftir sjö mínútna leik en hann Sigurður Bjartur fékk þá sendingu frá Baldri Kára Helgasyni og kláraði færið vel með því að setja boltann í stöngina og inn. Sigurður Bjartur var svo aftur á ferðinni eftir rúmlega stundarfjórðungs leik þegar hann skoraði einkar snoturt mark. Tómas Orri Róbertsson fann þá Sigurð Bjart í vítateig Vals og framherjinn tók netta hælspyrnu sem endaði í markinu. Valsmenn minnkuðu svo muninn um miðbik fyrri hálfleiks. Adam Ægir Pálsson setti þá boltann í Arngrím Bjart Guðmundsson og þaðan fór boltann í þverslána og inn. Valur fékk svo vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks þegar Grétar Snær Gunnarsson hélt í Hólmar Örn Eyjólfsson. Sigurður Egill Lárusson, sem var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir Val, steig á vítapunktinn, skoraði af feykilegu öryggi og jafnaði metin fyrir Valsliðið. Tryggi Hrafn Haraldsson kom svo Val í 3-2 í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sigurður Egill setti þá Tryggva Hrafn í gegn og framherjinn slúttaði færinu af stakri prýði með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Tryggvi Hrafn var þarna að skora sitt 11. deildarmark á tímabilinu. Ísak Óli Ólafsson jafnaði svo metin fyrir FH þegar hann skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu Kjartans Kára Halldórssonar þegar rúmlega klukkutími var liðinn af leiknum. Stuðningsmenn Vals hafa líklega haldið að Lúkas Logi Heimisson væri að tryggja heimamönnum sigur þegar hann kom Val í 4-3 fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Lúkas Logi, sem kom inná sem varamaður, köttaði þá inn á völlinn og skoraði með föstu skoti í nærhornið. Sigurður Bjartur var ekki á sama máli en hann fullkomnaði þrennu sína skömmu síðar þegar hann skallaði hárnákvæma fyrirgjöf Kjartans Kára í netið. Ekki var meira skorað í leiknum og niðurstaðan bráðskemmtilegt 4-4 jafntefli. Sigurður Bjartur hefur nú skorað 13 mörk í deildinni í sumar. Patrick Pedersen, framherji Vals, skoraði 18. mörk í deildinni áður en hann sleit hásin í bikarúrslitaleiknum við Vestra í lok ágúst. Patrick er markahæstur í deildinni en Aron Sigurðarson er næst markahæstur með 14 mörk og Sigurður Bjartur er þriðji með sín 13 mörk. Örvar Eggertsson og Andri Rúnar Bjarnason, liðsfélagar hjá Stjörnunni, KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson, Hrannar Snær Magnússon, kantmaður Aftureldingar og Eiður Gauti Sæbjörnsson hjá KR eru svo í baráttu við hafa síðan skorað 12 mörk hver. Danirnir Niko Hansen, Víkingi, og Tobias Thomsen, Breiðabliki, eru svo skammt undan með tíu mörk hvor. Srdjan Tufegdzic, þjáflari Vals. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Túfa: Ekki nógu sáttur við þessa frammistöðu „Við byrjuðum þennan leik ekki nógu vel og mættum flatir til leiks. Sem betur sýndum við karakter og komum okkur inn í leikinn en því miður náðum við ekki að sigla sigrinum í höfn. Frammistaðan var ekki nógu góð að þessu sinni,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjáflari Vals, að leik loknum. „Það er ekki boðlegt að fá á sig fjögur mörk á heimavelli og varnarleikurinn í þessum leik var ekki nægjanlega góður hjá öllu liðinu. Mér fannst vanta upp á bæði einbeitingu og ákefð og við þurfum að ná því upp fyrir næsta leik,“ sagði Túfa enn fremur. „Við viljum enda tímabilið almennilega og það er alveg ljóst að svona frammistaða mun ekki duga þegar við mætum Víkingi á útivelli í lokaumferðinni. Við þurfum að gera mun betur í þeim leik en við gerðum í kvöld,“ sagði hann. „Við viljum fara inn í alla leik til þess að vinna þá og þó svo að við séum búnir að tryggja okkur Evrópusæti ætlum við okkur að halda í annað sætið og klára tímabilið með góðum sigri,“ sagði Túfa um leikinn við Víking. Kjartan Henry: Leikmenn lögðu líf og sál í verkefnið „Þessi leikur var bráðskemmtilegur og kannski bar þess merki að bæði lið höfðu að litlu að keppa. Mínir menn lögðu hins vegar líkama og sál í þetta verkefni og seldu sig dýrt til þess að ná að landa sigri. Við vorum nálægt því og spiluðum bara heilt yfir vel,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH. „Sóknarleikurinn var mjög flottur og við náðun að setja þá undir góða pressu á köflum. Við áttum góðar sóknir og skorum fjögur góð mörk. Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik,“ sagði Kjartan Henry þar að auki. „Ég er ánægður fyrir hönd Sigurðar Bjarts að hann hafi náð að skora þrennu í þessum. Við höfum unnið vel saman og lagt mikið á okkur til þess að bæta hans leik. Sigurður Bjartur er að uppskera eins og hann hefur sáð og það er mjög ánægjulegt,“ sagði hann um lærisvein sinn. „Við í þjálfarateyminu sem og leikmenn liðsins viljum klára mótið með sæmd og það sást berlega í leiknum í kvöld að leikmenn eru ekki hættir þó svo að við náum ekki að klóra okkur hærra upp í töflunni. Við förum í síðasta leikinn til þess að leggja allt í sölurnar fyrir sigur,“ sagði Kjartan Henry. Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH. Vísir/Arnar Atvik leiksins Að leik loknum var Sigurður Egill kvaddur af stuðningsmönnum Vals en leikmaður á hans kalíber á skilið meiri viðhöfn en það eftir 13 ára þjónustu við félagið. Lófaklapp á köldu óktóberkvöldi finnst mér ekki duga fyrir leikjahæsta leikmann í sögu félagsins. Sigurður Egill segir farir sínar ekki alveg sléttar um viðskilnaðinn eins og sjá má í viðtalinu hér að neðan. Stjörnur og skúrkar Sigurður Egill vildi greinilega sitt til þess að kveðja Val á góðum nótum en hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í þessum leik. Þá átti hann frábæra fyrirgjöf í seinni hálfleik á Albin Skoglund en sænski sóknartengiliðurinn náði ekki að skora. Sigurður Bjartur stal senunni að þessu sinni en hann skoraði þrennu. Kjartan Kári lagði svo upp tvö marka FH og var sprækur á kantinum. Tómas Orri Róbertsson átti svo flottan leik inni á miðsvæðinu hjá FH-liðinu. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, Patrik Freyr Guðmundsson, Eðvarð Eðvarðsson og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, höfðu góð tök á þessum leik og fá sjö í einkunn fyrir sín störf. Kristinn Jakobsson var svo eftirlitsmaður KSÍ á þessum leik og sá til þess að lögum og reglum væri framfylgt í kringum framkvæmd leiksins. Stemming og umgjörð Það var á köflum eins og um leik á undirbúningstímabilinu væri að ræða en það var ekki rafmögnuð spenna og þögnin á vellinum slík að vel heyrðisti í þjálfurum liðanna þegar þeir voru að gefa skipanir. Imnni á milli blés Baldur til bongóveislu og FH-ingar studdu sitt lið. Besta deild karla Valur FH
Valur og FH mættust í næstsíðustu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Liðin mættu pressulaus til leiks og útkoman varð bráðskemmtilegur átta marka leikur þar sem lokatölur urðu 4-4. Sigurður Bjartur Hallsson náði forystunni fyrir FH eftir sjö mínútna leik en hann Sigurður Bjartur fékk þá sendingu frá Baldri Kára Helgasyni og kláraði færið vel með því að setja boltann í stöngina og inn. Sigurður Bjartur var svo aftur á ferðinni eftir rúmlega stundarfjórðungs leik þegar hann skoraði einkar snoturt mark. Tómas Orri Róbertsson fann þá Sigurð Bjart í vítateig Vals og framherjinn tók netta hælspyrnu sem endaði í markinu. Valsmenn minnkuðu svo muninn um miðbik fyrri hálfleiks. Adam Ægir Pálsson setti þá boltann í Arngrím Bjart Guðmundsson og þaðan fór boltann í þverslána og inn. Valur fékk svo vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks þegar Grétar Snær Gunnarsson hélt í Hólmar Örn Eyjólfsson. Sigurður Egill Lárusson, sem var að spila sinn síðasta heimaleik fyrir Val, steig á vítapunktinn, skoraði af feykilegu öryggi og jafnaði metin fyrir Valsliðið. Tryggi Hrafn Haraldsson kom svo Val í 3-2 í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Sigurður Egill setti þá Tryggva Hrafn í gegn og framherjinn slúttaði færinu af stakri prýði með hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Tryggvi Hrafn var þarna að skora sitt 11. deildarmark á tímabilinu. Ísak Óli Ólafsson jafnaði svo metin fyrir FH þegar hann skallaði boltann í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu Kjartans Kára Halldórssonar þegar rúmlega klukkutími var liðinn af leiknum. Stuðningsmenn Vals hafa líklega haldið að Lúkas Logi Heimisson væri að tryggja heimamönnum sigur þegar hann kom Val í 4-3 fimm mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Lúkas Logi, sem kom inná sem varamaður, köttaði þá inn á völlinn og skoraði með föstu skoti í nærhornið. Sigurður Bjartur var ekki á sama máli en hann fullkomnaði þrennu sína skömmu síðar þegar hann skallaði hárnákvæma fyrirgjöf Kjartans Kára í netið. Ekki var meira skorað í leiknum og niðurstaðan bráðskemmtilegt 4-4 jafntefli. Sigurður Bjartur hefur nú skorað 13 mörk í deildinni í sumar. Patrick Pedersen, framherji Vals, skoraði 18. mörk í deildinni áður en hann sleit hásin í bikarúrslitaleiknum við Vestra í lok ágúst. Patrick er markahæstur í deildinni en Aron Sigurðarson er næst markahæstur með 14 mörk og Sigurður Bjartur er þriðji með sín 13 mörk. Örvar Eggertsson og Andri Rúnar Bjarnason, liðsfélagar hjá Stjörnunni, KA-maðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson, Hrannar Snær Magnússon, kantmaður Aftureldingar og Eiður Gauti Sæbjörnsson hjá KR eru svo í baráttu við hafa síðan skorað 12 mörk hver. Danirnir Niko Hansen, Víkingi, og Tobias Thomsen, Breiðabliki, eru svo skammt undan með tíu mörk hvor. Srdjan Tufegdzic, þjáflari Vals. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Túfa: Ekki nógu sáttur við þessa frammistöðu „Við byrjuðum þennan leik ekki nógu vel og mættum flatir til leiks. Sem betur sýndum við karakter og komum okkur inn í leikinn en því miður náðum við ekki að sigla sigrinum í höfn. Frammistaðan var ekki nógu góð að þessu sinni,“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjáflari Vals, að leik loknum. „Það er ekki boðlegt að fá á sig fjögur mörk á heimavelli og varnarleikurinn í þessum leik var ekki nægjanlega góður hjá öllu liðinu. Mér fannst vanta upp á bæði einbeitingu og ákefð og við þurfum að ná því upp fyrir næsta leik,“ sagði Túfa enn fremur. „Við viljum enda tímabilið almennilega og það er alveg ljóst að svona frammistaða mun ekki duga þegar við mætum Víkingi á útivelli í lokaumferðinni. Við þurfum að gera mun betur í þeim leik en við gerðum í kvöld,“ sagði hann. „Við viljum fara inn í alla leik til þess að vinna þá og þó svo að við séum búnir að tryggja okkur Evrópusæti ætlum við okkur að halda í annað sætið og klára tímabilið með góðum sigri,“ sagði Túfa um leikinn við Víking. Kjartan Henry: Leikmenn lögðu líf og sál í verkefnið „Þessi leikur var bráðskemmtilegur og kannski bar þess merki að bæði lið höfðu að litlu að keppa. Mínir menn lögðu hins vegar líkama og sál í þetta verkefni og seldu sig dýrt til þess að ná að landa sigri. Við vorum nálægt því og spiluðum bara heilt yfir vel,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH. „Sóknarleikurinn var mjög flottur og við náðun að setja þá undir góða pressu á köflum. Við áttum góðar sóknir og skorum fjögur góð mörk. Það er margt jákvætt sem við getum tekið út úr þessum leik,“ sagði Kjartan Henry þar að auki. „Ég er ánægður fyrir hönd Sigurðar Bjarts að hann hafi náð að skora þrennu í þessum. Við höfum unnið vel saman og lagt mikið á okkur til þess að bæta hans leik. Sigurður Bjartur er að uppskera eins og hann hefur sáð og það er mjög ánægjulegt,“ sagði hann um lærisvein sinn. „Við í þjálfarateyminu sem og leikmenn liðsins viljum klára mótið með sæmd og það sást berlega í leiknum í kvöld að leikmenn eru ekki hættir þó svo að við náum ekki að klóra okkur hærra upp í töflunni. Við förum í síðasta leikinn til þess að leggja allt í sölurnar fyrir sigur,“ sagði Kjartan Henry. Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH. Vísir/Arnar Atvik leiksins Að leik loknum var Sigurður Egill kvaddur af stuðningsmönnum Vals en leikmaður á hans kalíber á skilið meiri viðhöfn en það eftir 13 ára þjónustu við félagið. Lófaklapp á köldu óktóberkvöldi finnst mér ekki duga fyrir leikjahæsta leikmann í sögu félagsins. Sigurður Egill segir farir sínar ekki alveg sléttar um viðskilnaðinn eins og sjá má í viðtalinu hér að neðan. Stjörnur og skúrkar Sigurður Egill vildi greinilega sitt til þess að kveðja Val á góðum nótum en hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í þessum leik. Þá átti hann frábæra fyrirgjöf í seinni hálfleik á Albin Skoglund en sænski sóknartengiliðurinn náði ekki að skora. Sigurður Bjartur stal senunni að þessu sinni en hann skoraði þrennu. Kjartan Kári lagði svo upp tvö marka FH og var sprækur á kantinum. Tómas Orri Róbertsson átti svo flottan leik inni á miðsvæðinu hjá FH-liðinu. Dómarar leiksins Dómarar leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, Patrik Freyr Guðmundsson, Eðvarð Eðvarðsson og Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, höfðu góð tök á þessum leik og fá sjö í einkunn fyrir sín störf. Kristinn Jakobsson var svo eftirlitsmaður KSÍ á þessum leik og sá til þess að lögum og reglum væri framfylgt í kringum framkvæmd leiksins. Stemming og umgjörð Það var á köflum eins og um leik á undirbúningstímabilinu væri að ræða en það var ekki rafmögnuð spenna og þögnin á vellinum slík að vel heyrðisti í þjálfurum liðanna þegar þeir voru að gefa skipanir. Imnni á milli blés Baldur til bongóveislu og FH-ingar studdu sitt lið.
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti