Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. október 2025 20:18 Heiðrún Jónsdóttir framkvæmdastjóri SFF segir ómögulegt að segja til um áhrif dóms Hæstaréttar á fjármálakerfið. Vísir Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu segir of snemmt að segja til um hvaða áhrif nýuppkveðinn dómur í vaxtamálinu muni hafa fyrir fjármálakerfið. Hún segir nágrannalönd fylgjast grannt með málinu og banka á Norðurlöndum skoði hvort þeir þurfi að uppfæra skilmála í lánasamningum sínum í takt við regluverk. Hæstiréttur féllst í gær á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðar tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. Niðurstaðan í máli Íslandsbanka var sú að umdeildir skilmálar í lánasamningi voru ógiltir en ekki var fallist á fjárkröfur á hendur bankanum. Íslandsbanki gerir ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif dómsins verði innan við milljarður króna fyrir skatta. Arion banki og Landsbankinn hafa í framhaldi dómsins bent á að skilmálar þeirra séu frábrugðnir þeim sem fjallað var um í máli Íslandsbanka. Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál eða lánveitendur. Þá bendir hún á að fimm dómsmál þessu tengd séu í gangi og einungis komin niðurstaða í eitt. Í febrúar síðastliðnum voru stóru viðskiptabankarnir þrír sýknaðir í Landsrétti í þremur sambærilegum málum. Neytendastofa lagði þó Íslandsbanka í einu máli. „Málin eru ekki eins. Það eru mismunandi lánveitendur, þau eru veitt á mismunandi tímabili og jafnframt eru mismunandi skilmálar. Þannig að það er ómögulegt að segja,“ segir Heiðrún. Már Wolfgang Mixa dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands tók í sama streng í samtali við fréttastofu í gær þegar hann sagði ómögulegt að meta niðurstöðu Hæstaréttar í fljótu bragði. Hvaða áhrif hefur þetta á neytendavernd að þínu mati? „Þessi tilskipun sem verið er að byggja á kemur frá Evrópu. Sú þróun hefur verið í Evrópu að auka neytendavernd og heilt yfir er það jákvætt. Það er að segja, að neytendur hafi betri rétt í öllum tilvikum.“ Þar sem um evrópskar reglur ræðir segir Heiðrún norræna kollega bankanna á Íslandi fylgjast grannt með málinu og SFF hafi veitt þeim upplýsingar í framvindu málsins. „Og það eru ekki síst Norðmenn og Danir sem eru að horfa til þess líka, hvort þeir þurfi að breyta sínum skilmálum.“ Fjármálafyrirtæki Neytendur Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Noregur Danmörk Vaxtamálið Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Hæstiréttur féllst í gær á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðar tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. Niðurstaðan í máli Íslandsbanka var sú að umdeildir skilmálar í lánasamningi voru ógiltir en ekki var fallist á fjárkröfur á hendur bankanum. Íslandsbanki gerir ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif dómsins verði innan við milljarður króna fyrir skatta. Arion banki og Landsbankinn hafa í framhaldi dómsins bent á að skilmálar þeirra séu frábrugðnir þeim sem fjallað var um í máli Íslandsbanka. Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF, segist ekki geta tjáð sig um einstaka mál eða lánveitendur. Þá bendir hún á að fimm dómsmál þessu tengd séu í gangi og einungis komin niðurstaða í eitt. Í febrúar síðastliðnum voru stóru viðskiptabankarnir þrír sýknaðir í Landsrétti í þremur sambærilegum málum. Neytendastofa lagði þó Íslandsbanka í einu máli. „Málin eru ekki eins. Það eru mismunandi lánveitendur, þau eru veitt á mismunandi tímabili og jafnframt eru mismunandi skilmálar. Þannig að það er ómögulegt að segja,“ segir Heiðrún. Már Wolfgang Mixa dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands tók í sama streng í samtali við fréttastofu í gær þegar hann sagði ómögulegt að meta niðurstöðu Hæstaréttar í fljótu bragði. Hvaða áhrif hefur þetta á neytendavernd að þínu mati? „Þessi tilskipun sem verið er að byggja á kemur frá Evrópu. Sú þróun hefur verið í Evrópu að auka neytendavernd og heilt yfir er það jákvætt. Það er að segja, að neytendur hafi betri rétt í öllum tilvikum.“ Þar sem um evrópskar reglur ræðir segir Heiðrún norræna kollega bankanna á Íslandi fylgjast grannt með málinu og SFF hafi veitt þeim upplýsingar í framvindu málsins. „Og það eru ekki síst Norðmenn og Danir sem eru að horfa til þess líka, hvort þeir þurfi að breyta sínum skilmálum.“
Fjármálafyrirtæki Neytendur Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Noregur Danmörk Vaxtamálið Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira