Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2025 07:01 Heimir Hallgrímsson kemur skilaboðum til sinna manna á Aviva-leikvanginum í Dublin í gærkvöld. Getty/David Fitzgerald Heimir Hallgrímsson heldur í vonina um að koma Írum á HM í fótbolta, og ljúka þannig 24 ára bið frá síðasta heimsmeistaramóti Írlands, eftir „ófagran“ 1-0 sigur á Armenum í gærkvöld. Það leit út fyrir að Írar yrðu jafnir Ungverjum að stigum eftir kvöldið, í 2.-3. sæti F-riðils, en Liverpool-maðurinn Dominik Szoboszlai skoraði þá dýrmætt jöfnunarmark í uppbótartíma fyrir Ungverjaland gegn Portúgal, og tryggði 2-2 jafntefli. Það þýðir að Portúgal er með 10 stig í efsta sæti, Ungverjaland með 5, Írland 4 og Armenía 3, fyrir lokaleikina í nóvember, þegar Írar taka á móti Portúgal og sækja svo Ungverjaland heim. Efsta liðið kemst beint á HM en Heimir stefnir, líkt og íslenska landsliðið, á 2. sætið sem gefur farmiða í umspil í mars. Heimir sagði við írska fjölmiðla eftir sigurinn í Dublin í gær að jafntefli Portúgals og Armeníu breytti engu: „Nei, í rauninni breytir það ekki neinu. Við vissum alltaf að við þyrftum að fara til Ungverjalands og ná í þrjú stig,“ sagði Heimir. „Núna lítur út fyrir að við þurfum stig gegn Portúgal, eða þá að Armenía geri okkur greiða í Jerevan [með því að tapa ekki gegn Ungverjalandi]. Við sjáum öll að þetta armenska lið er illviðráðanlegt. Þeir eru með mikið hugrekki og baráttuanda,“ sagði Heimir. Aðalatriðið að vinna þó ekki væri það glæsilegt Evan Ferguson skoraði eina markið á Aviva-leikvanginum í gær, á 70. mínútu, en frammistaða Íra þótti ekki sannfærandi. Sérstaklega miðað við það að Armenar misstu mann af velli með rautt spjald á 52. mínútu. „Við sögðum það fyrir fram að við myndum þiggja ófagran 1-0 sigur og þetta var líklega frekar ófagur 1-0 sigur, svo við getum ekki verið óánægðir. Við höfum verið að kvarta yfir því að illa gangi í seinni leik hverrar tarnar. Við verðum að gleðjast yfir að hafa núna unnið. Við höfum líka kvartað yfir að fá sífellt á okkur mark snemma. Núna gerðist það ekki og við héldum markinu hreinu, sem er gott skref. Við tökum það jákvæða úr þessu yfir í næstu leiki. Það er bara nýr dagur og þessi leikur skiptir engu máli. Við þurftum bara þrjú stig til að halda okkur á lífi, það var aðalatriðið, svo við getum ekki lesið of mikið í þessa frammistöðu,“ sagði Heimir. HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Það leit út fyrir að Írar yrðu jafnir Ungverjum að stigum eftir kvöldið, í 2.-3. sæti F-riðils, en Liverpool-maðurinn Dominik Szoboszlai skoraði þá dýrmætt jöfnunarmark í uppbótartíma fyrir Ungverjaland gegn Portúgal, og tryggði 2-2 jafntefli. Það þýðir að Portúgal er með 10 stig í efsta sæti, Ungverjaland með 5, Írland 4 og Armenía 3, fyrir lokaleikina í nóvember, þegar Írar taka á móti Portúgal og sækja svo Ungverjaland heim. Efsta liðið kemst beint á HM en Heimir stefnir, líkt og íslenska landsliðið, á 2. sætið sem gefur farmiða í umspil í mars. Heimir sagði við írska fjölmiðla eftir sigurinn í Dublin í gær að jafntefli Portúgals og Armeníu breytti engu: „Nei, í rauninni breytir það ekki neinu. Við vissum alltaf að við þyrftum að fara til Ungverjalands og ná í þrjú stig,“ sagði Heimir. „Núna lítur út fyrir að við þurfum stig gegn Portúgal, eða þá að Armenía geri okkur greiða í Jerevan [með því að tapa ekki gegn Ungverjalandi]. Við sjáum öll að þetta armenska lið er illviðráðanlegt. Þeir eru með mikið hugrekki og baráttuanda,“ sagði Heimir. Aðalatriðið að vinna þó ekki væri það glæsilegt Evan Ferguson skoraði eina markið á Aviva-leikvanginum í gær, á 70. mínútu, en frammistaða Íra þótti ekki sannfærandi. Sérstaklega miðað við það að Armenar misstu mann af velli með rautt spjald á 52. mínútu. „Við sögðum það fyrir fram að við myndum þiggja ófagran 1-0 sigur og þetta var líklega frekar ófagur 1-0 sigur, svo við getum ekki verið óánægðir. Við höfum verið að kvarta yfir því að illa gangi í seinni leik hverrar tarnar. Við verðum að gleðjast yfir að hafa núna unnið. Við höfum líka kvartað yfir að fá sífellt á okkur mark snemma. Núna gerðist það ekki og við héldum markinu hreinu, sem er gott skref. Við tökum það jákvæða úr þessu yfir í næstu leiki. Það er bara nýr dagur og þessi leikur skiptir engu máli. Við þurftum bara þrjú stig til að halda okkur á lífi, það var aðalatriðið, svo við getum ekki lesið of mikið í þessa frammistöðu,“ sagði Heimir.
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Íslendingalið Norrköping féll með skömm Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira