Fótbolti

„Ég vildi bara reyna að setja annað“

Sindri Sverrisson skrifar
Kristian Hlynsson skoraði afar dýrmætt mark í kvöld.
Kristian Hlynsson skoraði afar dýrmætt mark í kvöld. Getty

„Geggjuð tilfinning. Maður fékk gæsahúð við að sjá boltann í netinu,“ sagði Kristian Hlynsson eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi stig gegn franska stórliðinu í Laugardalnum í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta.

Kristian kom inn á sem varamaður í upphafi seinni hálfleiks og náði svo sannarlega að leggja sitt að mörkum. Hver voru skilaboðin frá Arnari Gunnlaugssyni landsliðsþjálfara?

„Koma með orku inná og gera sitt besta. Spila bara vel, það er það sem skiptir máli.“

En var Kristian ekki stressaður undir lokin, þegar Ísland reyndi að halda stiginu?

„Nei. Ég vildi bara reyna að setja annað,“ sagði Kristian hlæjandi en markið hans má sjá hér að neðan.

Hvað skilaði þessu jafntefli?

„Hversu góðir við erum orðnir á boltanum, að geta andað með boltann. Þurfa ekki alltaf að fara í langa boltann, þá koma góðir hlutir,“ sagði Kristian, tilbúinn í „tvo úrslitaleiki“ í nóvember um að komast að minnsta kosti í umspilið um sæti á HM á næsta ári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×