Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2025 21:00 Kristian Nökkvi Hlynsson fagnar jöfnunarmarki sínu gegn Frakklandi. vísir/anton Tuttugu og sjö árum eftir jafnteflið fræga við heimsmeistara Frakka á Laugardalsvelli gerði íslenska karlalandsliðið í fótbolta annað jafntefli við Frakka á sama velli í kvöld. Lokatölur 2-2. Arnar Gunnlaugsson var í byrjunarliði Íslands í leiknum 5. september 1998 en í kvöld var hann á hliðarlínunni. Og hann sá íslenska liðið ná fræknum úrslitum gegn einu besta landsliði heims. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik, þökk sé marki Guðlaugs Victors Pálssonar á 39. mínútu. Á ótrúlegum sjö mínútna kafla í seinni hálfleik litu svo þrjú mörk dagsins ljós. Christopher Nkunku jafnaði fyrir Frakka á 63. mínútu og fimm mínútum síðar kom Jean-Philippe Mateta þeim yfir, 1-2. En nánast í næstu sókn jöfnuðu Íslendingar. Þar var að verki Kristian Nökkvi Hlynsson eftir frábæra sókn íslenska liðsins. Þrátt fyrir stífa pressu Frakklands það sem eftir lifði leiks hélt Ísland út og troðfullur Laugardalsvöllurinn fagnaði íslensku strákunum vel og innilega þegar flautað var til leiksloka. Húh!vísir/anton Ísland er áfram í 3. sæti D-riðils undankeppni HM 2026 en nú með fjögur stig þegar liðið á tvo leiki eftir. Úkraína er þremur stigum á undan Íslandi en liðin mætast í Varsjá í lokaumferð riðilsins. Það verður að öllum líkindum hreinn úrslitaleikur um 2. sætið í riðlinum og þar af leiðandi sæti í umspili. Ef íslenska liðið spilar eins og það gerði í þessum tveimur leikjum í Laugardalnum - já, Úkraínuleikurinn var að stórum hluta góður - eru því allir vegir færir. Það er allavega eitthvað að gerjast eftir erfið ár. Og því ber að fagna. Svipuð uppskrift og í París Arnar gerði tvær breytingar á byrjunarliðinu. Daníel Tristan Guðjohnsen tók stöðu bróður síns, Andra Lucas, sem tók út leikbann og Logi Tómasson kom inn fyrir Jón Dag Þorsteinsson. Ísland spilaði ekki ósvipað og í fyrri leiknum gegn Frakklandi, með þriggja/fimm varna vörn án boltans en fjögurra manna vörn með boltann. Sterka leikmenn vantaði í franska liðið, ber þar helst að nefna Kylian Mbappé og Ousmané Dembélé, en engum datt í hug að vorkenna Didier Deschamps enda mannval Frakklands gríðarlegt. Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliðinu en meiddist undir lok fyrri hálfleiks.vísir/anton Frakkar létu strax af sér og á 2. mínútu fékk Nkunku dauðafæri eftir hornspyrnu en Elías Rafn Ólafsson varði. Eftir að hafa verið 62 prósent með boltann gegn Úkraínu var allt annað uppi á teningnum í kvöld. Frakkar voru miklu meira með boltann og Íslendingar hörfuðu og vörðu miklum tíma aftarlega á vellinum. Íslenska liðinu gekk ágætlega að halda aftur af því franska sem var þó alltaf ógnandi. Matea, sem var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í landsleik, skaut framhjá á 21. mínútu. Forystunni náð Sóknir Íslands voru ekki margar en í einni þeirra sótti Albert aukaspyrnu úti við hornfánann vinstra megin. Hann tók spyrnuna, setti lágan bolta inn á hættusvæðið og hann barst á Guðlaug Victor sem teygði sig í boltann og kom honum yfir línuna. Annað mark Guðlaugs Victors í undankeppninni en hann skoraði einnig í stórsigrinum á Aserbaísjan í síðasta mánuði. Eftir nánast óaðfinnanlegan varnarleik var íslenska liðið stálheppið að fá ekki á sig jöfnunarmark í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þá fékk Michael Olise dauðafæri en Elías varði vel, boltinn hrökk til Mateta en Mikael Egill Ellertsson bjargaði á línu. Eftir að gengið hafði verið úr skugga um að Mikael Egill hefði ekki fengið boltann í höndina flautaði Orel Grinfeeld til hálfleiks. Guðlaugur Victor Pálsson er tveggja marka maður í þessari undankeppni.vísir/anton Kristian kom inn á fyrir Daníel Tristan í hálfleik. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks hafði svo Brynjólfur Andersen Willumsson komið inn á fyrir Sævar Atla Magnússon. Frakkar héldu áfram að einoka boltann í seinni hálfleik og Íslendingar voru nær eingöngu í varnarhlutverki. En þar leið þeim bara býsna vel. Sverrir Ingi Ingason og Daníel Leó Grétarsson léku eina sína bestu leiki í landsliðstreyjunni og hreinsuðu frá í óteljandi skipti. Fyrir framan vörnina hlupu Skagamennirnir ungu Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson svo á við allavega þrjá. Slæmi kaflinn Það er þó erfitt að halda jafn sterku liði og Frakklandi algjörlega í skefjum og á 61. mínútu fékk Nkunku færi á fjærstöng eftir aukaspyrnu en hitti ekki markið. Nkunku var búinn að vara íslensku vörnina við og tveimur mínútum síðar jafnaði hann metin. Hann fékk boltann á vinstri kantinum, fór á hægri fótinn og skoraði með hárnákvæmu skoti í fjærhornið. Guðlaugur Victor var ragur í sínum varnarleik og aldrei þessu vant var engin hjálp í augsýn. Frakkar héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt. Á 68. mínútu sóttu gestirnir aftur upp vinstra megin, varamaðurinn Maghnes Akliouche fékk boltann og sendi hann þvert fyrir markið á Mateta sem skoraði af stuttu færi, sitt fyrsta landsliðsmark. Íslendingar fagna marki Kristians.vísir/anton En undrin eiga sér stað þegar maður á síst von á því og aðeins tveimur mínútum eftir markið hjá Mateta var staðan orðin jöfn, 2-2. Eftir laglegt spil íslenska liðsins sendi Ísak boltann inn fyrir vörn Frakka á Albert. Vinstra megin við hann var Kristian og Albert var meðvitaður um það. Hann renndi boltanum til hliðar á Kristian sem lagði boltann fyrir mig og afgreiddi færið svo af stakri yfirvegun og jafnaði. Þær tuttugu mínútur sem eftir voru af leiknum sóttu Frakkar. Auðvitað. En Íslendingar þéttu raðirnar og vörðust af miklum móð. Tíminn leið hægt eins og alltaf þegar maður vill að hann líði hratt en loks var hægt að anda léttar þegar Grinfeeld flautaði til leiksloka. Styrkur og skapgerð Lokatölur 2-2. Þetta hefðu alltaf verið frábær úrslit en sérstaklega eftir vonbrigðin á föstudaginn. Og að standa aftur upp eftir tvöfalda höggið sem Nkunku og Mateta veittu okkar mönnum um miðjan seinni hálfleik sýndi mikinn styrk og mikið hugrekki. Skrefið sem Ísland tók í kvöld var allavega stórt og það stærsta undir stjórn Arnars. Megi þau verða fleiri og ef svo verður er aldrei að vita nema draumurinn um sumar í Ameríku á næsta ári verði að veruleika. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta
Tuttugu og sjö árum eftir jafnteflið fræga við heimsmeistara Frakka á Laugardalsvelli gerði íslenska karlalandsliðið í fótbolta annað jafntefli við Frakka á sama velli í kvöld. Lokatölur 2-2. Arnar Gunnlaugsson var í byrjunarliði Íslands í leiknum 5. september 1998 en í kvöld var hann á hliðarlínunni. Og hann sá íslenska liðið ná fræknum úrslitum gegn einu besta landsliði heims. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik, þökk sé marki Guðlaugs Victors Pálssonar á 39. mínútu. Á ótrúlegum sjö mínútna kafla í seinni hálfleik litu svo þrjú mörk dagsins ljós. Christopher Nkunku jafnaði fyrir Frakka á 63. mínútu og fimm mínútum síðar kom Jean-Philippe Mateta þeim yfir, 1-2. En nánast í næstu sókn jöfnuðu Íslendingar. Þar var að verki Kristian Nökkvi Hlynsson eftir frábæra sókn íslenska liðsins. Þrátt fyrir stífa pressu Frakklands það sem eftir lifði leiks hélt Ísland út og troðfullur Laugardalsvöllurinn fagnaði íslensku strákunum vel og innilega þegar flautað var til leiksloka. Húh!vísir/anton Ísland er áfram í 3. sæti D-riðils undankeppni HM 2026 en nú með fjögur stig þegar liðið á tvo leiki eftir. Úkraína er þremur stigum á undan Íslandi en liðin mætast í Varsjá í lokaumferð riðilsins. Það verður að öllum líkindum hreinn úrslitaleikur um 2. sætið í riðlinum og þar af leiðandi sæti í umspili. Ef íslenska liðið spilar eins og það gerði í þessum tveimur leikjum í Laugardalnum - já, Úkraínuleikurinn var að stórum hluta góður - eru því allir vegir færir. Það er allavega eitthvað að gerjast eftir erfið ár. Og því ber að fagna. Svipuð uppskrift og í París Arnar gerði tvær breytingar á byrjunarliðinu. Daníel Tristan Guðjohnsen tók stöðu bróður síns, Andra Lucas, sem tók út leikbann og Logi Tómasson kom inn fyrir Jón Dag Þorsteinsson. Ísland spilaði ekki ósvipað og í fyrri leiknum gegn Frakklandi, með þriggja/fimm varna vörn án boltans en fjögurra manna vörn með boltann. Sterka leikmenn vantaði í franska liðið, ber þar helst að nefna Kylian Mbappé og Ousmané Dembélé, en engum datt í hug að vorkenna Didier Deschamps enda mannval Frakklands gríðarlegt. Sævar Atli Magnússon var í byrjunarliðinu en meiddist undir lok fyrri hálfleiks.vísir/anton Frakkar létu strax af sér og á 2. mínútu fékk Nkunku dauðafæri eftir hornspyrnu en Elías Rafn Ólafsson varði. Eftir að hafa verið 62 prósent með boltann gegn Úkraínu var allt annað uppi á teningnum í kvöld. Frakkar voru miklu meira með boltann og Íslendingar hörfuðu og vörðu miklum tíma aftarlega á vellinum. Íslenska liðinu gekk ágætlega að halda aftur af því franska sem var þó alltaf ógnandi. Matea, sem var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í landsleik, skaut framhjá á 21. mínútu. Forystunni náð Sóknir Íslands voru ekki margar en í einni þeirra sótti Albert aukaspyrnu úti við hornfánann vinstra megin. Hann tók spyrnuna, setti lágan bolta inn á hættusvæðið og hann barst á Guðlaug Victor sem teygði sig í boltann og kom honum yfir línuna. Annað mark Guðlaugs Victors í undankeppninni en hann skoraði einnig í stórsigrinum á Aserbaísjan í síðasta mánuði. Eftir nánast óaðfinnanlegan varnarleik var íslenska liðið stálheppið að fá ekki á sig jöfnunarmark í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þá fékk Michael Olise dauðafæri en Elías varði vel, boltinn hrökk til Mateta en Mikael Egill Ellertsson bjargaði á línu. Eftir að gengið hafði verið úr skugga um að Mikael Egill hefði ekki fengið boltann í höndina flautaði Orel Grinfeeld til hálfleiks. Guðlaugur Victor Pálsson er tveggja marka maður í þessari undankeppni.vísir/anton Kristian kom inn á fyrir Daníel Tristan í hálfleik. Í uppbótartíma fyrri hálfleiks hafði svo Brynjólfur Andersen Willumsson komið inn á fyrir Sævar Atla Magnússon. Frakkar héldu áfram að einoka boltann í seinni hálfleik og Íslendingar voru nær eingöngu í varnarhlutverki. En þar leið þeim bara býsna vel. Sverrir Ingi Ingason og Daníel Leó Grétarsson léku eina sína bestu leiki í landsliðstreyjunni og hreinsuðu frá í óteljandi skipti. Fyrir framan vörnina hlupu Skagamennirnir ungu Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson svo á við allavega þrjá. Slæmi kaflinn Það er þó erfitt að halda jafn sterku liði og Frakklandi algjörlega í skefjum og á 61. mínútu fékk Nkunku færi á fjærstöng eftir aukaspyrnu en hitti ekki markið. Nkunku var búinn að vara íslensku vörnina við og tveimur mínútum síðar jafnaði hann metin. Hann fékk boltann á vinstri kantinum, fór á hægri fótinn og skoraði með hárnákvæmu skoti í fjærhornið. Guðlaugur Victor var ragur í sínum varnarleik og aldrei þessu vant var engin hjálp í augsýn. Frakkar héldu áfram að hamra járnið meðan það var heitt. Á 68. mínútu sóttu gestirnir aftur upp vinstra megin, varamaðurinn Maghnes Akliouche fékk boltann og sendi hann þvert fyrir markið á Mateta sem skoraði af stuttu færi, sitt fyrsta landsliðsmark. Íslendingar fagna marki Kristians.vísir/anton En undrin eiga sér stað þegar maður á síst von á því og aðeins tveimur mínútum eftir markið hjá Mateta var staðan orðin jöfn, 2-2. Eftir laglegt spil íslenska liðsins sendi Ísak boltann inn fyrir vörn Frakka á Albert. Vinstra megin við hann var Kristian og Albert var meðvitaður um það. Hann renndi boltanum til hliðar á Kristian sem lagði boltann fyrir mig og afgreiddi færið svo af stakri yfirvegun og jafnaði. Þær tuttugu mínútur sem eftir voru af leiknum sóttu Frakkar. Auðvitað. En Íslendingar þéttu raðirnar og vörðust af miklum móð. Tíminn leið hægt eins og alltaf þegar maður vill að hann líði hratt en loks var hægt að anda léttar þegar Grinfeeld flautaði til leiksloka. Styrkur og skapgerð Lokatölur 2-2. Þetta hefðu alltaf verið frábær úrslit en sérstaklega eftir vonbrigðin á föstudaginn. Og að standa aftur upp eftir tvöfalda höggið sem Nkunku og Mateta veittu okkar mönnum um miðjan seinni hálfleik sýndi mikinn styrk og mikið hugrekki. Skrefið sem Ísland tók í kvöld var allavega stórt og það stærsta undir stjórn Arnars. Megi þau verða fleiri og ef svo verður er aldrei að vita nema draumurinn um sumar í Ameríku á næsta ári verði að veruleika.