Fór upp Eiffelturninn á hjóli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2025 12:02 Aurelien Fontenoy hjólaði upp Eiffelturninn á mettíma en hann mátti ekki snerta jörðina allan tímann. @toureiffelofficielle Heimsmetin eru margs konar og eitt þeirra var slegið í Eiffelturninum í París á dögunum. Aurelien Fontenoy setti þá nýtt heimsmet í því að vera fljótastur til að komast upp á aðra hæð Eiffelturnsins á trial-fjallahjóli, eða hæsta pallinn sem hægt er að komast upp á með stiga. Fontenoy fór upp 686 tröppur á tólf mínútum og þrjátíu sekúndum. Hann mátti ekki láta fæturna snerta jörðina á meðan hann hjólaði upp Eiffelturninn. Fyrra heimsmetið var frá árinu 2002 þegar Hugues Richard náði því á 19 mínútum og 4 sekúndum. Það eru ekki mörg heimsmet í íþróttum sem standa í meira en 23 ár. Hoppa, hoppa, hoppa mikið! Málið með að hjóla upp 686 tröppur er þó að það er ekki hægt að stíga mikið á pedalana. View this post on Instagram A post shared by El Diario Vasco (@diariovasco) „Fyrir þessa áskorun nota ég bremsuna og þarf bara að þjappa dekkinu saman því ég er ekki með neina fjöðrun eða neitt, þetta er bara stíft hjól,“ segir Fontenoy í viðtali við CNN. „Þannig að við þurfum bara að pumpa með bremsunni og hoppa, hoppa, hoppa mikið!“ Það hefur kostað mikinn undirbúning að komast á þennan stað, sem hófst með óteljandi klukkustundum af æfingum í ræktinni. Krefjandi skipulagning Skipulagning heimsmetstilraunar í kringum eitt frægasta kennileiti Evrópu var mjög krefjandi. „Þetta er áskorun sem ég skipulagði fyrir kannski þremur eða fjórum árum,“ útskýrir hann. „Ég byrjaði fyrir fjórum árum í Tour Trinity og átti að fara í Eiffelturninn á eftir. En Covid-19, svo Ólympíuleikarnir, svo framkvæmdir og málun turnsins. Þannig að það var mikil vinna að skipuleggja þetta!“ Sú staðreynd að tilraunin var svo lengi í undirbúningi jók einnig álagið á Fontenoy. „Við fengum bara eitt tækifæri. Síðasta met var árið 2002 og við þurftum tuttugu ár til að gera nýja áskorun hér því það er svo mikil vinna að skipuleggja það. Svo ég sagði að ég vildi ekki klúðra því. Svo já, það er smá stress. Einnig, þegar þú segir við vin þinn „Ég ætla að reyna að slá metið,“ og þú segir það líka við styrktaraðilann þinn, þá eru allir að búast við einhverju frá þér,“ segir hann. Hundrað prósent áreynsla í tólf mínútur „Þegar ég kom í mark var ég gjörsamlega búinn á því því þetta eru 12 mínútur, en hundrað prósent áreynsla í tólf mínútur. Ég var ofboðslega ánægður því, ég sýndi ekkert, en það var smá stress fyrir mig að slá þetta met,“ sagði Fontenoy. View this post on Instagram A post shared by La tour Eiffel (@toureiffelofficielle) Hjólreiðar Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Pep skammast sín og biðst afsökunar Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjá meira
Aurelien Fontenoy setti þá nýtt heimsmet í því að vera fljótastur til að komast upp á aðra hæð Eiffelturnsins á trial-fjallahjóli, eða hæsta pallinn sem hægt er að komast upp á með stiga. Fontenoy fór upp 686 tröppur á tólf mínútum og þrjátíu sekúndum. Hann mátti ekki láta fæturna snerta jörðina á meðan hann hjólaði upp Eiffelturninn. Fyrra heimsmetið var frá árinu 2002 þegar Hugues Richard náði því á 19 mínútum og 4 sekúndum. Það eru ekki mörg heimsmet í íþróttum sem standa í meira en 23 ár. Hoppa, hoppa, hoppa mikið! Málið með að hjóla upp 686 tröppur er þó að það er ekki hægt að stíga mikið á pedalana. View this post on Instagram A post shared by El Diario Vasco (@diariovasco) „Fyrir þessa áskorun nota ég bremsuna og þarf bara að þjappa dekkinu saman því ég er ekki með neina fjöðrun eða neitt, þetta er bara stíft hjól,“ segir Fontenoy í viðtali við CNN. „Þannig að við þurfum bara að pumpa með bremsunni og hoppa, hoppa, hoppa mikið!“ Það hefur kostað mikinn undirbúning að komast á þennan stað, sem hófst með óteljandi klukkustundum af æfingum í ræktinni. Krefjandi skipulagning Skipulagning heimsmetstilraunar í kringum eitt frægasta kennileiti Evrópu var mjög krefjandi. „Þetta er áskorun sem ég skipulagði fyrir kannski þremur eða fjórum árum,“ útskýrir hann. „Ég byrjaði fyrir fjórum árum í Tour Trinity og átti að fara í Eiffelturninn á eftir. En Covid-19, svo Ólympíuleikarnir, svo framkvæmdir og málun turnsins. Þannig að það var mikil vinna að skipuleggja þetta!“ Sú staðreynd að tilraunin var svo lengi í undirbúningi jók einnig álagið á Fontenoy. „Við fengum bara eitt tækifæri. Síðasta met var árið 2002 og við þurftum tuttugu ár til að gera nýja áskorun hér því það er svo mikil vinna að skipuleggja það. Svo ég sagði að ég vildi ekki klúðra því. Svo já, það er smá stress. Einnig, þegar þú segir við vin þinn „Ég ætla að reyna að slá metið,“ og þú segir það líka við styrktaraðilann þinn, þá eru allir að búast við einhverju frá þér,“ segir hann. Hundrað prósent áreynsla í tólf mínútur „Þegar ég kom í mark var ég gjörsamlega búinn á því því þetta eru 12 mínútur, en hundrað prósent áreynsla í tólf mínútur. Ég var ofboðslega ánægður því, ég sýndi ekkert, en það var smá stress fyrir mig að slá þetta met,“ sagði Fontenoy. View this post on Instagram A post shared by La tour Eiffel (@toureiffelofficielle)
Hjólreiðar Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Pep skammast sín og biðst afsökunar Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjá meira