Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Elín Margrét Böðvarsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 11. október 2025 20:04 Arild Tjomsland er sérfræðingur og ráðgjafi við Háskólann í Suðaustur-Noregi. Vísir/Stefán Kínverskir fjölskyldubílar á götum norrænna höfuðborga geta verið ógn við þjóðaröryggi. Þetta segir norskur sérfræðingur sem komst að því að kínverskur bíll, sem er vinsæll í Noregi, sendir gögn til Kína í sífellu, óháð því hvort hann sé í gangi eða ekki. Um sé að ræða eins konar gagnaver á hjólum og tilefni sé til að varast að erlend ríki nýti tæknina til njósna. Arild Tjomsland og nokkrir félagar hans hafa að undanförnu varið tíma sínum í nokkuð umfangsmikið gæluverkefni sem vakið hefur verðskuldaða athygli. „Við höfum verið að rannsaka fjölskyldubíl, sportjeppa frá Kína sömu gerðar og leigubílafyrirtæki í Ósló nota nú. Hann er líka notaður við tilraunir með sjálfkeyrandi ökutæki í Ósló. Við höfum safnað öllum gögnum sem fara inn og út úr bíl þessarar gerðar undanfarin 2-3 ár,“ segir Arild. Framleiðendur ekki hreinskilnir með áfangastað gagnanna Verkefnið fékk nafnið Ljónabúrið, eða Lion Cage Project, þar sem rannsóknin fór fram í námuhelli sem þeir fengu aðgang að til að rannsaka bílinn. „Gögn berast stöðugt frá bílnum. Þótt slökkt sé á bílnum fara margir gagnapakkar frá honum. Við höfum einnig komist að því að þessir gagnapakkar fara til Kína. Þótt framleiðandi segi að gögnin séu geymd í Frankfurt eða í Þýskalandi eða á öðrum stöðum fara gögnin í raun til Kína,“ segir hann. Tilefni til áhyggna Gögn um bílinn sem slíkan, staðsetningu hans og eiganda, eru til dæmis eitt sett af gögnum. Þá er bíllinn búinn sjö myndavélum, fimm að utan og tveimur að innan, sem mynda umhverfi bílsins í sífellu og sendir myndefni til Kína. „Til dæmis ef hann ekur fram hjá manneskju væri þá líklega hægt að þekkja andlitið. Það þýðir að þessi manneskja var á þessum stað á þessum tíma og þær upplýsingar mætti senda til Kína og yrðu þá hluti af því mikla gagnahafi sem þeir safna. Gögnin sem safnað er gætu kínversk stjórnvöld notað til að skilja hvernig vestræni heimurinn virkaði. Til dæmis til að spá fyrir um og læra af því hvernig umferðin gengur fyrir sig í vestrænum borgum,“ segir Arild. Er ástæða til að hafa áhyggjur? „Ég tel að samfélagi okkar sé hætta búin af þessum sökum,“ segir Arild Tjomsland. Fyrirsögnin hefur verið uppfærð. Áður sagði að kínverskir bílar væru notaðir til njósna en rétt er að þeir eru búnir tækni sem gæti notfærst við njósnir. Kína Bílar Vistvænir bílar Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Arild Tjomsland og nokkrir félagar hans hafa að undanförnu varið tíma sínum í nokkuð umfangsmikið gæluverkefni sem vakið hefur verðskuldaða athygli. „Við höfum verið að rannsaka fjölskyldubíl, sportjeppa frá Kína sömu gerðar og leigubílafyrirtæki í Ósló nota nú. Hann er líka notaður við tilraunir með sjálfkeyrandi ökutæki í Ósló. Við höfum safnað öllum gögnum sem fara inn og út úr bíl þessarar gerðar undanfarin 2-3 ár,“ segir Arild. Framleiðendur ekki hreinskilnir með áfangastað gagnanna Verkefnið fékk nafnið Ljónabúrið, eða Lion Cage Project, þar sem rannsóknin fór fram í námuhelli sem þeir fengu aðgang að til að rannsaka bílinn. „Gögn berast stöðugt frá bílnum. Þótt slökkt sé á bílnum fara margir gagnapakkar frá honum. Við höfum einnig komist að því að þessir gagnapakkar fara til Kína. Þótt framleiðandi segi að gögnin séu geymd í Frankfurt eða í Þýskalandi eða á öðrum stöðum fara gögnin í raun til Kína,“ segir hann. Tilefni til áhyggna Gögn um bílinn sem slíkan, staðsetningu hans og eiganda, eru til dæmis eitt sett af gögnum. Þá er bíllinn búinn sjö myndavélum, fimm að utan og tveimur að innan, sem mynda umhverfi bílsins í sífellu og sendir myndefni til Kína. „Til dæmis ef hann ekur fram hjá manneskju væri þá líklega hægt að þekkja andlitið. Það þýðir að þessi manneskja var á þessum stað á þessum tíma og þær upplýsingar mætti senda til Kína og yrðu þá hluti af því mikla gagnahafi sem þeir safna. Gögnin sem safnað er gætu kínversk stjórnvöld notað til að skilja hvernig vestræni heimurinn virkaði. Til dæmis til að spá fyrir um og læra af því hvernig umferðin gengur fyrir sig í vestrænum borgum,“ segir Arild. Er ástæða til að hafa áhyggjur? „Ég tel að samfélagi okkar sé hætta búin af þessum sökum,“ segir Arild Tjomsland. Fyrirsögnin hefur verið uppfærð. Áður sagði að kínverskir bílar væru notaðir til njósna en rétt er að þeir eru búnir tækni sem gæti notfærst við njósnir.
Kína Bílar Vistvænir bílar Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira