Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Elín Margrét Böðvarsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 11. október 2025 20:04 Arild Tjomsland er sérfræðingur og ráðgjafi við Háskólann í Suðaustur-Noregi. Vísir/Stefán Kínverskir fjölskyldubílar á götum norrænna höfuðborga geta verið ógn við þjóðaröryggi. Þetta segir norskur sérfræðingur sem komst að því að kínverskur bíll, sem er vinsæll í Noregi, sendir gögn til Kína í sífellu, óháð því hvort hann sé í gangi eða ekki. Um sé að ræða eins konar gagnaver á hjólum og tilefni sé til að varast að erlend ríki nýti tæknina til njósna. Arild Tjomsland og nokkrir félagar hans hafa að undanförnu varið tíma sínum í nokkuð umfangsmikið gæluverkefni sem vakið hefur verðskuldaða athygli. „Við höfum verið að rannsaka fjölskyldubíl, sportjeppa frá Kína sömu gerðar og leigubílafyrirtæki í Ósló nota nú. Hann er líka notaður við tilraunir með sjálfkeyrandi ökutæki í Ósló. Við höfum safnað öllum gögnum sem fara inn og út úr bíl þessarar gerðar undanfarin 2-3 ár,“ segir Arild. Framleiðendur ekki hreinskilnir með áfangastað gagnanna Verkefnið fékk nafnið Ljónabúrið, eða Lion Cage Project, þar sem rannsóknin fór fram í námuhelli sem þeir fengu aðgang að til að rannsaka bílinn. „Gögn berast stöðugt frá bílnum. Þótt slökkt sé á bílnum fara margir gagnapakkar frá honum. Við höfum einnig komist að því að þessir gagnapakkar fara til Kína. Þótt framleiðandi segi að gögnin séu geymd í Frankfurt eða í Þýskalandi eða á öðrum stöðum fara gögnin í raun til Kína,“ segir hann. Tilefni til áhyggna Gögn um bílinn sem slíkan, staðsetningu hans og eiganda, eru til dæmis eitt sett af gögnum. Þá er bíllinn búinn sjö myndavélum, fimm að utan og tveimur að innan, sem mynda umhverfi bílsins í sífellu og sendir myndefni til Kína. „Til dæmis ef hann ekur fram hjá manneskju væri þá líklega hægt að þekkja andlitið. Það þýðir að þessi manneskja var á þessum stað á þessum tíma og þær upplýsingar mætti senda til Kína og yrðu þá hluti af því mikla gagnahafi sem þeir safna. Gögnin sem safnað er gætu kínversk stjórnvöld notað til að skilja hvernig vestræni heimurinn virkaði. Til dæmis til að spá fyrir um og læra af því hvernig umferðin gengur fyrir sig í vestrænum borgum,“ segir Arild. Er ástæða til að hafa áhyggjur? „Ég tel að samfélagi okkar sé hætta búin af þessum sökum,“ segir Arild Tjomsland. Fyrirsögnin hefur verið uppfærð. Áður sagði að kínverskir bílar væru notaðir til njósna en rétt er að þeir eru búnir tækni sem gæti notfærst við njósnir. Kína Bílar Vistvænir bílar Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Arild Tjomsland og nokkrir félagar hans hafa að undanförnu varið tíma sínum í nokkuð umfangsmikið gæluverkefni sem vakið hefur verðskuldaða athygli. „Við höfum verið að rannsaka fjölskyldubíl, sportjeppa frá Kína sömu gerðar og leigubílafyrirtæki í Ósló nota nú. Hann er líka notaður við tilraunir með sjálfkeyrandi ökutæki í Ósló. Við höfum safnað öllum gögnum sem fara inn og út úr bíl þessarar gerðar undanfarin 2-3 ár,“ segir Arild. Framleiðendur ekki hreinskilnir með áfangastað gagnanna Verkefnið fékk nafnið Ljónabúrið, eða Lion Cage Project, þar sem rannsóknin fór fram í námuhelli sem þeir fengu aðgang að til að rannsaka bílinn. „Gögn berast stöðugt frá bílnum. Þótt slökkt sé á bílnum fara margir gagnapakkar frá honum. Við höfum einnig komist að því að þessir gagnapakkar fara til Kína. Þótt framleiðandi segi að gögnin séu geymd í Frankfurt eða í Þýskalandi eða á öðrum stöðum fara gögnin í raun til Kína,“ segir hann. Tilefni til áhyggna Gögn um bílinn sem slíkan, staðsetningu hans og eiganda, eru til dæmis eitt sett af gögnum. Þá er bíllinn búinn sjö myndavélum, fimm að utan og tveimur að innan, sem mynda umhverfi bílsins í sífellu og sendir myndefni til Kína. „Til dæmis ef hann ekur fram hjá manneskju væri þá líklega hægt að þekkja andlitið. Það þýðir að þessi manneskja var á þessum stað á þessum tíma og þær upplýsingar mætti senda til Kína og yrðu þá hluti af því mikla gagnahafi sem þeir safna. Gögnin sem safnað er gætu kínversk stjórnvöld notað til að skilja hvernig vestræni heimurinn virkaði. Til dæmis til að spá fyrir um og læra af því hvernig umferðin gengur fyrir sig í vestrænum borgum,“ segir Arild. Er ástæða til að hafa áhyggjur? „Ég tel að samfélagi okkar sé hætta búin af þessum sökum,“ segir Arild Tjomsland. Fyrirsögnin hefur verið uppfærð. Áður sagði að kínverskir bílar væru notaðir til njósna en rétt er að þeir eru búnir tækni sem gæti notfærst við njósnir.
Kína Bílar Vistvænir bílar Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira