Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. október 2025 17:31 Skólar og foreldrar hafi verið í vandræðum með hópaskiptinguna. Vísir/Samsett Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, segir leiðbeiningaskjal um barnaafmæli sem finna má á heimasíðu borgarinnar ekki gert til að stýra því hvernig foreldrar halda afmælisveislur. Það hafi verið ákall um viðmið sem léttu undir með foreldrum og tryggðu að afmælisveislur væru ekki útilokandi. Leiðbeiningaskjal á heimasíðu Reykjavíkurborgar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum. Í skjalinu er mælst til þess að bjóða ekki í afmælisveislur barna eftir kyni vegna þess að slíkt geti verið útilokandi og vinni gegn markmiðum jafnréttislaga. Í skjalinu eru lagðar til tvær leiðir, annars vegar geti foreldrar barna komið sér saman um að halda sameiginlega veislu og þannig sé þeim fært að bjóða öllum bekknum. Hin leiðin felur í sér að bekknum sé skipt í afmælishópa út frá öðru en kyni til að skapa minni og viðráðanlegri hópa. Sem dæmi færi barnið sem á fyrst afmæli á árinu í hóp A, barnið sem á næst afmæli í hóp B, þriðja í hóp A og svo koll af kolli. Skjalið nokkurra ára gamalt Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir er sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hún segir skjalið raunar hafa verið aðgengilegt á heimasíðu borgarinnar í nokkur ár og sé liður í ráðgjafahlutverki mannréttindaskrifstofunnar við skóla borgarinnar. Skjalið hafi ekki verið sent út til neins heldur hafi verið ætlað sem viðmið sem foreldrar gætu stuðst við. Hún segir að skólar og hópar foreldra hafi verið í vandræðum með afmælishópa. Lengi hafi verið miðað við að annað hvort sé öllum stelpum bekkjarins boðið eða öllum strákum. Jafnvel að öllum bekknum sé boðið til að enginn sé skilinn út undan. Þetta sé hins vegar ekki á allra færi enda kostnaðarsamt að halda stórar afmælisveislur. Skjalið í heild sinni.Reykjavíkurborg „Þessar leiðbeiningar koma út frá samtali um hvort ekki sé hægt að skipuleggja afmælisviðmið með öðrum hætti en kynjaskiptingu. Hvort ekki sé hægt að létta líka undir með foreldrum. Það þekkist á einhverjum stöðum í borginni og víðar og á Norðurlöndunum mikið að það séu afmælishópar þar sem nokkur börn eru saman og halda sameiginleg afmæli og bjóða öllum í bekknum. Þessar leiðbeiningar eru svolítið innlegg í þetta,“ segir hún. Engin tilmæli eða skipun felist í viðmiðunum heldur séu þær tillögur að því hvernig mætti haga afmælishópaskiptingu öðruvísi. „Þetta hefur verið aðgengilegt inni á vefsíðu borgarinnar í nokkur ár og stundum hafa skólar eða foreldrahópar notað þetta eða haft til hliðsjónar og stundum ekki. Það eru alls konar mismunandi reglur og viðmið varðandi afmæli, afmælishópa og sameiginleg afmæli hjá borginni og það er mjög mismunandi milli skóla og skólahverfa. Þessar leiðbeiningar stýra því ekki neitt,“ segir Þórhildur. Foreldra og skólastjórnenda að ákveða Hún segir borgaryfirvöld ekki skipta sér af afmælisskipulagningu foreldra. „Við erum ekkert inni í þeirri ákvarðanatöku. Það er samtal sem á sér stað í hverjum skóla og hverjum foreldrahópi fyrir sig. Jafnvel innan sömu grunnskólanna eru mismunandi reglur í gangi milli árganga, bara eftir því hvað hópurinn kemur sér saman um,“ segir Þórhildur. Það er ekki njósnað um afmælisveislur barna í borginni? „Ég get alveg fullyrt það. Ég hef nóg annað að gera í vinnunni,“ segir hún. Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Leiðbeiningaskjal á heimasíðu Reykjavíkurborgar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum. Í skjalinu er mælst til þess að bjóða ekki í afmælisveislur barna eftir kyni vegna þess að slíkt geti verið útilokandi og vinni gegn markmiðum jafnréttislaga. Í skjalinu eru lagðar til tvær leiðir, annars vegar geti foreldrar barna komið sér saman um að halda sameiginlega veislu og þannig sé þeim fært að bjóða öllum bekknum. Hin leiðin felur í sér að bekknum sé skipt í afmælishópa út frá öðru en kyni til að skapa minni og viðráðanlegri hópa. Sem dæmi færi barnið sem á fyrst afmæli á árinu í hóp A, barnið sem á næst afmæli í hóp B, þriðja í hóp A og svo koll af kolli. Skjalið nokkurra ára gamalt Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir er sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hún segir skjalið raunar hafa verið aðgengilegt á heimasíðu borgarinnar í nokkur ár og sé liður í ráðgjafahlutverki mannréttindaskrifstofunnar við skóla borgarinnar. Skjalið hafi ekki verið sent út til neins heldur hafi verið ætlað sem viðmið sem foreldrar gætu stuðst við. Hún segir að skólar og hópar foreldra hafi verið í vandræðum með afmælishópa. Lengi hafi verið miðað við að annað hvort sé öllum stelpum bekkjarins boðið eða öllum strákum. Jafnvel að öllum bekknum sé boðið til að enginn sé skilinn út undan. Þetta sé hins vegar ekki á allra færi enda kostnaðarsamt að halda stórar afmælisveislur. Skjalið í heild sinni.Reykjavíkurborg „Þessar leiðbeiningar koma út frá samtali um hvort ekki sé hægt að skipuleggja afmælisviðmið með öðrum hætti en kynjaskiptingu. Hvort ekki sé hægt að létta líka undir með foreldrum. Það þekkist á einhverjum stöðum í borginni og víðar og á Norðurlöndunum mikið að það séu afmælishópar þar sem nokkur börn eru saman og halda sameiginleg afmæli og bjóða öllum í bekknum. Þessar leiðbeiningar eru svolítið innlegg í þetta,“ segir hún. Engin tilmæli eða skipun felist í viðmiðunum heldur séu þær tillögur að því hvernig mætti haga afmælishópaskiptingu öðruvísi. „Þetta hefur verið aðgengilegt inni á vefsíðu borgarinnar í nokkur ár og stundum hafa skólar eða foreldrahópar notað þetta eða haft til hliðsjónar og stundum ekki. Það eru alls konar mismunandi reglur og viðmið varðandi afmæli, afmælishópa og sameiginleg afmæli hjá borginni og það er mjög mismunandi milli skóla og skólahverfa. Þessar leiðbeiningar stýra því ekki neitt,“ segir Þórhildur. Foreldra og skólastjórnenda að ákveða Hún segir borgaryfirvöld ekki skipta sér af afmælisskipulagningu foreldra. „Við erum ekkert inni í þeirri ákvarðanatöku. Það er samtal sem á sér stað í hverjum skóla og hverjum foreldrahópi fyrir sig. Jafnvel innan sömu grunnskólanna eru mismunandi reglur í gangi milli árganga, bara eftir því hvað hópurinn kemur sér saman um,“ segir Þórhildur. Það er ekki njósnað um afmælisveislur barna í borginni? „Ég get alveg fullyrt það. Ég hef nóg annað að gera í vinnunni,“ segir hún.
Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira