Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. október 2025 17:31 Skólar og foreldrar hafi verið í vandræðum með hópaskiptinguna. Vísir/Samsett Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir, sérfræðingur á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, segir leiðbeiningaskjal um barnaafmæli sem finna má á heimasíðu borgarinnar ekki gert til að stýra því hvernig foreldrar halda afmælisveislur. Það hafi verið ákall um viðmið sem léttu undir með foreldrum og tryggðu að afmælisveislur væru ekki útilokandi. Leiðbeiningaskjal á heimasíðu Reykjavíkurborgar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum. Í skjalinu er mælst til þess að bjóða ekki í afmælisveislur barna eftir kyni vegna þess að slíkt geti verið útilokandi og vinni gegn markmiðum jafnréttislaga. Í skjalinu eru lagðar til tvær leiðir, annars vegar geti foreldrar barna komið sér saman um að halda sameiginlega veislu og þannig sé þeim fært að bjóða öllum bekknum. Hin leiðin felur í sér að bekknum sé skipt í afmælishópa út frá öðru en kyni til að skapa minni og viðráðanlegri hópa. Sem dæmi færi barnið sem á fyrst afmæli á árinu í hóp A, barnið sem á næst afmæli í hóp B, þriðja í hóp A og svo koll af kolli. Skjalið nokkurra ára gamalt Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir er sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hún segir skjalið raunar hafa verið aðgengilegt á heimasíðu borgarinnar í nokkur ár og sé liður í ráðgjafahlutverki mannréttindaskrifstofunnar við skóla borgarinnar. Skjalið hafi ekki verið sent út til neins heldur hafi verið ætlað sem viðmið sem foreldrar gætu stuðst við. Hún segir að skólar og hópar foreldra hafi verið í vandræðum með afmælishópa. Lengi hafi verið miðað við að annað hvort sé öllum stelpum bekkjarins boðið eða öllum strákum. Jafnvel að öllum bekknum sé boðið til að enginn sé skilinn út undan. Þetta sé hins vegar ekki á allra færi enda kostnaðarsamt að halda stórar afmælisveislur. Skjalið í heild sinni.Reykjavíkurborg „Þessar leiðbeiningar koma út frá samtali um hvort ekki sé hægt að skipuleggja afmælisviðmið með öðrum hætti en kynjaskiptingu. Hvort ekki sé hægt að létta líka undir með foreldrum. Það þekkist á einhverjum stöðum í borginni og víðar og á Norðurlöndunum mikið að það séu afmælishópar þar sem nokkur börn eru saman og halda sameiginleg afmæli og bjóða öllum í bekknum. Þessar leiðbeiningar eru svolítið innlegg í þetta,“ segir hún. Engin tilmæli eða skipun felist í viðmiðunum heldur séu þær tillögur að því hvernig mætti haga afmælishópaskiptingu öðruvísi. „Þetta hefur verið aðgengilegt inni á vefsíðu borgarinnar í nokkur ár og stundum hafa skólar eða foreldrahópar notað þetta eða haft til hliðsjónar og stundum ekki. Það eru alls konar mismunandi reglur og viðmið varðandi afmæli, afmælishópa og sameiginleg afmæli hjá borginni og það er mjög mismunandi milli skóla og skólahverfa. Þessar leiðbeiningar stýra því ekki neitt,“ segir Þórhildur. Foreldra og skólastjórnenda að ákveða Hún segir borgaryfirvöld ekki skipta sér af afmælisskipulagningu foreldra. „Við erum ekkert inni í þeirri ákvarðanatöku. Það er samtal sem á sér stað í hverjum skóla og hverjum foreldrahópi fyrir sig. Jafnvel innan sömu grunnskólanna eru mismunandi reglur í gangi milli árganga, bara eftir því hvað hópurinn kemur sér saman um,“ segir Þórhildur. Það er ekki njósnað um afmælisveislur barna í borginni? „Ég get alveg fullyrt það. Ég hef nóg annað að gera í vinnunni,“ segir hún. Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Leiðbeiningaskjal á heimasíðu Reykjavíkurborgar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum. Í skjalinu er mælst til þess að bjóða ekki í afmælisveislur barna eftir kyni vegna þess að slíkt geti verið útilokandi og vinni gegn markmiðum jafnréttislaga. Í skjalinu eru lagðar til tvær leiðir, annars vegar geti foreldrar barna komið sér saman um að halda sameiginlega veislu og þannig sé þeim fært að bjóða öllum bekknum. Hin leiðin felur í sér að bekknum sé skipt í afmælishópa út frá öðru en kyni til að skapa minni og viðráðanlegri hópa. Sem dæmi færi barnið sem á fyrst afmæli á árinu í hóp A, barnið sem á næst afmæli í hóp B, þriðja í hóp A og svo koll af kolli. Skjalið nokkurra ára gamalt Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir er sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Hún segir skjalið raunar hafa verið aðgengilegt á heimasíðu borgarinnar í nokkur ár og sé liður í ráðgjafahlutverki mannréttindaskrifstofunnar við skóla borgarinnar. Skjalið hafi ekki verið sent út til neins heldur hafi verið ætlað sem viðmið sem foreldrar gætu stuðst við. Hún segir að skólar og hópar foreldra hafi verið í vandræðum með afmælishópa. Lengi hafi verið miðað við að annað hvort sé öllum stelpum bekkjarins boðið eða öllum strákum. Jafnvel að öllum bekknum sé boðið til að enginn sé skilinn út undan. Þetta sé hins vegar ekki á allra færi enda kostnaðarsamt að halda stórar afmælisveislur. Skjalið í heild sinni.Reykjavíkurborg „Þessar leiðbeiningar koma út frá samtali um hvort ekki sé hægt að skipuleggja afmælisviðmið með öðrum hætti en kynjaskiptingu. Hvort ekki sé hægt að létta líka undir með foreldrum. Það þekkist á einhverjum stöðum í borginni og víðar og á Norðurlöndunum mikið að það séu afmælishópar þar sem nokkur börn eru saman og halda sameiginleg afmæli og bjóða öllum í bekknum. Þessar leiðbeiningar eru svolítið innlegg í þetta,“ segir hún. Engin tilmæli eða skipun felist í viðmiðunum heldur séu þær tillögur að því hvernig mætti haga afmælishópaskiptingu öðruvísi. „Þetta hefur verið aðgengilegt inni á vefsíðu borgarinnar í nokkur ár og stundum hafa skólar eða foreldrahópar notað þetta eða haft til hliðsjónar og stundum ekki. Það eru alls konar mismunandi reglur og viðmið varðandi afmæli, afmælishópa og sameiginleg afmæli hjá borginni og það er mjög mismunandi milli skóla og skólahverfa. Þessar leiðbeiningar stýra því ekki neitt,“ segir Þórhildur. Foreldra og skólastjórnenda að ákveða Hún segir borgaryfirvöld ekki skipta sér af afmælisskipulagningu foreldra. „Við erum ekkert inni í þeirri ákvarðanatöku. Það er samtal sem á sér stað í hverjum skóla og hverjum foreldrahópi fyrir sig. Jafnvel innan sömu grunnskólanna eru mismunandi reglur í gangi milli árganga, bara eftir því hvað hópurinn kemur sér saman um,“ segir Þórhildur. Það er ekki njósnað um afmælisveislur barna í borginni? „Ég get alveg fullyrt það. Ég hef nóg annað að gera í vinnunni,“ segir hún.
Reykjavík Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira