Rýtingur í hjarta Heimis

Árni Jóhannsson skrifar
Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni.
Heimir Hallgrímsson á hliðarlínunni. getty/Gualter Fatia

Írsku strákarnir hans Heimis Hallgrímssonar máttu þola agalegt tap gegn Portúgal í undankeppni HM 2026 í kvöld. Staðan var jöfn 0-0 þegar 90 mínútur voru komnar á klukkuna en Ruben Neves tryggði heimamönnum sigur með merki í uppbótartíma.

Írar voru mættir með skýrt markmið sem var að halda hreinu og koma einu stigi heim til Írlands. 

Portúgal var mun meira með boltann og skapaði sér rúmlega þrjú vænt mörk en það virtist vera að stíflan sem Írar voru búnir að smíða myndi halda. Sem var alveg mikill möguleiki en Ronaldo klikkaði á vítaspyrnu sem Kelleher varði á 71. mínútu.

Þegar uppbótartíminn var hafinn náði þó Trincao að senda fyrirgjöf sem fann skallann á Neves sem skallaði boltann rétt undir þverslána og í markið. Það þýðir að Portúgal heldur efsta sæti F-riðils.

Írland er enn á botninum og pressan eykst á Heimi Hallgrímsson og ekki víst að samstarfi hans og írska knattspyrnusambandsins verði haldið mikið lengur áfram.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira