Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. október 2025 06:56 Trump ásælist verðlaunin mjög og segir það myndu verða hneyksli ef hann fær þau ekki og móðgun við Bandaríkin. Stjórnmálamenn í Noregi eru sagðir í viðbragðsstöðu vegna tilkynningar um handhafa friðarverðlauna Nóbels, þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseta sé til alls trúandi ef hann hlýtur ekki verðlaunin. Trump hefur beitt sér mjög fyrir því að fá verðlaunin, allt að því ætlast til þess, og margir eru sannfærðir um að hann muni grípa til hefndaraðgerða gegn Noregi fái forsetinn ekki sínu framgengt. Á sama tíma benda menn á að hefndaraðgerðir Trump gegn óvinum sínum séu akkúrat ein af ástæðum þess að hann er ekki að verðlaununum kominn. „Donald Trump er að fara með Bandaríkin í öfgar; ráðast gegn tjáningarfrelsinu, láta grímuklædda leynilögreglu ræna fólki um hábjartan dag og grafa undan stofnunum og dómstólunum,“ hefur Guardian eftir Kristi Bergstø, leiðtoga Sósíalíska vinstriflokksins. Vegna þess hversu óútreiknanlegur Trump sé, þurfi stjórnvöld í Osló að vera undirbúin undir hörð viðbrögð. Arild Hermstad, leiðtogi Græningja, bendir á að Nóbelnefndirnar séu sjálfstæðar í störfum sínum. Framlag Trump til friðar á Gasa sé gott og gilt en það breyti því ekki að Trump hafi árum saman stuðlað að ofbeldi og sundrung. Að sögn Kristian Berg Harpviken, framkvæmdastjóra Nóbels-stofnunarinnar, lá ákvörðunin um friðarverðlaunin fyrir á mánudaginn, áður en tilkynnt var um mögulegan frið á Gasa. Tilkynnt verður um handhafa þeirra í dag. Stjórnmálaskýrandinn Harald Stanghelle nefnir nokkra möguleika þegar kemur að hefndaraðgerðum; tolla, kröfu um hærra framlag til Atlantshafsbandalagsins eða jafnvel að lýsa Noreg sem óvinaríki. „Hann er óútreiknanlegur,“ segir Stenghelle. „Ég vil ekki nota orðið „ótti“ en sú tilfinning liggur í loftinu að þetta gæti orðið vandmeðfarið ástand,“ segir hann. Það sé erfitt að útskýra fyrir Trump og mörgum öðrum að nefndin sé sannarlega sjálfstæð, þar sem þeir virði ekki þess konar sjálfstæði. Hann segir það myndu verða óvæntustu tíðindin í sögu Nóbelsverðlaunanna ef Trump fengi friðarverðlaunin. Að sögn Ninu Græger, framkvæmdastjóra Peace Research Institute Oslo, er líklegra að einhver samtök verði fyrir valinu, til að mynda Committee to Protect Journalists eða Women's International League for Peace and Freedom. Nóbelsverðlaun Bandaríkin Noregur Donald Trump Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Sjá meira
Trump hefur beitt sér mjög fyrir því að fá verðlaunin, allt að því ætlast til þess, og margir eru sannfærðir um að hann muni grípa til hefndaraðgerða gegn Noregi fái forsetinn ekki sínu framgengt. Á sama tíma benda menn á að hefndaraðgerðir Trump gegn óvinum sínum séu akkúrat ein af ástæðum þess að hann er ekki að verðlaununum kominn. „Donald Trump er að fara með Bandaríkin í öfgar; ráðast gegn tjáningarfrelsinu, láta grímuklædda leynilögreglu ræna fólki um hábjartan dag og grafa undan stofnunum og dómstólunum,“ hefur Guardian eftir Kristi Bergstø, leiðtoga Sósíalíska vinstriflokksins. Vegna þess hversu óútreiknanlegur Trump sé, þurfi stjórnvöld í Osló að vera undirbúin undir hörð viðbrögð. Arild Hermstad, leiðtogi Græningja, bendir á að Nóbelnefndirnar séu sjálfstæðar í störfum sínum. Framlag Trump til friðar á Gasa sé gott og gilt en það breyti því ekki að Trump hafi árum saman stuðlað að ofbeldi og sundrung. Að sögn Kristian Berg Harpviken, framkvæmdastjóra Nóbels-stofnunarinnar, lá ákvörðunin um friðarverðlaunin fyrir á mánudaginn, áður en tilkynnt var um mögulegan frið á Gasa. Tilkynnt verður um handhafa þeirra í dag. Stjórnmálaskýrandinn Harald Stanghelle nefnir nokkra möguleika þegar kemur að hefndaraðgerðum; tolla, kröfu um hærra framlag til Atlantshafsbandalagsins eða jafnvel að lýsa Noreg sem óvinaríki. „Hann er óútreiknanlegur,“ segir Stenghelle. „Ég vil ekki nota orðið „ótti“ en sú tilfinning liggur í loftinu að þetta gæti orðið vandmeðfarið ástand,“ segir hann. Það sé erfitt að útskýra fyrir Trump og mörgum öðrum að nefndin sé sannarlega sjálfstæð, þar sem þeir virði ekki þess konar sjálfstæði. Hann segir það myndu verða óvæntustu tíðindin í sögu Nóbelsverðlaunanna ef Trump fengi friðarverðlaunin. Að sögn Ninu Græger, framkvæmdastjóra Peace Research Institute Oslo, er líklegra að einhver samtök verði fyrir valinu, til að mynda Committee to Protect Journalists eða Women's International League for Peace and Freedom.
Nóbelsverðlaun Bandaríkin Noregur Donald Trump Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Sjá meira