„Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2025 08:31 Eygló Fanndal Sturludóttir var komin út til Noregs en svo kom í ljós að hún gat ekki keppt á heimsmeistaramótinu. Vísir/Ívar Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir gat ekki keppt á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum í gær vegna meiðsla. Svekkjandi fyrir hana en keppinautarnir voru eflaust fegnir að vera lausir við sterkustu konu Evrópu. Eygló varð Evrópumeistari í ólympískum lyftingum í vor og átti að keppa á heimsmeistaramótinu í gær en neyddist því miður til að draga sig úr keppni. „Þetta eru í rauninni bara einhver svona smávægileg meiðsli í bakinu. Örugglega einhver liðbönd eða bara einhver slæm tognun. Ekkert alvarlegt. Ég er búin að fara í segulómun og það er ekkert alvarlegt að,“ sagði Eygló í viðtali við Ágúst Orra Arnarson í kvöldfréttum Sýnar. „Þetta er bara eitthvað sem þarf svona tíma til að jafna sig. Þá þýðir bara ekkert að ætla bara að keppa og reyna að lyfta einhverjum hámarksþyngdum, þegar maður er ekki í standi til þess. Ég held maður gæti bara meitt sig enn þá meira. Ákvörðunin var því skynsamleg til lengri tíma litið en engu að síður mjög erfið,“ sagði Eygló. Allar stelpurnar voru í herberginu Það var ekki auðvelt að stiga fram og tilkynna að hún yrði ekki með. „Ég var að koma til baka þar sem ég dró mig formlega úr keppni. Það var ótrúlega erfitt sko að labba þarna inn og allar stelpurnar sem ég átti að keppa við voru í herberginu,“ sagði Eygló. „Ég var að segja að ég væri ekki hérna að keppa. Það var mjög vont, ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin. Mig langaði mjög mikið að keppa því mig langaði að fá að keppa á móti öllum þessum stelpum sem eru í þessum flokki. Þetta eru allt bara miklar fyrirmyndir og ég var mjög spennt að fá að keppa við þær,“ sagði Eygló. Heldur að einhverjir hafi verið fegnir Samkeppnisaðilarnir eru þó eflaust fegnir að vera lausir við Eygló því þar losnaði líklega pláss á verðlaunapallinum. „Já, ég held að einhverjir hafi verið fegnir sko að heyra að ég var ekki að keppa. Mér fannst líka alltaf skemmtilegra að keppa á móti öllum þeim bestu. Þá veit maður að ef þú stendur þig vel þá stóðstu þig virkilega vel og náðir að vinna þær sem eru á sama getustigi og þú,“ sagði Eygló en hverjir voru möguleikarnir fyrir hana á þessu móti? Átti möguleika á að keppa um medalíu „Ég hafði séð fyrir mér núna að keppa um að komast á verðlaunapall. Ég átta mig á því að hérna þær sem eru að keppa um fyrsta sæti eru virkilega sterkar og það hefði þurft mikið til að ná gulli. Ég held ég hefði alveg átt möguleika á að keppa um medalíu,“ sagði Eygló. „Svo áttaði ég mig á því að miðað við standið á mér núna, ég er ekki búin að ná að æfa vel og er enn þá bara að glíma við mikinn sársauka, þá hefði það ekki verið raunhæft,“ sagði Eygló. Lyftingar Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Sjá meira
Eygló varð Evrópumeistari í ólympískum lyftingum í vor og átti að keppa á heimsmeistaramótinu í gær en neyddist því miður til að draga sig úr keppni. „Þetta eru í rauninni bara einhver svona smávægileg meiðsli í bakinu. Örugglega einhver liðbönd eða bara einhver slæm tognun. Ekkert alvarlegt. Ég er búin að fara í segulómun og það er ekkert alvarlegt að,“ sagði Eygló í viðtali við Ágúst Orra Arnarson í kvöldfréttum Sýnar. „Þetta er bara eitthvað sem þarf svona tíma til að jafna sig. Þá þýðir bara ekkert að ætla bara að keppa og reyna að lyfta einhverjum hámarksþyngdum, þegar maður er ekki í standi til þess. Ég held maður gæti bara meitt sig enn þá meira. Ákvörðunin var því skynsamleg til lengri tíma litið en engu að síður mjög erfið,“ sagði Eygló. Allar stelpurnar voru í herberginu Það var ekki auðvelt að stiga fram og tilkynna að hún yrði ekki með. „Ég var að koma til baka þar sem ég dró mig formlega úr keppni. Það var ótrúlega erfitt sko að labba þarna inn og allar stelpurnar sem ég átti að keppa við voru í herberginu,“ sagði Eygló. „Ég var að segja að ég væri ekki hérna að keppa. Það var mjög vont, ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin. Mig langaði mjög mikið að keppa því mig langaði að fá að keppa á móti öllum þessum stelpum sem eru í þessum flokki. Þetta eru allt bara miklar fyrirmyndir og ég var mjög spennt að fá að keppa við þær,“ sagði Eygló. Heldur að einhverjir hafi verið fegnir Samkeppnisaðilarnir eru þó eflaust fegnir að vera lausir við Eygló því þar losnaði líklega pláss á verðlaunapallinum. „Já, ég held að einhverjir hafi verið fegnir sko að heyra að ég var ekki að keppa. Mér fannst líka alltaf skemmtilegra að keppa á móti öllum þeim bestu. Þá veit maður að ef þú stendur þig vel þá stóðstu þig virkilega vel og náðir að vinna þær sem eru á sama getustigi og þú,“ sagði Eygló en hverjir voru möguleikarnir fyrir hana á þessu móti? Átti möguleika á að keppa um medalíu „Ég hafði séð fyrir mér núna að keppa um að komast á verðlaunapall. Ég átta mig á því að hérna þær sem eru að keppa um fyrsta sæti eru virkilega sterkar og það hefði þurft mikið til að ná gulli. Ég held ég hefði alveg átt möguleika á að keppa um medalíu,“ sagði Eygló. „Svo áttaði ég mig á því að miðað við standið á mér núna, ég er ekki búin að ná að æfa vel og er enn þá bara að glíma við mikinn sársauka, þá hefði það ekki verið raunhæft,“ sagði Eygló.
Lyftingar Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Sjá meira