„Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2025 08:31 Eygló Fanndal Sturludóttir var komin út til Noregs en svo kom í ljós að hún gat ekki keppt á heimsmeistaramótinu. Vísir/Ívar Íslenska lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir gat ekki keppt á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum í gær vegna meiðsla. Svekkjandi fyrir hana en keppinautarnir voru eflaust fegnir að vera lausir við sterkustu konu Evrópu. Eygló varð Evrópumeistari í ólympískum lyftingum í vor og átti að keppa á heimsmeistaramótinu í gær en neyddist því miður til að draga sig úr keppni. „Þetta eru í rauninni bara einhver svona smávægileg meiðsli í bakinu. Örugglega einhver liðbönd eða bara einhver slæm tognun. Ekkert alvarlegt. Ég er búin að fara í segulómun og það er ekkert alvarlegt að,“ sagði Eygló í viðtali við Ágúst Orra Arnarson í kvöldfréttum Sýnar. „Þetta er bara eitthvað sem þarf svona tíma til að jafna sig. Þá þýðir bara ekkert að ætla bara að keppa og reyna að lyfta einhverjum hámarksþyngdum, þegar maður er ekki í standi til þess. Ég held maður gæti bara meitt sig enn þá meira. Ákvörðunin var því skynsamleg til lengri tíma litið en engu að síður mjög erfið,“ sagði Eygló. Allar stelpurnar voru í herberginu Það var ekki auðvelt að stiga fram og tilkynna að hún yrði ekki með. „Ég var að koma til baka þar sem ég dró mig formlega úr keppni. Það var ótrúlega erfitt sko að labba þarna inn og allar stelpurnar sem ég átti að keppa við voru í herberginu,“ sagði Eygló. „Ég var að segja að ég væri ekki hérna að keppa. Það var mjög vont, ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin. Mig langaði mjög mikið að keppa því mig langaði að fá að keppa á móti öllum þessum stelpum sem eru í þessum flokki. Þetta eru allt bara miklar fyrirmyndir og ég var mjög spennt að fá að keppa við þær,“ sagði Eygló. Heldur að einhverjir hafi verið fegnir Samkeppnisaðilarnir eru þó eflaust fegnir að vera lausir við Eygló því þar losnaði líklega pláss á verðlaunapallinum. „Já, ég held að einhverjir hafi verið fegnir sko að heyra að ég var ekki að keppa. Mér fannst líka alltaf skemmtilegra að keppa á móti öllum þeim bestu. Þá veit maður að ef þú stendur þig vel þá stóðstu þig virkilega vel og náðir að vinna þær sem eru á sama getustigi og þú,“ sagði Eygló en hverjir voru möguleikarnir fyrir hana á þessu móti? Átti möguleika á að keppa um medalíu „Ég hafði séð fyrir mér núna að keppa um að komast á verðlaunapall. Ég átta mig á því að hérna þær sem eru að keppa um fyrsta sæti eru virkilega sterkar og það hefði þurft mikið til að ná gulli. Ég held ég hefði alveg átt möguleika á að keppa um medalíu,“ sagði Eygló. „Svo áttaði ég mig á því að miðað við standið á mér núna, ég er ekki búin að ná að æfa vel og er enn þá bara að glíma við mikinn sársauka, þá hefði það ekki verið raunhæft,“ sagði Eygló. Lyftingar Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Sjá meira
Eygló varð Evrópumeistari í ólympískum lyftingum í vor og átti að keppa á heimsmeistaramótinu í gær en neyddist því miður til að draga sig úr keppni. „Þetta eru í rauninni bara einhver svona smávægileg meiðsli í bakinu. Örugglega einhver liðbönd eða bara einhver slæm tognun. Ekkert alvarlegt. Ég er búin að fara í segulómun og það er ekkert alvarlegt að,“ sagði Eygló í viðtali við Ágúst Orra Arnarson í kvöldfréttum Sýnar. „Þetta er bara eitthvað sem þarf svona tíma til að jafna sig. Þá þýðir bara ekkert að ætla bara að keppa og reyna að lyfta einhverjum hámarksþyngdum, þegar maður er ekki í standi til þess. Ég held maður gæti bara meitt sig enn þá meira. Ákvörðunin var því skynsamleg til lengri tíma litið en engu að síður mjög erfið,“ sagði Eygló. Allar stelpurnar voru í herberginu Það var ekki auðvelt að stiga fram og tilkynna að hún yrði ekki með. „Ég var að koma til baka þar sem ég dró mig formlega úr keppni. Það var ótrúlega erfitt sko að labba þarna inn og allar stelpurnar sem ég átti að keppa við voru í herberginu,“ sagði Eygló. „Ég var að segja að ég væri ekki hérna að keppa. Það var mjög vont, ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin. Mig langaði mjög mikið að keppa því mig langaði að fá að keppa á móti öllum þessum stelpum sem eru í þessum flokki. Þetta eru allt bara miklar fyrirmyndir og ég var mjög spennt að fá að keppa við þær,“ sagði Eygló. Heldur að einhverjir hafi verið fegnir Samkeppnisaðilarnir eru þó eflaust fegnir að vera lausir við Eygló því þar losnaði líklega pláss á verðlaunapallinum. „Já, ég held að einhverjir hafi verið fegnir sko að heyra að ég var ekki að keppa. Mér fannst líka alltaf skemmtilegra að keppa á móti öllum þeim bestu. Þá veit maður að ef þú stendur þig vel þá stóðstu þig virkilega vel og náðir að vinna þær sem eru á sama getustigi og þú,“ sagði Eygló en hverjir voru möguleikarnir fyrir hana á þessu móti? Átti möguleika á að keppa um medalíu „Ég hafði séð fyrir mér núna að keppa um að komast á verðlaunapall. Ég átta mig á því að hérna þær sem eru að keppa um fyrsta sæti eru virkilega sterkar og það hefði þurft mikið til að ná gulli. Ég held ég hefði alveg átt möguleika á að keppa um medalíu,“ sagði Eygló. „Svo áttaði ég mig á því að miðað við standið á mér núna, ég er ekki búin að ná að æfa vel og er enn þá bara að glíma við mikinn sársauka, þá hefði það ekki verið raunhæft,“ sagði Eygló.
Lyftingar Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Sjá meira