Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. október 2025 11:50 Dóra Björt býr nú í Grafarvogi. Vísir/Arnar Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Pírata í borgarstjórn hefur fest kaup á raðhúsi í Grafarvogi með tveimur bílastæðum og bílskúr. Hún segist flytja í hverfið vegna staðsetningar og til þess að einfalda lífið, ekki vegna bílastæða, hún segist stolt úthverfatútta í Grafarvogi. Þetta kemur fram í Facebook færslu. Tilefnið virðist vera frétt Nútímans af flutningum Dóru. Þar er því slegið upp að Dóra boði bíllausa borg en kaupi sjálf á sama tíma hús með tveimur bílastæðum og bílskúr. Um er að ræða 165 fermetra parhús með bílskúr og aðgengi á bílastæðum og kostaði húsið 127 milljónir króna. Þekkir skutlið af eigin raun „Ég er bara venjuleg manneskja, þekki skutlið af eigin raun og hef aldrei þóst vera neitt annað en það og hef þvert á móti talað ítrekað um það. En það er einmitt mín eigin reynsla sem hvetur mig áfram í mínum störfum. Ég er hluti af samsettri fjölskyldu og á stjúpson sem er í skóla í Grafarvogi,“ útskýrir Dóra á Facebook. „Ég eignaðist minn fyrsta bíl eftir að yngri sonur minn sem er þriggja ára fæddist enda gekk ekki lengur upp að ná að koma börnum í skóla og leikskóla og ná í vinnu á réttum tíma með almenningssamgöngum sem við þó gerðum um skeið. Þess vegna þekki ég vel skutlið af eigin raun enda þurftum við að skutla fram og til baka klukkustundarferðalag hvora leið og ég hef mikla samúð með fólki sem stendur í því.“ Hún segir að sig hafi langað til að losna undan skutlinu. Það hafi verið streituvaldandi og vesen og hana hafi langað til að einfalda lífið og skapa skilyrði fyrir sjálfbærari ferðalög til og f´ra skóla og vinnu fyrir sína fjölskyldu. Í Grafarvoginn fyrir sjálfbærara líf „Við ákváðum þannig í raun að flytja í Grafarvoginn til að lifa sjálfbærara lífi. Við völdum okkur heimili eins nálægt skóla stjúpsonar míns og við gátum svo hann gæti hjólað eða gengið til skóla á öruggan hátt. Við vorum ekki að velja bílastæði heldur staðsetninguna. Það húsnæði er hannað á níunda áratugnum í takti við bílamiðaða þróun þess tíma og kannski hefði það verið ódýrara ef bílskúrinn hefði ekki fylgt og bara eitt stæði eins og það húsnæði sem hefur verið hannað fyrir Grafarvoginn í dag og þá hefðu fleiri fjölskyldur átt kost á að kaupa það sem gætu eflaust hugsað sér sambærileg búsetuskilyrði.“ Hún segir fjölskylduna nýta sér eitt bílastæði fyrir sinn bíl. Bílskúrinn sé ekki notaður fyrir bíl og samnýting bílastæða við blokkina þar sem hún hafi búið áður hafi því þjónað þörfum fjölskyldunnar vel. „Ákvörðunin um flutningana var líka tekin með því til hliðsjónar að svæðið er vel tengt við almenningssamgöngur með sexunni sem gengur beinustu leið niður í bæ, þannig get ég tekið einn vagn alla leið í vinnuna. Þegar Borgarlínan byrjar að keyra mun ferðalagið ganga enn hraðar fyrir sig með mikilvægum forgangsakreinum stystu leið og ég hlakka til þess.“ Fólk eigi að hafa val Fjölskyldan hafi líka verið hrifin af því að lágvöruverslun sé í göngufæri og bókasafn, sundlaug, bakarí og flestöll þjónusta. „Þetta gerir það að verkum að við þurfum ekki lengur að standa í skutlinu og erum ekki lengur neydd til að nýta bílinn til daglegra athafna. Ég óska sem allra flestum að búa við þær aðstæður og það er minn metnaður að hanna borgina á þann hátt að fólk hafi alvöru valfrelsi um ferðamáta og sem flest losni undan skutlinu og þeirri streitu og streði sem það felur í sér. Klukkustund tvisvar á dag með þreytt og buguð börn í bíl hefur verið skipt út fyrir afslappaðar strætóferðir og útsýnistúra um borgina, hljóðbækur, góða tónlist og að láta hugann reika.“ Maðurinn hennar hjóli gjarnan og græði þarna á hreyfingu. Fyrir þau sé þetta betra og hamingjuríkara líf og dragi úr streitunni. Þau eigi enn bíl og noti hann stundum séu ekki eins hlekkjuð við hann. Þannig segist Dóra vilja hanna hverfin og að út á það gangi Keldnaland. „Sum vilja eiga bíl og önnur ekki og Keldnalandið mun líka mæta þeirri þörf en aðalmarkmiðið er að öll heimili verði frábærlega vel tengd við Borgarlínuna með nauðsynlegri nærþjónustu og atvinnumöguleikum allt í kring sem og grænum svæðum og öruggum gönguleiðum fyrir börn. Þannig að fólk hafi val um það að nota ekki bílinn til daglegra athafna, þannig að umhverfið sé grænt og manneskjuvænt og styðji við samveru, heilsu og hamingju og þannig að börn séu örugg. Það er ekki okkar metnaður að banna fólki að eiga bíl heldur að skapa aðgang að tækifærum til að nýta aðra ferðamáta og þannig hætta að neyða fólk til að eiga bíl eða jafnvel tvo eða þrjá með þeim kostnaði sem því fylgir fyrir fjölskyldur.“ Ekki lattelepjandi Hún segir oft talað um að borgarfulltrúar séu bara lattelepjandi miðbæjarrottur alveg úr tengingu við úthverfin. „En ég get með þessu staðfest að ég er stolt úthverfatútta í Grafarvogi og er svo heppin að búa í því dásamlega og fjölskylduvæna hverfi. En ég sé líka tækifæri til að gera það enn betra, blása lífi í nærþjónustukjarnann í næsta nágrenni við mig, skapa enn lífvænlegri aðstæður fyrir hverfispöbbinn og gera umhverfið við alla þá frábæru þjónustu sem boðið er upp á í Spönginni öruggara, grænna og betra fyrir litla stubba sem okkur fylgja gjarnan og til að styðja betur við lifandi og iðandi mannlíf. Lifi Grafarvogur og megi hann blómstra sem aldrei fyrr!“ Reykjavík Píratar Borgarstjórn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Þetta kemur fram í Facebook færslu. Tilefnið virðist vera frétt Nútímans af flutningum Dóru. Þar er því slegið upp að Dóra boði bíllausa borg en kaupi sjálf á sama tíma hús með tveimur bílastæðum og bílskúr. Um er að ræða 165 fermetra parhús með bílskúr og aðgengi á bílastæðum og kostaði húsið 127 milljónir króna. Þekkir skutlið af eigin raun „Ég er bara venjuleg manneskja, þekki skutlið af eigin raun og hef aldrei þóst vera neitt annað en það og hef þvert á móti talað ítrekað um það. En það er einmitt mín eigin reynsla sem hvetur mig áfram í mínum störfum. Ég er hluti af samsettri fjölskyldu og á stjúpson sem er í skóla í Grafarvogi,“ útskýrir Dóra á Facebook. „Ég eignaðist minn fyrsta bíl eftir að yngri sonur minn sem er þriggja ára fæddist enda gekk ekki lengur upp að ná að koma börnum í skóla og leikskóla og ná í vinnu á réttum tíma með almenningssamgöngum sem við þó gerðum um skeið. Þess vegna þekki ég vel skutlið af eigin raun enda þurftum við að skutla fram og til baka klukkustundarferðalag hvora leið og ég hef mikla samúð með fólki sem stendur í því.“ Hún segir að sig hafi langað til að losna undan skutlinu. Það hafi verið streituvaldandi og vesen og hana hafi langað til að einfalda lífið og skapa skilyrði fyrir sjálfbærari ferðalög til og f´ra skóla og vinnu fyrir sína fjölskyldu. Í Grafarvoginn fyrir sjálfbærara líf „Við ákváðum þannig í raun að flytja í Grafarvoginn til að lifa sjálfbærara lífi. Við völdum okkur heimili eins nálægt skóla stjúpsonar míns og við gátum svo hann gæti hjólað eða gengið til skóla á öruggan hátt. Við vorum ekki að velja bílastæði heldur staðsetninguna. Það húsnæði er hannað á níunda áratugnum í takti við bílamiðaða þróun þess tíma og kannski hefði það verið ódýrara ef bílskúrinn hefði ekki fylgt og bara eitt stæði eins og það húsnæði sem hefur verið hannað fyrir Grafarvoginn í dag og þá hefðu fleiri fjölskyldur átt kost á að kaupa það sem gætu eflaust hugsað sér sambærileg búsetuskilyrði.“ Hún segir fjölskylduna nýta sér eitt bílastæði fyrir sinn bíl. Bílskúrinn sé ekki notaður fyrir bíl og samnýting bílastæða við blokkina þar sem hún hafi búið áður hafi því þjónað þörfum fjölskyldunnar vel. „Ákvörðunin um flutningana var líka tekin með því til hliðsjónar að svæðið er vel tengt við almenningssamgöngur með sexunni sem gengur beinustu leið niður í bæ, þannig get ég tekið einn vagn alla leið í vinnuna. Þegar Borgarlínan byrjar að keyra mun ferðalagið ganga enn hraðar fyrir sig með mikilvægum forgangsakreinum stystu leið og ég hlakka til þess.“ Fólk eigi að hafa val Fjölskyldan hafi líka verið hrifin af því að lágvöruverslun sé í göngufæri og bókasafn, sundlaug, bakarí og flestöll þjónusta. „Þetta gerir það að verkum að við þurfum ekki lengur að standa í skutlinu og erum ekki lengur neydd til að nýta bílinn til daglegra athafna. Ég óska sem allra flestum að búa við þær aðstæður og það er minn metnaður að hanna borgina á þann hátt að fólk hafi alvöru valfrelsi um ferðamáta og sem flest losni undan skutlinu og þeirri streitu og streði sem það felur í sér. Klukkustund tvisvar á dag með þreytt og buguð börn í bíl hefur verið skipt út fyrir afslappaðar strætóferðir og útsýnistúra um borgina, hljóðbækur, góða tónlist og að láta hugann reika.“ Maðurinn hennar hjóli gjarnan og græði þarna á hreyfingu. Fyrir þau sé þetta betra og hamingjuríkara líf og dragi úr streitunni. Þau eigi enn bíl og noti hann stundum séu ekki eins hlekkjuð við hann. Þannig segist Dóra vilja hanna hverfin og að út á það gangi Keldnaland. „Sum vilja eiga bíl og önnur ekki og Keldnalandið mun líka mæta þeirri þörf en aðalmarkmiðið er að öll heimili verði frábærlega vel tengd við Borgarlínuna með nauðsynlegri nærþjónustu og atvinnumöguleikum allt í kring sem og grænum svæðum og öruggum gönguleiðum fyrir börn. Þannig að fólk hafi val um það að nota ekki bílinn til daglegra athafna, þannig að umhverfið sé grænt og manneskjuvænt og styðji við samveru, heilsu og hamingju og þannig að börn séu örugg. Það er ekki okkar metnaður að banna fólki að eiga bíl heldur að skapa aðgang að tækifærum til að nýta aðra ferðamáta og þannig hætta að neyða fólk til að eiga bíl eða jafnvel tvo eða þrjá með þeim kostnaði sem því fylgir fyrir fjölskyldur.“ Ekki lattelepjandi Hún segir oft talað um að borgarfulltrúar séu bara lattelepjandi miðbæjarrottur alveg úr tengingu við úthverfin. „En ég get með þessu staðfest að ég er stolt úthverfatútta í Grafarvogi og er svo heppin að búa í því dásamlega og fjölskylduvæna hverfi. En ég sé líka tækifæri til að gera það enn betra, blása lífi í nærþjónustukjarnann í næsta nágrenni við mig, skapa enn lífvænlegri aðstæður fyrir hverfispöbbinn og gera umhverfið við alla þá frábæru þjónustu sem boðið er upp á í Spönginni öruggara, grænna og betra fyrir litla stubba sem okkur fylgja gjarnan og til að styðja betur við lifandi og iðandi mannlíf. Lifi Grafarvogur og megi hann blómstra sem aldrei fyrr!“
Reykjavík Píratar Borgarstjórn Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira