Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Stefán Árni Pálsson skrifar 6. október 2025 13:45 Arnar Guðjónsson þegar hann var kynntur sem nýr þjálfari Tindastóls í sumar. vísir/arnar „Þetta verður bara gaman og það er gott að koma á Hlíðarenda og keppa við mjög sterkt lið sem er búið að vera eitt af sterkustu liðum landsins undanfarin ár,“ segir Arnar Guðjónsson þjálfari Tindastóls fyrir stórleikinn gegn Val í Bónusdeild karla í kvöld. Leikurinn átti upphaflega að fara fram á laugardaginn. Stólarnir voru aftur á móti að keppa í Evrópukeppni í Bratislava í síðustu viku og festust á leiðinni heim í München vegna drónaumferðar á flugvellinum. Stólarnir unnu sigur í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni í körfubolta á Slovan Bratislava í Slóvakíu á miðvikudag. Arnar vill meina að liðið sé samt sem áður ekki komið lengra í sínum undirbúningi fyrir tímabilið þrátt fyrir þátttökuna í Evrópukeppninni. „Við náðum ekkert að byrja æfa fyrr. Við vorum með stráka í landsliðsverkefnum og stráka sem voru að klára einhverja túra á frystitogurum. Við komum aðeins seinna saman en við hefðum viljað,“ segir Arnar og heldur áfram. „Við vorum fastir í tvo sólarhringa í München og við fórum tvisvar upp í vél og aftur upp á eitthvað hostel. Það var bara svona eins og það var og ekkert sem þarf að væla yfir. Það er örugglega fólk sem hefur það mikið verra en við en að vera fastir í München yfir októberfest. Við náðum einni mjög góðri æfingu í München en svo erum við svo heppnir að Grindvíkingar hafa gefið okkur afnot af íþróttahúsinu í Grindavík og ég er núna að keyra frá Selfossi Suðurstrandarveginn á leiðinni á morgunæfingu í Grindavík,“ segir Arnar að lokum en leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport klukkan 19:15 og gerður upp í Körfuboltakvöldi Extra klukkan 22:35. Bónus-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira
Leikurinn átti upphaflega að fara fram á laugardaginn. Stólarnir voru aftur á móti að keppa í Evrópukeppni í Bratislava í síðustu viku og festust á leiðinni heim í München vegna drónaumferðar á flugvellinum. Stólarnir unnu sigur í fyrsta leik sínum í Evrópudeildinni í körfubolta á Slovan Bratislava í Slóvakíu á miðvikudag. Arnar vill meina að liðið sé samt sem áður ekki komið lengra í sínum undirbúningi fyrir tímabilið þrátt fyrir þátttökuna í Evrópukeppninni. „Við náðum ekkert að byrja æfa fyrr. Við vorum með stráka í landsliðsverkefnum og stráka sem voru að klára einhverja túra á frystitogurum. Við komum aðeins seinna saman en við hefðum viljað,“ segir Arnar og heldur áfram. „Við vorum fastir í tvo sólarhringa í München og við fórum tvisvar upp í vél og aftur upp á eitthvað hostel. Það var bara svona eins og það var og ekkert sem þarf að væla yfir. Það er örugglega fólk sem hefur það mikið verra en við en að vera fastir í München yfir októberfest. Við náðum einni mjög góðri æfingu í München en svo erum við svo heppnir að Grindvíkingar hafa gefið okkur afnot af íþróttahúsinu í Grindavík og ég er núna að keyra frá Selfossi Suðurstrandarveginn á leiðinni á morgunæfingu í Grindavík,“ segir Arnar að lokum en leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn Sport klukkan 19:15 og gerður upp í Körfuboltakvöldi Extra klukkan 22:35.
Bónus-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira