Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 27. september 2025 19:40 Keflavík sigraði úrslitaleikinn í umspili um laust sæti í Bestu deild karla. Viktor Freyr/Vísir Keflavík og HK mættust á Laugardalsvelli í úrslitaleik um sæti í Bestu deild karla. Keflavík vann að lokum öruggan 4-0 sigur og leikur því í Bestu deildinni að ári. Keflvíkingar leiddu í hálfleik 3-0 og voru því nánast búnir að gera út um leikinn á þeim tímapunkti. Þeir bættu svo við einu marki undir lok leiks og gulltryggðu þar með sætið í deild þeirra bestu. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og skiptust liðin á að koma sér í fínustu stöður framarlega á vellinum. Það var svo á 14. mínútu leiksins þar sem dró til tíðinda en þá átti Muhamed Alghoul fyrirgjöf frá vinstri fyrir markið beint á kollinn á Stefan Alexander Ljubicic sem sneiddi hann yfir Ólaf Örn Ásgeirsson í marki HK og kom Keflavík yfir. Fjórum mínútum síðar var Muhamed Alghoul aftur á ferðinni en hann fann þá Eið Orra Ragnarsson grunsamlega frían inni á teig HK og hann afgreiddi boltann í fjærhornið á 18. mínútu leiks og tvöfaldaði forystu Keflvíkinga. Stefan Alexander Ljubicic varð fyrir því óláni að meiðast um miðbik hálfleiksins og var skipt af velli á 26. mínútu leiks. Stefan Ljubicic gekk svekktur af velli við mikið lófatak Keflvíkinga. Leikurinn róaðist mjög eftir þessi tvö mörk Keflavíkur og var lítið um opin marktækifæri. HK reyndi að koma boltanum fram völlinn en það var afskaplega lítið að ganga fyrir þá rauð hvítu. Úr leik Keflavíkur og HK í dagViktor Freyr/Vísir Það var svo á sjálfri markamínútunni sem Keflavík bætt við þriðja marki leiksins en þar var á ferðinni Frans Elvarsson eftir undirbúning Muhamed Alghoul. Þriðja mark Keflavíkur og þriðja stoðsending Muhamed Alghoul. Keflavík fór með afgerandi forystu inn í hálfleikinn 3-0. Frans Elvarsson fagnar marki í dag.Viktor Freyr/Vísir Eiður Orri Ragnarsson hótaði fjórða markinu á 48. mínútu leiksins en hann átti þá gott skot sem fór í þverslána og yfir mark HK. Keflavík fékk fín tækifæri til þess að bæta við en HK náði að halda þokkalega aftur af þeim í seinni hálfleik. HK fékk þá einnig einhver tækifæri en ekkert sem reyndi á Sindra Kristinn Ólafsson í marki Keflavíkur að viti. Kári Sigfússon kláraði leikinn svo endanlega fyrir Keflavík og tryggði endanlega sæti Keflavíkur í Bestu deild karla 2026 með fjórða marki leiksins á 86. mínútu leiksins. Sindri Snær fær aðhlýningu í dag.Vitkor Freyr/Vísir Fleiri urðu mörkin ekki og gríðarlega öruggur 4-0 sigur Keflavíkur staðreynd. Það verður því Keflavík sem fylgir Þór Akureyri upp í Bestu deild karla næsta sumar. Til hamingju Keflavík. Atvik leiksins Eftir annað mark Keflavíkur virtist botninn svolítið detta úr HK. Keflavík var með fullkomna stjórn frá því marki og enduðu á að sigla þessu nokkuð örugglega heim. Stjörnur og skúrkar Muhamed Alghoul var frábær í liði Keflavíkur í dag, stórkostlegur jafnvel. Lagði upp fyrstu þrjú mörk leiksins og virðist kunna bara vel við sig á Laugardalsvellinum. Eiður Orri Ragnarsson skoraði gott mark og var hvað líflegastur að láta vaða á markið í leiknum. Þeir skora sem þora. Dómararnir Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var með flautuna í dag og honum til aðstoðar voru Kristján Már Ólafs og Guðmundur Ingi Bjarnason.Dómararnir komust virkilega vel frá sínu. Maður varla tók eftir þeim inni á vellinum sem boðar yfirleitt gott. Virkilega vel dæmdur leikur.Stemingin og umgjörðÞað var hörku stemning hjá báðum liðum og vel mætt. Bæði lið voru með fan zone og rífandi stemning sem því fylgdi. Á Laugardalsvelli var svo allt til alls fyrir frábæra fótboltaskemmtun. Stuðningsmenn sungu og trölluðu allan leikinn.ViðtölHaraldur Freyr ásamt aðstoðarmönnum sínumVísir/Anton Brink„Mér fannst þetta á endanum aldrei spurning“„Hún er frábær, æðisleg og bara mjög ljúf tilfinningin“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjáflari Keflavíkur eftir sigurinn í dag.„Það gaf okkur smá blóð á tennurnar að hafa tapað fyrir þeim tvisvar í deildinni, bæði skiptin 3-0. Við vorum bara staðráðnir í því að koma hérna í dag og vinna þá“„Við byrjum leikinn af miklum krafti og komumst snemma í 2-0 og svo skorum við þriðja rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Það voru kannski aðeins meiri jafnræði með þessu í seinni hálfleik en þó fáum við alveg 2-3 góða sénsa til þess að bæta við mörkum og við gerum frábærlega hérna í lokin með 4-0 og mér fannst þetta á endanum aldrei spurning“Frábær sigur hjá Keflavík í dag og þeir spila í Bestu deild karla 2026 en þeir fóru fjallabaksleiðina inn í umspilið.„Þetta var erfitt hjá okkur í sumar. Okkur gekk erfiðlega að tengja saman sigra en við höfðum alltaf trú á því að ef við myndum geta komist inn í umspilið þá yrði þetta alltaf möguleiki og það varð raunin“Hermann Hreiðarsson þjálfari HK.vísir/Lýður„Við göngum frá borði ofboðslega stoltir“„Þetta var ekki okkar dagur“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari HK eftir tapið í dag.„Ég er svo stoltur af liðinu og á endanum hefði þetta getað endað alveg stórkostlega“Hermann Hreiðarsson notaði tækifærið og renndi yfir tímabilið í heild hjá HK.„Við erum með þrjá stráka úr neðri deildum, við erum með 4-6 kornunga HK-inga sem voru blóðgaðir vel í sumar. Þetta lið var í toppbaráttu í allt sumar. Þetta er magnaður árangur, geggjaður. Við erum með Arnþór [Ari Atlason] og Ívar [Orri Jónsson] sem eru úr liðinu sem kom úr efstu deild sem spila“„Við göngum frá borði ofboðslega stoltir og maður er svo stoltur af liðinu að það er leiðinlegt að þetta endi svona því þeir eiga allt gott skilið. Þeir eru svo svakalega duglegir og tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná framförum og ná langt“„Þetta fer í bankann. Við vorum aðeins bensínlausir í dag og það telur í svona leikjum að það vantaði Þorstein Aron Antonsson, okkar besta mann í sumar og það vantaði Bart [Kooistra] sem er búin að vera rosalega sterkur í síðustu 6-7 leikjum og er meiri reynsla í. Við máttum nú varla við því að missa einhverja sem að hafa reynsluna, þeir eru ansi fáir í liðinu“ Lengjudeild karla Keflavík ÍF HK
Keflavík og HK mættust á Laugardalsvelli í úrslitaleik um sæti í Bestu deild karla. Keflavík vann að lokum öruggan 4-0 sigur og leikur því í Bestu deildinni að ári. Keflvíkingar leiddu í hálfleik 3-0 og voru því nánast búnir að gera út um leikinn á þeim tímapunkti. Þeir bættu svo við einu marki undir lok leiks og gulltryggðu þar með sætið í deild þeirra bestu. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað og skiptust liðin á að koma sér í fínustu stöður framarlega á vellinum. Það var svo á 14. mínútu leiksins þar sem dró til tíðinda en þá átti Muhamed Alghoul fyrirgjöf frá vinstri fyrir markið beint á kollinn á Stefan Alexander Ljubicic sem sneiddi hann yfir Ólaf Örn Ásgeirsson í marki HK og kom Keflavík yfir. Fjórum mínútum síðar var Muhamed Alghoul aftur á ferðinni en hann fann þá Eið Orra Ragnarsson grunsamlega frían inni á teig HK og hann afgreiddi boltann í fjærhornið á 18. mínútu leiks og tvöfaldaði forystu Keflvíkinga. Stefan Alexander Ljubicic varð fyrir því óláni að meiðast um miðbik hálfleiksins og var skipt af velli á 26. mínútu leiks. Stefan Ljubicic gekk svekktur af velli við mikið lófatak Keflvíkinga. Leikurinn róaðist mjög eftir þessi tvö mörk Keflavíkur og var lítið um opin marktækifæri. HK reyndi að koma boltanum fram völlinn en það var afskaplega lítið að ganga fyrir þá rauð hvítu. Úr leik Keflavíkur og HK í dagViktor Freyr/Vísir Það var svo á sjálfri markamínútunni sem Keflavík bætt við þriðja marki leiksins en þar var á ferðinni Frans Elvarsson eftir undirbúning Muhamed Alghoul. Þriðja mark Keflavíkur og þriðja stoðsending Muhamed Alghoul. Keflavík fór með afgerandi forystu inn í hálfleikinn 3-0. Frans Elvarsson fagnar marki í dag.Viktor Freyr/Vísir Eiður Orri Ragnarsson hótaði fjórða markinu á 48. mínútu leiksins en hann átti þá gott skot sem fór í þverslána og yfir mark HK. Keflavík fékk fín tækifæri til þess að bæta við en HK náði að halda þokkalega aftur af þeim í seinni hálfleik. HK fékk þá einnig einhver tækifæri en ekkert sem reyndi á Sindra Kristinn Ólafsson í marki Keflavíkur að viti. Kári Sigfússon kláraði leikinn svo endanlega fyrir Keflavík og tryggði endanlega sæti Keflavíkur í Bestu deild karla 2026 með fjórða marki leiksins á 86. mínútu leiksins. Sindri Snær fær aðhlýningu í dag.Vitkor Freyr/Vísir Fleiri urðu mörkin ekki og gríðarlega öruggur 4-0 sigur Keflavíkur staðreynd. Það verður því Keflavík sem fylgir Þór Akureyri upp í Bestu deild karla næsta sumar. Til hamingju Keflavík. Atvik leiksins Eftir annað mark Keflavíkur virtist botninn svolítið detta úr HK. Keflavík var með fullkomna stjórn frá því marki og enduðu á að sigla þessu nokkuð örugglega heim. Stjörnur og skúrkar Muhamed Alghoul var frábær í liði Keflavíkur í dag, stórkostlegur jafnvel. Lagði upp fyrstu þrjú mörk leiksins og virðist kunna bara vel við sig á Laugardalsvellinum. Eiður Orri Ragnarsson skoraði gott mark og var hvað líflegastur að láta vaða á markið í leiknum. Þeir skora sem þora. Dómararnir Vilhjálmur Alvar Þórarinsson var með flautuna í dag og honum til aðstoðar voru Kristján Már Ólafs og Guðmundur Ingi Bjarnason.Dómararnir komust virkilega vel frá sínu. Maður varla tók eftir þeim inni á vellinum sem boðar yfirleitt gott. Virkilega vel dæmdur leikur.Stemingin og umgjörðÞað var hörku stemning hjá báðum liðum og vel mætt. Bæði lið voru með fan zone og rífandi stemning sem því fylgdi. Á Laugardalsvelli var svo allt til alls fyrir frábæra fótboltaskemmtun. Stuðningsmenn sungu og trölluðu allan leikinn.ViðtölHaraldur Freyr ásamt aðstoðarmönnum sínumVísir/Anton Brink„Mér fannst þetta á endanum aldrei spurning“„Hún er frábær, æðisleg og bara mjög ljúf tilfinningin“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson þjáflari Keflavíkur eftir sigurinn í dag.„Það gaf okkur smá blóð á tennurnar að hafa tapað fyrir þeim tvisvar í deildinni, bæði skiptin 3-0. Við vorum bara staðráðnir í því að koma hérna í dag og vinna þá“„Við byrjum leikinn af miklum krafti og komumst snemma í 2-0 og svo skorum við þriðja rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Það voru kannski aðeins meiri jafnræði með þessu í seinni hálfleik en þó fáum við alveg 2-3 góða sénsa til þess að bæta við mörkum og við gerum frábærlega hérna í lokin með 4-0 og mér fannst þetta á endanum aldrei spurning“Frábær sigur hjá Keflavík í dag og þeir spila í Bestu deild karla 2026 en þeir fóru fjallabaksleiðina inn í umspilið.„Þetta var erfitt hjá okkur í sumar. Okkur gekk erfiðlega að tengja saman sigra en við höfðum alltaf trú á því að ef við myndum geta komist inn í umspilið þá yrði þetta alltaf möguleiki og það varð raunin“Hermann Hreiðarsson þjálfari HK.vísir/Lýður„Við göngum frá borði ofboðslega stoltir“„Þetta var ekki okkar dagur“ sagði Hermann Hreiðarsson þjálfari HK eftir tapið í dag.„Ég er svo stoltur af liðinu og á endanum hefði þetta getað endað alveg stórkostlega“Hermann Hreiðarsson notaði tækifærið og renndi yfir tímabilið í heild hjá HK.„Við erum með þrjá stráka úr neðri deildum, við erum með 4-6 kornunga HK-inga sem voru blóðgaðir vel í sumar. Þetta lið var í toppbaráttu í allt sumar. Þetta er magnaður árangur, geggjaður. Við erum með Arnþór [Ari Atlason] og Ívar [Orri Jónsson] sem eru úr liðinu sem kom úr efstu deild sem spila“„Við göngum frá borði ofboðslega stoltir og maður er svo stoltur af liðinu að það er leiðinlegt að þetta endi svona því þeir eiga allt gott skilið. Þeir eru svo svakalega duglegir og tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná framförum og ná langt“„Þetta fer í bankann. Við vorum aðeins bensínlausir í dag og það telur í svona leikjum að það vantaði Þorstein Aron Antonsson, okkar besta mann í sumar og það vantaði Bart [Kooistra] sem er búin að vera rosalega sterkur í síðustu 6-7 leikjum og er meiri reynsla í. Við máttum nú varla við því að missa einhverja sem að hafa reynsluna, þeir eru ansi fáir í liðinu“
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn