„Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. september 2025 10:32 Þórdís hljóp sitt fyrsta bakgarðshlaup í fyrra en er í fremstu röð bakgarðshlaupara hér á landi. vísir / ívar Þórdís Ólöf Jónsdóttir hljóp tæpa þrjú hundruð kílómetra í bakgarðshlaupinu í Heiðmörk um helgina en ákvað þá að segja þetta gott, til að eyðileggja sig ekki alveg. Nú tekur við góð hvíld, enda allt kerfið í rugli. Þórdís hljóp 6,7 kílómetra langan hring í Heiðmörk 42 sinnum um helgina eða í heildina 281,4 kílómetra á 42 klukkutímum, sem er bæting um einn hring á hennar persónulega meti. „Þetta var frábær helgi. Markmiðið var að njóta og það tókst. Hljóp með frábæru fólki í geggjuðum aðstæðum og já, bara að njóta. En svo fór ég að meiðast og það ágerðist á svona fimm hringjum. Þegar það gerðist hugsaði ég að það væri bara betra að hætta núna heldur en að eyðileggja sig alveg.“ Þórdís var í góðum gír alla helgina. sportmyndir.is/guðmundur Hún endaði því í öðru sæti hlaupsins á eftir Guðjóni Inga Sigurðssyni, sem hljóp einum hring meira. „Heiður að hlaupa með honum og við gerðum þetta mikið í sameiningu. Það var milestone eftir milestone þarna á nokkrum hringjum. Við gerðum þetta í sameiningu, náðum brautarmeti og persónulegu meti hjá okkur báðum. Vorum bara að njóta… ...Við þekktumst vel fyrir en kynnumst auðvitað betur í svona hlaupi, þegar maður þarf að eyða mörgum klukkutímum með fólki. Maður getur talað um alls konar og talar eiginlega bara meira eftir því sem líður á. Til að dreifa huganum og hugsa um eitthvað annað.“ Eftir 42 klukkutíma af hlaupum er ekki nema von að líkaminn sé í sjokki en stirðir vöðvar eru ekki eina vandamálið sem fylgir svona álagi. „Ég get lítið borðað og ég sef lítið, allt kerfið hrynur, það er auðvitað ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma.“ Rætt var við Þórdísi í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Bakgarðshlaup Hlaup Heiðmörk Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ „Ég var gjörsamlega að grillast í þessum hring,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson eftir eina hringinn sem hann þurfti að hlaupa einn til að fagna sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í nótt. Guðjón íhugaði að hætta strax í þriðja hring en endaði á að hlaupa 43 hringi og setja magnað brautarmet, á afmælisdegi bróður síns heitins. 22. september 2025 07:03 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sjá meira
Þórdís hljóp 6,7 kílómetra langan hring í Heiðmörk 42 sinnum um helgina eða í heildina 281,4 kílómetra á 42 klukkutímum, sem er bæting um einn hring á hennar persónulega meti. „Þetta var frábær helgi. Markmiðið var að njóta og það tókst. Hljóp með frábæru fólki í geggjuðum aðstæðum og já, bara að njóta. En svo fór ég að meiðast og það ágerðist á svona fimm hringjum. Þegar það gerðist hugsaði ég að það væri bara betra að hætta núna heldur en að eyðileggja sig alveg.“ Þórdís var í góðum gír alla helgina. sportmyndir.is/guðmundur Hún endaði því í öðru sæti hlaupsins á eftir Guðjóni Inga Sigurðssyni, sem hljóp einum hring meira. „Heiður að hlaupa með honum og við gerðum þetta mikið í sameiningu. Það var milestone eftir milestone þarna á nokkrum hringjum. Við gerðum þetta í sameiningu, náðum brautarmeti og persónulegu meti hjá okkur báðum. Vorum bara að njóta… ...Við þekktumst vel fyrir en kynnumst auðvitað betur í svona hlaupi, þegar maður þarf að eyða mörgum klukkutímum með fólki. Maður getur talað um alls konar og talar eiginlega bara meira eftir því sem líður á. Til að dreifa huganum og hugsa um eitthvað annað.“ Eftir 42 klukkutíma af hlaupum er ekki nema von að líkaminn sé í sjokki en stirðir vöðvar eru ekki eina vandamálið sem fylgir svona álagi. „Ég get lítið borðað og ég sef lítið, allt kerfið hrynur, það er auðvitað ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma.“ Rætt var við Þórdísi í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Bakgarðshlaup Hlaup Heiðmörk Tengdar fréttir „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ „Ég var gjörsamlega að grillast í þessum hring,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson eftir eina hringinn sem hann þurfti að hlaupa einn til að fagna sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í nótt. Guðjón íhugaði að hætta strax í þriðja hring en endaði á að hlaupa 43 hringi og setja magnað brautarmet, á afmælisdegi bróður síns heitins. 22. september 2025 07:03 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sjá meira
„Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ „Ég var gjörsamlega að grillast í þessum hring,“ sagði Guðjón Ingi Sigurðsson eftir eina hringinn sem hann þurfti að hlaupa einn til að fagna sigri í bakgarðshlaupi Náttúruhlaupa í nótt. Guðjón íhugaði að hætta strax í þriðja hring en endaði á að hlaupa 43 hringi og setja magnað brautarmet, á afmælisdegi bróður síns heitins. 22. september 2025 07:03