Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. september 2025 07:46 Logi Geirsson ætlar að verða jafn frægur og Logi Geirsson. @logigeirsson/vísir Hann ákvað að fresta námi í læknisfræði til að einbeita sér að MMA hjá Mjölni. Nafn hans vekur oft athygli en Logi Geirsson stefnir alla leið í sportinu. Logi er tvítugur bardagamaður sem ákvað að leggja allt í sölurnar til að ná sem lengst í MMA. Hann byrjaði að æfa íþróttina tólf ára og varð Norðurlandameistari sínum flokki í blönduðum bardagalistum á síðasta ári. „Ég byrjaði ungur að aldri í taekwondo og fann að ég vildi virkilega prófa þetta lengra. Þá fór ég í MMA, prófaði námskeið hér í Mjölni og síðan þá hef ég verið heltekinn“ segir Logi en hvað er svona skemmtilegt við MMA? „Bliss-ið [alsælan] sem maður fær eftir á, það er bara ólýsanlegt að mínu mati“ segir Logi og stefnir á að ná jafnt langt og Gunnar Nelson, ef ekki lengra. Logi Geirsson getur slegist standandi en kýs frekar að fara með menn í gólfið. vísir / ívar Logi frestaði læknisfræðinámi til að einbeita sér að MMA en vonast til að geta gengið í skóla að ferlinum loknum, ef hann verður ekki orðinn heiladauður af höfuðhöggum. „Vonandi verð ég ekki laminn eins og margir aðrir í þessu sporti. Ég reyni að fókusa á það, taka þá bara niður og ekki vera kýldur eins mikið.“ Eins og margir vita þá var nafni hans Logi Geirsson einn besti handboltamaður landsins í mörg ár og sló reglulega í gegn sem atvinnumaður og landsliðsmaður. Logi ætlar sér að verða jafn stórt nafn og sjálfur Logi Geirsson. „Það er ekki mjög gaman að lifa í skugganum á svona stórum manni. Mig langar að lifa við hliðina á honum, verða eins stór og hann. Ég hef talað við hann áður og hann peppar mig áfram. Ég fæ stundum skilaboð á Instagram frá honum og mér finnst það mjög gaman.“ MMA Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Sjá meira
Logi er tvítugur bardagamaður sem ákvað að leggja allt í sölurnar til að ná sem lengst í MMA. Hann byrjaði að æfa íþróttina tólf ára og varð Norðurlandameistari sínum flokki í blönduðum bardagalistum á síðasta ári. „Ég byrjaði ungur að aldri í taekwondo og fann að ég vildi virkilega prófa þetta lengra. Þá fór ég í MMA, prófaði námskeið hér í Mjölni og síðan þá hef ég verið heltekinn“ segir Logi en hvað er svona skemmtilegt við MMA? „Bliss-ið [alsælan] sem maður fær eftir á, það er bara ólýsanlegt að mínu mati“ segir Logi og stefnir á að ná jafnt langt og Gunnar Nelson, ef ekki lengra. Logi Geirsson getur slegist standandi en kýs frekar að fara með menn í gólfið. vísir / ívar Logi frestaði læknisfræðinámi til að einbeita sér að MMA en vonast til að geta gengið í skóla að ferlinum loknum, ef hann verður ekki orðinn heiladauður af höfuðhöggum. „Vonandi verð ég ekki laminn eins og margir aðrir í þessu sporti. Ég reyni að fókusa á það, taka þá bara niður og ekki vera kýldur eins mikið.“ Eins og margir vita þá var nafni hans Logi Geirsson einn besti handboltamaður landsins í mörg ár og sló reglulega í gegn sem atvinnumaður og landsliðsmaður. Logi ætlar sér að verða jafn stórt nafn og sjálfur Logi Geirsson. „Það er ekki mjög gaman að lifa í skugganum á svona stórum manni. Mig langar að lifa við hliðina á honum, verða eins stór og hann. Ég hef talað við hann áður og hann peppar mig áfram. Ég fæ stundum skilaboð á Instagram frá honum og mér finnst það mjög gaman.“
MMA Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Fleiri fréttir Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Sjá meira