Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. september 2025 07:46 Logi Geirsson ætlar að verða jafn frægur og Logi Geirsson. @logigeirsson/vísir Hann ákvað að fresta námi í læknisfræði til að einbeita sér að MMA hjá Mjölni. Nafn hans vekur oft athygli en Logi Geirsson stefnir alla leið í sportinu. Logi er tvítugur bardagamaður sem ákvað að leggja allt í sölurnar til að ná sem lengst í MMA. Hann byrjaði að æfa íþróttina tólf ára og varð Norðurlandameistari sínum flokki í blönduðum bardagalistum á síðasta ári. „Ég byrjaði ungur að aldri í taekwondo og fann að ég vildi virkilega prófa þetta lengra. Þá fór ég í MMA, prófaði námskeið hér í Mjölni og síðan þá hef ég verið heltekinn“ segir Logi en hvað er svona skemmtilegt við MMA? „Bliss-ið [alsælan] sem maður fær eftir á, það er bara ólýsanlegt að mínu mati“ segir Logi og stefnir á að ná jafnt langt og Gunnar Nelson, ef ekki lengra. Logi Geirsson getur slegist standandi en kýs frekar að fara með menn í gólfið. vísir / ívar Logi frestaði læknisfræðinámi til að einbeita sér að MMA en vonast til að geta gengið í skóla að ferlinum loknum, ef hann verður ekki orðinn heiladauður af höfuðhöggum. „Vonandi verð ég ekki laminn eins og margir aðrir í þessu sporti. Ég reyni að fókusa á það, taka þá bara niður og ekki vera kýldur eins mikið.“ Eins og margir vita þá var nafni hans Logi Geirsson einn besti handboltamaður landsins í mörg ár og sló reglulega í gegn sem atvinnumaður og landsliðsmaður. Logi ætlar sér að verða jafn stórt nafn og sjálfur Logi Geirsson. „Það er ekki mjög gaman að lifa í skugganum á svona stórum manni. Mig langar að lifa við hliðina á honum, verða eins stór og hann. Ég hef talað við hann áður og hann peppar mig áfram. Ég fæ stundum skilaboð á Instagram frá honum og mér finnst það mjög gaman.“ MMA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira
Logi er tvítugur bardagamaður sem ákvað að leggja allt í sölurnar til að ná sem lengst í MMA. Hann byrjaði að æfa íþróttina tólf ára og varð Norðurlandameistari sínum flokki í blönduðum bardagalistum á síðasta ári. „Ég byrjaði ungur að aldri í taekwondo og fann að ég vildi virkilega prófa þetta lengra. Þá fór ég í MMA, prófaði námskeið hér í Mjölni og síðan þá hef ég verið heltekinn“ segir Logi en hvað er svona skemmtilegt við MMA? „Bliss-ið [alsælan] sem maður fær eftir á, það er bara ólýsanlegt að mínu mati“ segir Logi og stefnir á að ná jafnt langt og Gunnar Nelson, ef ekki lengra. Logi Geirsson getur slegist standandi en kýs frekar að fara með menn í gólfið. vísir / ívar Logi frestaði læknisfræðinámi til að einbeita sér að MMA en vonast til að geta gengið í skóla að ferlinum loknum, ef hann verður ekki orðinn heiladauður af höfuðhöggum. „Vonandi verð ég ekki laminn eins og margir aðrir í þessu sporti. Ég reyni að fókusa á það, taka þá bara niður og ekki vera kýldur eins mikið.“ Eins og margir vita þá var nafni hans Logi Geirsson einn besti handboltamaður landsins í mörg ár og sló reglulega í gegn sem atvinnumaður og landsliðsmaður. Logi ætlar sér að verða jafn stórt nafn og sjálfur Logi Geirsson. „Það er ekki mjög gaman að lifa í skugganum á svona stórum manni. Mig langar að lifa við hliðina á honum, verða eins stór og hann. Ég hef talað við hann áður og hann peppar mig áfram. Ég fæ stundum skilaboð á Instagram frá honum og mér finnst það mjög gaman.“
MMA Mest lesið Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Enski boltinn Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Íslenski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti „Við tókum ekki mikið frí“ Sport Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Fótbolti Elvar eitraður í endurkomu Körfubolti Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Fleiri fréttir Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Sjá meira