Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Árni Sæberg skrifar 19. september 2025 15:03 Sólheimar eru í Grímsnesi. Vísir/Atli Fimm forstöðumenn á Sólheimum hafa lýst yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra Sólheima, stjórnarformann þeirra og stjórn. Í skoðanapistli á Vísi í fyrradag lýsti Ingibörg Rósa Björnsdóttir, fráfarandi starfsmaður Sólheima, ófremdarástandi á vinnustaðnum. Starfsfólk treysti ekki yfirstjórn stofnunarinnar og hún líkti brotthvarfi sínu þaðan við að sleppa frá einangruðu einræðisríki. Hún sagði stöðuna á Sólheimum sorglega og að starfsfólk í félagsþjónustu hefði áhyggjur af ástandinu. Þá var greint frá því í febrúar síðastliðnum að starfsmenn Sólheima væru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kom meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrituðu en þar lýstu þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skort á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi hafa verið vikið úr starfi. Undir hans stjórn hefði viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Rétt og skylt að stíga fram Nú hafa fimm forstöðumenn á Sólheimum einnig stungið niður penna á Vísi og komið yfirboðurum sínum til varna. Undir greinina rita þau Birta Kristín Ingadóttir, verslunarstjóri Grænu könnunar og Völu, Elfa Björk Kristjánsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi og sjúkraliði Bláskóga og Fögrubrekku, Karen Ósk Sigurðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi atvinnu-og virknisviðs, Ragnheiður Eggertsdóttir, yfirmatráður og rekstrarstjóri Sólheimaseturs og Þorvaldur Kjartansson, forstöðumaður viðhalds og framkvæmda. „Af tilefni þeirrar umfjöllunar sem nýverið hefur birst um stjórn, stjórnarformann og framkvæmdastjóra Sólheima teljum við bæði rétt og skylt að stíga fram og gera grein fyrir afstöðu okkar. Yfirlýsing þessi er sett fram fyrir hönd forstöðumanna Sólheima sem taka ekki undir þau gagnrýnisorð sem fram hafa komið opinberlega.“ Reksturinn þungur Þau rekja að undir Sólheimum starfi þrjár sjálfseignarstofnanir, Styrktarsjóður Sólheima ses., Sólheimasetur ses. og Sólheimar ses. Sú félagsþjónusta sem hefur verið til umfjöllunar heyri undir Sólheima ses. Í ársbyrjun hafi legið fyrir að rekstur Sólheima ses. stæðist ekki þau markmið sem sett hefðu verið. Sérstaklega hafi vegið þungt að framlög frá Bergrisanum hefðu dregist verulega saman á milli ára. Á sama tíma hefði launakostnaður aukist og stöðugildum fjölgað, meðal annars vegna styttingar vinnuvikunnar og aukinnar þjónustuþarfar. Í ljósi alvarlegrar fjárhagsstöðu hafi stjórn Sólheima tekið þá ákvörðun að ráða Kristínu Albertsdóttur á ný sem framkvæmdastjóra Sólheima. Kristín hefði áður gegnt starfi framkvæmdastjóra með góðum árangri og sinnt þá meðal annars því krefjandi verkefni að rétta af rekstur Sólheima ses. Samskiptin góð Þau segja samskipti samskipti við Kristínu Albertsdóttur framkvæmdastjóra og Sigurjón Þórisson stjórnarformann hafa verið fagleg, jákvæð og uppbyggileg. „Við undirrituð lýsum við hér með yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra Sólheima, stjórnarformann og stjórn.“ Hvorki Kristín né Sigurjón hafa gefið kost á viðtali vegna málsins. Sólheimar í Grímsnesi Mannauðsmál Málefni fatlaðs fólks Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Starfsmaður á Sólheimum segir kvíða og óvissu ríkja hjá starfsmönnum stofnunarinnar og að samskipti við framkvæmdastjóra séu erfið. Þá sé ekki hlustað á raddir starfsfólks sem hafi jafnvel hætt eða verið bolað úr starfi sem komi niður á þjónustu við íbúa. 17. september 2025 12:07 Kristinn ráðinn framkvæmdastjóri Sólheima Kristinn Ólafsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sólheima ses. til fimm ára frá og með 1. júní næstkomandi. 29. maí 2023 18:00 Sigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. 15. maí 2017 09:59 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Í skoðanapistli á Vísi í fyrradag lýsti Ingibörg Rósa Björnsdóttir, fráfarandi starfsmaður Sólheima, ófremdarástandi á vinnustaðnum. Starfsfólk treysti ekki yfirstjórn stofnunarinnar og hún líkti brotthvarfi sínu þaðan við að sleppa frá einangruðu einræðisríki. Hún sagði stöðuna á Sólheimum sorglega og að starfsfólk í félagsþjónustu hefði áhyggjur af ástandinu. Þá var greint frá því í febrúar síðastliðnum að starfsmenn Sólheima væru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kom meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrituðu en þar lýstu þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skort á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi hafa verið vikið úr starfi. Undir hans stjórn hefði viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Rétt og skylt að stíga fram Nú hafa fimm forstöðumenn á Sólheimum einnig stungið niður penna á Vísi og komið yfirboðurum sínum til varna. Undir greinina rita þau Birta Kristín Ingadóttir, verslunarstjóri Grænu könnunar og Völu, Elfa Björk Kristjánsdóttir, forstöðuþroskaþjálfi og sjúkraliði Bláskóga og Fögrubrekku, Karen Ósk Sigurðardóttir, forstöðuþroskaþjálfi atvinnu-og virknisviðs, Ragnheiður Eggertsdóttir, yfirmatráður og rekstrarstjóri Sólheimaseturs og Þorvaldur Kjartansson, forstöðumaður viðhalds og framkvæmda. „Af tilefni þeirrar umfjöllunar sem nýverið hefur birst um stjórn, stjórnarformann og framkvæmdastjóra Sólheima teljum við bæði rétt og skylt að stíga fram og gera grein fyrir afstöðu okkar. Yfirlýsing þessi er sett fram fyrir hönd forstöðumanna Sólheima sem taka ekki undir þau gagnrýnisorð sem fram hafa komið opinberlega.“ Reksturinn þungur Þau rekja að undir Sólheimum starfi þrjár sjálfseignarstofnanir, Styrktarsjóður Sólheima ses., Sólheimasetur ses. og Sólheimar ses. Sú félagsþjónusta sem hefur verið til umfjöllunar heyri undir Sólheima ses. Í ársbyrjun hafi legið fyrir að rekstur Sólheima ses. stæðist ekki þau markmið sem sett hefðu verið. Sérstaklega hafi vegið þungt að framlög frá Bergrisanum hefðu dregist verulega saman á milli ára. Á sama tíma hefði launakostnaður aukist og stöðugildum fjölgað, meðal annars vegna styttingar vinnuvikunnar og aukinnar þjónustuþarfar. Í ljósi alvarlegrar fjárhagsstöðu hafi stjórn Sólheima tekið þá ákvörðun að ráða Kristínu Albertsdóttur á ný sem framkvæmdastjóra Sólheima. Kristín hefði áður gegnt starfi framkvæmdastjóra með góðum árangri og sinnt þá meðal annars því krefjandi verkefni að rétta af rekstur Sólheima ses. Samskiptin góð Þau segja samskipti samskipti við Kristínu Albertsdóttur framkvæmdastjóra og Sigurjón Þórisson stjórnarformann hafa verið fagleg, jákvæð og uppbyggileg. „Við undirrituð lýsum við hér með yfir fullum stuðningi við framkvæmdastjóra Sólheima, stjórnarformann og stjórn.“ Hvorki Kristín né Sigurjón hafa gefið kost á viðtali vegna málsins.
Sólheimar í Grímsnesi Mannauðsmál Málefni fatlaðs fólks Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Starfsmaður á Sólheimum segir kvíða og óvissu ríkja hjá starfsmönnum stofnunarinnar og að samskipti við framkvæmdastjóra séu erfið. Þá sé ekki hlustað á raddir starfsfólks sem hafi jafnvel hætt eða verið bolað úr starfi sem komi niður á þjónustu við íbúa. 17. september 2025 12:07 Kristinn ráðinn framkvæmdastjóri Sólheima Kristinn Ólafsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sólheima ses. til fimm ára frá og með 1. júní næstkomandi. 29. maí 2023 18:00 Sigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. 15. maí 2017 09:59 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
„Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Starfsmaður á Sólheimum segir kvíða og óvissu ríkja hjá starfsmönnum stofnunarinnar og að samskipti við framkvæmdastjóra séu erfið. Þá sé ekki hlustað á raddir starfsfólks sem hafi jafnvel hætt eða verið bolað úr starfi sem komi niður á þjónustu við íbúa. 17. september 2025 12:07
Kristinn ráðinn framkvæmdastjóri Sólheima Kristinn Ólafsson hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Sólheima ses. til fimm ára frá og með 1. júní næstkomandi. 29. maí 2023 18:00
Sigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. 15. maí 2017 09:59