Sigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2017 09:59 Ný stjórn Sólheima. Sólheimar Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. Aðalfundur sjálfseignastofnunarinnar var haldinn í gær, en Pétur Sveinbjarnarson, fyrrverandi stjórnarformaður, hafði áður tilkynnt stjórn að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. Margrét Tómasdóttir bauð sig einnig fram í embætti stjórnarformanns. Í tilkynningu segir að ný stjórn hafi verið sjálfkjörin, en í henni sitja auk Sigurjóns, Magnús Ólafsson, Sigríður Jóna Friðriksdóttir, Hildur Ómarsdóttir og Ómar Einarsson. Arna Einarsdóttir kemur ný inn í stjórn sem varamaður og tekur við af Óðinni Helga Jónssyni sem sóttist ekki eftir endurkjöri. „Sigurjón Örn Þórsson hefur setið stjórn Sólheima í 6 ár. Sigurjón hefur m.a. sinnt starfi aðstoðarmanns félagsmálaráðherra, formennsku í félagsmálaráði Kópavogs og var formaður stjórnar Framkvæmdasjóðs fatlaðra. Sigurjón er stjórnmálafræðingur að mennt og er í dag framkvæmdastjóri rekstrarfélags Kringlunnar. Á aðalfundinum var fjallað um erfiða rekstrarstöðu Sólheima og þá umfjöllun sem birst hefur í fjölmiðlum á undanförnum mánuðum. Það var niðurstaða fundarins að vinna markvisst að því að bæta starfseminina meðal annars með auknu samtali við alla hagsmunaaðila Sólheima og í samræmi við niðurstöður þjónustukönnunar sem unnin var af óháðum ráðgjafa. Á fundinum var Pétri Sveinbjarnarsyni þakkað fyrir gott samstarf og hans framlag í uppbyggingu Sólheima,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að Pétur hafi þakkað stjórnarmönnum og starfsfólki fyrir gott og farsælt samstarf í gegnum árin á aðalfundinum. „Ég vil einkum þakka íbúum Sólheima fyrir einstaklega góða samveru síðustu 38 ár. Það hefur verið virkilega gefandi að koma að uppbyggingu Sólheima og halda arfleið Sesselju á lífi en Sólheimar er nú elsta sjálfbæra samfélagið í heiminum og hér hefur verið unnið mikið brautryðjanda starf,“ sagði Pétur. Sigurjón Örn segur það ánægjulegt að fá tækifæri til að taka við stjórnarformennsku þar sem að það sé mikill og samhentur vilji hjá stjórninni og stjórnendum að efla starf Sólheima til framtíðar. „Meginmarkmið Sólheima er að skapa samfélag sem veitir öllum íbúum tækifæri til að vaxa, þroskast og að vera nauðsynlegur og virkur þátttakandi í samfélaginu. Ég vil leggja áherslu á aukið samtal meðal íbúa og hagsmunaaðila til að styrkja stöðu Sólheima þannig að hlúið sé að þörfum allra á Sólheimum,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson. Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. Aðalfundur sjálfseignastofnunarinnar var haldinn í gær, en Pétur Sveinbjarnarson, fyrrverandi stjórnarformaður, hafði áður tilkynnt stjórn að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. Margrét Tómasdóttir bauð sig einnig fram í embætti stjórnarformanns. Í tilkynningu segir að ný stjórn hafi verið sjálfkjörin, en í henni sitja auk Sigurjóns, Magnús Ólafsson, Sigríður Jóna Friðriksdóttir, Hildur Ómarsdóttir og Ómar Einarsson. Arna Einarsdóttir kemur ný inn í stjórn sem varamaður og tekur við af Óðinni Helga Jónssyni sem sóttist ekki eftir endurkjöri. „Sigurjón Örn Þórsson hefur setið stjórn Sólheima í 6 ár. Sigurjón hefur m.a. sinnt starfi aðstoðarmanns félagsmálaráðherra, formennsku í félagsmálaráði Kópavogs og var formaður stjórnar Framkvæmdasjóðs fatlaðra. Sigurjón er stjórnmálafræðingur að mennt og er í dag framkvæmdastjóri rekstrarfélags Kringlunnar. Á aðalfundinum var fjallað um erfiða rekstrarstöðu Sólheima og þá umfjöllun sem birst hefur í fjölmiðlum á undanförnum mánuðum. Það var niðurstaða fundarins að vinna markvisst að því að bæta starfseminina meðal annars með auknu samtali við alla hagsmunaaðila Sólheima og í samræmi við niðurstöður þjónustukönnunar sem unnin var af óháðum ráðgjafa. Á fundinum var Pétri Sveinbjarnarsyni þakkað fyrir gott samstarf og hans framlag í uppbyggingu Sólheima,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að Pétur hafi þakkað stjórnarmönnum og starfsfólki fyrir gott og farsælt samstarf í gegnum árin á aðalfundinum. „Ég vil einkum þakka íbúum Sólheima fyrir einstaklega góða samveru síðustu 38 ár. Það hefur verið virkilega gefandi að koma að uppbyggingu Sólheima og halda arfleið Sesselju á lífi en Sólheimar er nú elsta sjálfbæra samfélagið í heiminum og hér hefur verið unnið mikið brautryðjanda starf,“ sagði Pétur. Sigurjón Örn segur það ánægjulegt að fá tækifæri til að taka við stjórnarformennsku þar sem að það sé mikill og samhentur vilji hjá stjórninni og stjórnendum að efla starf Sólheima til framtíðar. „Meginmarkmið Sólheima er að skapa samfélag sem veitir öllum íbúum tækifæri til að vaxa, þroskast og að vera nauðsynlegur og virkur þátttakandi í samfélaginu. Ég vil leggja áherslu á aukið samtal meðal íbúa og hagsmunaaðila til að styrkja stöðu Sólheima þannig að hlúið sé að þörfum allra á Sólheimum,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson.
Mest lesið Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent