Madríd með fullt hús stiga á toppnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hættir ekki að skora.
Hættir ekki að skora. Angel Martinez/Getty Images

Eftir nauman sigur á Marseille í miðri viku vann Real Madríd nokkuð þægilegan 2-0 sigur á Espanyol í La Liga, efstu deild karla á Spáni.

Brasilíski miðvörðurinn Éder Militão kom heimamönnum í Real yfir um miðbik fyrri hálfleiks eftir undirbúning Federico Valverde. Í upphafi síðari hálfleik gerði Kylian Mbappé út um leikinn eftir sendingu frá Vinícius Júnior.

Hinn 26 ára gamli Mbappé hefur nú skorað sjö mörk í aðeins sex leikjum á leiktíðinni. Alls hefur hann skorað 36 mörk í 39 leikjum í La Liga.

Real Madríd hefur nú unnið alla fimm leiki sína í La Liga og trónir á toppnum með fimm stiga forystu á meistara Barcelona sem eiga leik til góða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira