Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2025 11:52 Árborg falaðist eftir landi á mörkum sveitarfélagsins og Flóahrepps austan við Selfoss en þeirri ósk var hafnað. Vísir/Vilhelm Sveitastjórn Flóahrepps hafnaði erindi nágrannanna í Árborg um eftirláta þeim land austan Selfoss. Til greina kemur að kanna hug íbúa í hreppnum til sameiningar sveitarfélaganna sem sveitarstjórnin sér sjálf ekki rök fyrir. Óskað var eftir formlegu samtali um mögulega tilfærslu sveitarfélagamarka til austurs við Selfoss í erindi sem sveitastjórn Árborgar sendi sveitarfélaginu Flóahreppi. Þar sögðust Árborgarar einnig tilbúnir að skoða ávinning af því að sameina sveitarfélögin tvö. Þessu erindi hafnaði sveitastjórn Flóahrepps á fundi sínum í gær. Vísaði sveitastjórnin til þess að hún væri að gæta hagsmuna íbúa hreppsins þar sem veruleg verðmæti fælust í landinu sem Árborg sækist eftir, sérstaklega í formi fasteignagjalda af verslunar- og þjónustusvæði sem er skilgreint þar. Tóku Flóamenn þó jákvætt í áframhaldandi uppbyggingu þéttbýlisins á Selfossi til austurs og lýsti yfir vilja til samstarfs og samninga um skipulagsmál og þjónustu við svæðið. Varðandi mögulega sameiningu sagði sveitarstjórnin að hún sæi ekki ekki almennir hagsmunir íbúa hreppsins yrðu betur tryggðir við hana að óbreyttu. Benti hún sérstaklega á hátt skuldahlutfall í Árborg borið saman við Flóahrepp. „Sameining myndi því leiða til margfaldrar skuldaukningar á hvern í búa Flóahrepps,“ sagði í bókun sveitastjórnarinnar á fundinum í gær. Þrátt fyrir það sagðist sveitarstjórnin ætla að skoða möguleikann á að halda íbúakönnun samhliða sveitarstjórnarkosningunum á næsta ára þar sem hugur íbúa til ýmissa sameiningakosta yrði kannaður. Könnunin yrði ekki bindandi en gæti nýst til frekari greiningar eftir kosningar. Árborg Flóahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Óskað var eftir formlegu samtali um mögulega tilfærslu sveitarfélagamarka til austurs við Selfoss í erindi sem sveitastjórn Árborgar sendi sveitarfélaginu Flóahreppi. Þar sögðust Árborgarar einnig tilbúnir að skoða ávinning af því að sameina sveitarfélögin tvö. Þessu erindi hafnaði sveitastjórn Flóahrepps á fundi sínum í gær. Vísaði sveitastjórnin til þess að hún væri að gæta hagsmuna íbúa hreppsins þar sem veruleg verðmæti fælust í landinu sem Árborg sækist eftir, sérstaklega í formi fasteignagjalda af verslunar- og þjónustusvæði sem er skilgreint þar. Tóku Flóamenn þó jákvætt í áframhaldandi uppbyggingu þéttbýlisins á Selfossi til austurs og lýsti yfir vilja til samstarfs og samninga um skipulagsmál og þjónustu við svæðið. Varðandi mögulega sameiningu sagði sveitarstjórnin að hún sæi ekki ekki almennir hagsmunir íbúa hreppsins yrðu betur tryggðir við hana að óbreyttu. Benti hún sérstaklega á hátt skuldahlutfall í Árborg borið saman við Flóahrepp. „Sameining myndi því leiða til margfaldrar skuldaukningar á hvern í búa Flóahrepps,“ sagði í bókun sveitastjórnarinnar á fundinum í gær. Þrátt fyrir það sagðist sveitarstjórnin ætla að skoða möguleikann á að halda íbúakönnun samhliða sveitarstjórnarkosningunum á næsta ára þar sem hugur íbúa til ýmissa sameiningakosta yrði kannaður. Könnunin yrði ekki bindandi en gæti nýst til frekari greiningar eftir kosningar.
Árborg Flóahreppur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira