Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Smári Jökull Jónsson skrifar 2. september 2025 23:00 Verksmiðja PCC Bakka Silicon í Norðurþingi. Vísir/Vilhelm Bæjarstjóri Norðurþings segist halda í vonina að starfsemi PCC á Bakka leggist ekki af fyrir fullt og allt. Hún vonast til að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti og að uppsagnirnar leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu. PCC tilkynnti í morgun um uppsagnir á þrjátíu starfsmönnum fyrirtækisins á Bakka og bætast þeir í hóp þeirra áttatíu sem sagt var upp í byrjun sumars. Nú eru einungis átján manns starfandi hjá fyrirtækinu en sveitarstjóri Norðurþings segist halda í vonina um að starfsemin leggist ekki alfarið af. „Fyrirtækið hefur lagt fram ábendingar til Alþingis, til efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar um atriði sem hægt er að bregðast við. Við vonumst auðvitað til að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Sýnar. „Bar þá von í brjósti að Alþingi gæti brugðist við fyrir sumarfrí“ Í yfirlýsingu PCC frá því í morgun kom fram að ráðist hafi verið í uppsagnirnar í kjölfar frumniðurstöðu ESB um að setja ekki verndartolla á kísilmálm. Katrín segir úrræðaleysi ríkja hjá stjórnvöldum en finnur fyrir skilningi þeirra á stöðunni. „Ég bar alltaf þá von í brjósti að Alþingi gæti brugðist við fyrir sumarfrí. Það gekk ekki upp því miður og ég vona að þetta verði mjög framarlega á þeirra málalista strax við upphaf þings. Við erum að fara að funda með þingmönnum kjördæmisins á morgun og fara yfir stöðuna sem er grafalvarleg.“ Hún segir að það væri mikill hagur ef íslensk fyrirtæki gætu nýtt þá framleiðslu sem til fellur á Íslandi. Hægt væri að horfa til margra þátta eins og umhverfismála, atvinnusköpunar og meðferð gjaldeyris. „Ég er alveg á því að það væri mikill kostur ef íslensku álfyrirtækin gætu keypt íslenska framleiðslu. Til þess þarf hún auðvitað að vera samkeppnishæf og því miður eru undirboð í gangi núna frá Asíu og það er eitthvað sem þarf að bregðast við.“ „Ekki langir kaflar þar sem þetta hefur gengið snuðrulaust“ Katrín segist þó mjög ánægð með viðbrögð forsætisráðuneytisins en starfshópur fimm ráðuneyta var skipaður til að fara yfir atvinnumál á svæðinu. Mikil vinna hafi farið fram í sumar en starfshópurinn á að skila af sér niðurstöðum um miðjan september. „Við finnum alveg fyrir því að þessar uppsagnir hafa heilmikil áhrif. Við erum að vona að það leiði ekki til þess að það verði mikill flutningur á fólki úr bænum að fólk geti fundið sér aðra atvinnu. Við erum að leggja mjög mikla áherslu á að finna ný atvinnutækifæri fyrir svæðið.“ Hún segir það alltaf vont að vera með fyrirtæki sem berjist í bökkum og að það sé enn erfiðara með svona stórt fyrirtæki í litlu samfélagi. Um 150 manns störfuðu í verksmiðju PCC áður en kom til uppsagna fyrr í sumar og segir Katrín áhrifin sömuleiðis mikil á verktaka og iðnaðarmenn sem ekki eru starfsmenn PCC. „Besta starfsárið undanfarin ár var árið 2024 þegar fyrirtækið var hvað lengst að keyra á báðum ofnunum. Þegar starfsemin er slík þá er þetta eins og lagt var upp með í upphafi. Það eru ekki langir kaflar á líftíma fyrirtækisins sem þetta hefur gengið snuðrulaust,“ segir Katrín að lokum. Norðurþing Vinnumarkaður Stóriðja Byggðamál Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
PCC tilkynnti í morgun um uppsagnir á þrjátíu starfsmönnum fyrirtækisins á Bakka og bætast þeir í hóp þeirra áttatíu sem sagt var upp í byrjun sumars. Nú eru einungis átján manns starfandi hjá fyrirtækinu en sveitarstjóri Norðurþings segist halda í vonina um að starfsemin leggist ekki alfarið af. „Fyrirtækið hefur lagt fram ábendingar til Alþingis, til efnahags- og viðskiptanefndar og atvinnuveganefndar um atriði sem hægt er að bregðast við. Við vonumst auðvitað til að stjórnvöld bregðist við með einhverjum hætti,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Sýnar. „Bar þá von í brjósti að Alþingi gæti brugðist við fyrir sumarfrí“ Í yfirlýsingu PCC frá því í morgun kom fram að ráðist hafi verið í uppsagnirnar í kjölfar frumniðurstöðu ESB um að setja ekki verndartolla á kísilmálm. Katrín segir úrræðaleysi ríkja hjá stjórnvöldum en finnur fyrir skilningi þeirra á stöðunni. „Ég bar alltaf þá von í brjósti að Alþingi gæti brugðist við fyrir sumarfrí. Það gekk ekki upp því miður og ég vona að þetta verði mjög framarlega á þeirra málalista strax við upphaf þings. Við erum að fara að funda með þingmönnum kjördæmisins á morgun og fara yfir stöðuna sem er grafalvarleg.“ Hún segir að það væri mikill hagur ef íslensk fyrirtæki gætu nýtt þá framleiðslu sem til fellur á Íslandi. Hægt væri að horfa til margra þátta eins og umhverfismála, atvinnusköpunar og meðferð gjaldeyris. „Ég er alveg á því að það væri mikill kostur ef íslensku álfyrirtækin gætu keypt íslenska framleiðslu. Til þess þarf hún auðvitað að vera samkeppnishæf og því miður eru undirboð í gangi núna frá Asíu og það er eitthvað sem þarf að bregðast við.“ „Ekki langir kaflar þar sem þetta hefur gengið snuðrulaust“ Katrín segist þó mjög ánægð með viðbrögð forsætisráðuneytisins en starfshópur fimm ráðuneyta var skipaður til að fara yfir atvinnumál á svæðinu. Mikil vinna hafi farið fram í sumar en starfshópurinn á að skila af sér niðurstöðum um miðjan september. „Við finnum alveg fyrir því að þessar uppsagnir hafa heilmikil áhrif. Við erum að vona að það leiði ekki til þess að það verði mikill flutningur á fólki úr bænum að fólk geti fundið sér aðra atvinnu. Við erum að leggja mjög mikla áherslu á að finna ný atvinnutækifæri fyrir svæðið.“ Hún segir það alltaf vont að vera með fyrirtæki sem berjist í bökkum og að það sé enn erfiðara með svona stórt fyrirtæki í litlu samfélagi. Um 150 manns störfuðu í verksmiðju PCC áður en kom til uppsagna fyrr í sumar og segir Katrín áhrifin sömuleiðis mikil á verktaka og iðnaðarmenn sem ekki eru starfsmenn PCC. „Besta starfsárið undanfarin ár var árið 2024 þegar fyrirtækið var hvað lengst að keyra á báðum ofnunum. Þegar starfsemin er slík þá er þetta eins og lagt var upp með í upphafi. Það eru ekki langir kaflar á líftíma fyrirtækisins sem þetta hefur gengið snuðrulaust,“ segir Katrín að lokum.
Norðurþing Vinnumarkaður Stóriðja Byggðamál Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira