Íslenski boltinn

Segja Rö­mer klára tíma­bilið með KA

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Römer í leik gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks.
Römer í leik gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks. Vísir/Diego

Á dögunum virtist sem danski miðjumaðurinn Marcel Römer væri á leið til heimalandsins eftir stutt stopp á Akureyri. Nú er annað hljóð í strokknum og mun hann vera hér á landi þangað til Bestu deild karla er lokið.

Það er Fótbolti.net sem greinir frá áframhaldandi veru Römer á Akureyri. Hann gekk í raðir KA fyrr í sumar eftir að hafa leikið með Lyngby frá árinu 2019.

Bold, danskur miðill sem sérhæfir sig í knattspyrnu, greindi nýverið frá að hinn 34 ára gamli miðjumaður væri að semja við uppeldisfélag sitt HB Köge. Áttu þau vistaskipti að ganga í gegn nú áður en félagaskiptaglugginn lokast.

Það verður hins vegar ekkert af því og mun Römer klára tímabilið KA. Eftir það mun hann ganga í raðir HB Köge.

Römer hefur spilað 22 leiki fyrir KA í öllum keppnum. Akureyringar eru sem stendur í 9. sæti en láta sig þó dreyma um að enda í efri helmingnum. Aðeins eru tvö stig í Fram sem situr í 6. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×