Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2025 09:00 Það var gaman hjá Anníe Mist Þórisdóttur og Katrín Tönju Davíðsdóttur en það var heldur ekkert gefið eftir. @anniethorisdottir Vinkonurnar og CrossFit goðsagnirnar Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru núna báðar ófrískar á sama tíma. Þær hafa fylgst að svo lengi á sínum glæsilegum ferlum, keppt bæði við hvora aðra og með hvorri annarri en nú fá þær að upplifa það að vera ófrískar á sama tíma. Katrín Tanja á von á sínu fyrsta barni en Anníe Mist á von á sínu þriðja barni á fimm árum. Anníe á fyrir Freyju Mist Ægidius Frederiksdóttur (ágúst 2020) og Atlas Týr Ægidius Frederiksson (maí 2024). Katrín Tanja hefur gefið það út að hún sé hætt að keppa í CrossFit íþróttinni en Anníe Mist er ekki búin að loka neinum dyrum enn. Það bendir þó flest til þess að hún einbeiti sér að öðru enda ekkert auðvelt að æfa mikið þegar þú ert orðin þriggja barna móðir. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Þessar afrekskonur voru um tíma þær einu í heiminum sem höfðu unnið tvo heimsmeistaratitla í CrossFit íþróttinni en síðan hefur hin ástralska Tia-Clair Toomey unnið átta heimsmeistaratitla þar af tvo þeirra sem móðir. Katrín er búsett í Bandaríkjunum en Anníe á Íslandi. Þær hittust í Bandaríkjunum og æfðu saman. Ófrískar afrekskonur gefa nefnilega ekkert eftir í æfingasalnum. Það má sjá þær æfa saman hér fyrir ofan og kúlan er orðin myndarleg hjá þeim báðum. Þær kalla bumburnar þyngingarvestin sín en auðvitað í léttum tón. Þær hittu einnig aðra ófríska CrossFit vinkonu en Lauren Fisher á einnig von á sér. Fisher var í liði CrossFit Reykjavíkur á heimsleikunum fyrir nokkrum árum ásamt Anníe og þeim Khan Porter og Tola Morakinyo. Á þeim tíma æfðu þessar þrjár og skemmtu sér saman á Íslandi. Þær notuðu nú tækifærið til að taka upp samskonar hluti nú þegar þær eru allar óléttar og má sjá það hér fyrir neðan. Alltaf létt og skemmtileg stemmning þegar þessar þrjár hittast. View this post on Instagram A post shared by Lauren Fisher Andersen (@laurenfisher) CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira
Þær hafa fylgst að svo lengi á sínum glæsilegum ferlum, keppt bæði við hvora aðra og með hvorri annarri en nú fá þær að upplifa það að vera ófrískar á sama tíma. Katrín Tanja á von á sínu fyrsta barni en Anníe Mist á von á sínu þriðja barni á fimm árum. Anníe á fyrir Freyju Mist Ægidius Frederiksdóttur (ágúst 2020) og Atlas Týr Ægidius Frederiksson (maí 2024). Katrín Tanja hefur gefið það út að hún sé hætt að keppa í CrossFit íþróttinni en Anníe Mist er ekki búin að loka neinum dyrum enn. Það bendir þó flest til þess að hún einbeiti sér að öðru enda ekkert auðvelt að æfa mikið þegar þú ert orðin þriggja barna móðir. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Þessar afrekskonur voru um tíma þær einu í heiminum sem höfðu unnið tvo heimsmeistaratitla í CrossFit íþróttinni en síðan hefur hin ástralska Tia-Clair Toomey unnið átta heimsmeistaratitla þar af tvo þeirra sem móðir. Katrín er búsett í Bandaríkjunum en Anníe á Íslandi. Þær hittust í Bandaríkjunum og æfðu saman. Ófrískar afrekskonur gefa nefnilega ekkert eftir í æfingasalnum. Það má sjá þær æfa saman hér fyrir ofan og kúlan er orðin myndarleg hjá þeim báðum. Þær kalla bumburnar þyngingarvestin sín en auðvitað í léttum tón. Þær hittu einnig aðra ófríska CrossFit vinkonu en Lauren Fisher á einnig von á sér. Fisher var í liði CrossFit Reykjavíkur á heimsleikunum fyrir nokkrum árum ásamt Anníe og þeim Khan Porter og Tola Morakinyo. Á þeim tíma æfðu þessar þrjár og skemmtu sér saman á Íslandi. Þær notuðu nú tækifærið til að taka upp samskonar hluti nú þegar þær eru allar óléttar og má sjá það hér fyrir neðan. Alltaf létt og skemmtileg stemmning þegar þessar þrjár hittast. View this post on Instagram A post shared by Lauren Fisher Andersen (@laurenfisher)
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Sjá meira