Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2025 13:20 John Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump í sautján mánuði á fyrra kjörtímabili hans. Trump hefur beitt völdum sínum til þess að ná sér niður á Bolton eftir að hann náði endurkjöri sem forseti. AP/Carolyn Kaster Útsendarar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, í dag. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á meðferð leynilegra skjala. Trump hefur notað völd sín til þess að ná sér niðri á gagnrýnendum eins og Bolton eftir að hann tók aftur við sem forseti. Bolton var ekki handtekinn í húsleitinni á heimili hans í Maryland-ríki og hefur ekki verið ákærður, samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar. Eftir að Bolton lét af störfum sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump gagnrýndi hann forsetann harðlega fyrir stefnu hans í utanríkismálum. Bolton skrifaði síðan bók um þau sautján mánuði sem hann starfaði með Trump í skugga ásakana dómsmálaráðuneytis Trump um að hann hefði upplýst um leynilegar upplýsingar í henni. Dómsmálaráðuneytið er sagt hafa fallið frá lögsókn gegn Bolton og látið rannsókn niður falla árið 2021 eftir að Joe Biden tók við sem forseti. Beita sér af aukinni hörku gegn ætluðum andstæðingum forsetans Engar upplýsingar hafa verið veittar um húsleitina og rannsóknina. Kash Patel, forstjóri alríkislögreglunnar, skrifaði torræða færslu á samfélagsmiðli um að „enginn væri hafinn yfir lögin“ sem Pam Bondi, dómsmálaráðherra, deildi áfram. Bondi bætti við að réttlætið yrði alltaf látið ná fram að ganga. Bolton var á meðal tuga fyrrverandi leyniþjónustumanna og embættismanna sem Trump svipti öryggisheimild á fyrsta degi sínum sem forseti í janúar. Þá afturkallaði Trump öryggisgæslu sem Bolton naut frá alríkisstjórninni eins og hann hefur gert við fleiri sem hann lítur á sem pólitíska andstæðinga sína. Stjórn Trump hefur að undanförnu beitt sér gegn ætluðum andstæðingum Trump og opinberum embættismönnum af aukinni hörku. Dómsmálaráðuneytið hóf rannsókn á uppruna rannsóknar á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2016, rannsókn á Adam Schiff, þingmanni demókrata frá Kaliforníu sem stýrði fyrri kæru Bandaríkjaþings á hendur Trump fyrir embættisbrot, auk rannsókna á hendur saksóknara í New York sem sótti Trump til saka og sérstaks saksóknara sem rannsakaði árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið og misferli hans með ríkisleyndarmál. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Sjá meira
Bolton var ekki handtekinn í húsleitinni á heimili hans í Maryland-ríki og hefur ekki verið ákærður, samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar. Eftir að Bolton lét af störfum sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump gagnrýndi hann forsetann harðlega fyrir stefnu hans í utanríkismálum. Bolton skrifaði síðan bók um þau sautján mánuði sem hann starfaði með Trump í skugga ásakana dómsmálaráðuneytis Trump um að hann hefði upplýst um leynilegar upplýsingar í henni. Dómsmálaráðuneytið er sagt hafa fallið frá lögsókn gegn Bolton og látið rannsókn niður falla árið 2021 eftir að Joe Biden tók við sem forseti. Beita sér af aukinni hörku gegn ætluðum andstæðingum forsetans Engar upplýsingar hafa verið veittar um húsleitina og rannsóknina. Kash Patel, forstjóri alríkislögreglunnar, skrifaði torræða færslu á samfélagsmiðli um að „enginn væri hafinn yfir lögin“ sem Pam Bondi, dómsmálaráðherra, deildi áfram. Bondi bætti við að réttlætið yrði alltaf látið ná fram að ganga. Bolton var á meðal tuga fyrrverandi leyniþjónustumanna og embættismanna sem Trump svipti öryggisheimild á fyrsta degi sínum sem forseti í janúar. Þá afturkallaði Trump öryggisgæslu sem Bolton naut frá alríkisstjórninni eins og hann hefur gert við fleiri sem hann lítur á sem pólitíska andstæðinga sína. Stjórn Trump hefur að undanförnu beitt sér gegn ætluðum andstæðingum Trump og opinberum embættismönnum af aukinni hörku. Dómsmálaráðuneytið hóf rannsókn á uppruna rannsóknar á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2016, rannsókn á Adam Schiff, þingmanni demókrata frá Kaliforníu sem stýrði fyrri kæru Bandaríkjaþings á hendur Trump fyrir embættisbrot, auk rannsókna á hendur saksóknara í New York sem sótti Trump til saka og sérstaks saksóknara sem rannsakaði árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið og misferli hans með ríkisleyndarmál.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Sjá meira