Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2025 12:31 Íslandsmethafinn Hlynur Andrésson gefur hlaupurum heilráð. vísir Rúmlega fimmtán þúsund manns munu reima á sig hlaupaskóna og taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Vísir ræddi við Íslandsmethafann í maraþoni um það helsta sem hlauparar þurfa að hafa í huga á morgun. Hlynur Andrésson á Íslandsmetið í maraþoni og stefnir á að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun með því að hlaupa maraþon á minna en tveimur klukkutímum og sautján mínútum. En hvað er mikilvægast fyrir hinn almenna hlaupara að hafa í huga? Ekki gera neitt nýtt „Mikilvægast er að gera ekkert nýtt á hlaupadeginum“ segir Hlynur og nefnir þar nokkur dæmi. „Notaðu sömu skó og þú hefur notað, ekki fara í glænýja skó. Borðaðu eitthvað sem þú veist að fer vel í magann, eitthvað sem þú hefur verið að vinna með áður. Ef þú lendir í erfiðleikum, vertu í mómentinu og ekki hugsa: Æ, ég á svo langt eftir. Bara hugsa um eitt skref í einu og einn kílómeter í einu.“ Hlynur segir ekkert heilagt í matarmálum fyrir hlaup, mikilvægast sé bara að borða mat sem maður er vanur að borða og fer vel í magann, en hann mælir með að borða kolvetnisríkan mat og minnka trefjainntöku svo maturinn sé auðmeltur. Sjá einnig: Veðrið sem hlaupararnir geta búist við Metfjöldi mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. vísir Gelin nauðsynleg í lengri hlaupum Þá segir Hlynur að orkugel geti komið að góðum notum og séu í raun nauðsynleg í lengri hlaupum. „Um leið og hlaupið er orðið lengra en klukkutími þá þarf að huga að næringu í hlaupi. Það getur hjálpað og sérstaklega í maraþoni. Það getur skipt sköpum að hafa eitt eða tvö gel með, ef maður verður orkulaus.“ Aðalmálið að klára hlaupið Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu leggja oft af stað með háleit markmið, en þau ganga ekki endilega alltaf upp. „Ef hlutirnir eru ekki að ganga upp, ekki hugsa að dagurinn sé ónýtur. Vertu með þrjú markmið og þriðja markmiðið er þá bara að klára. Þú getur verið með háleitt markmið, raunhæft markmið og svo bara markmið að klára. Það hjálpar fólki að komast í gegnum daginn. Þú ert alltaf sáttari ef þú klárar en ef þú hættir“ segir Hlynur. Gleðin er alltaf mikil þegar í mark er komið.vísir Almenn ráð Að lokum var Hlynur spurður um almenn heilráð fyrir hlaupara, það getur verið gott að setja vaselín á geirvörturnar og hvað fleira? „Já, vaselínið getur hjálpað, sérstaklega í lengri vegalengdunum“ segir Hlynur og hlær. „En svona almennt er mikilvægast að vera jákvæður og reyna að hafa gaman“ segir Hlynur. Klippa: Heilráð Hlyns Andréssonar fyrir Reykjavíkurmaraþonið Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. 20. ágúst 2025 11:01 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
Hlynur Andrésson á Íslandsmetið í maraþoni og stefnir á að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun með því að hlaupa maraþon á minna en tveimur klukkutímum og sautján mínútum. En hvað er mikilvægast fyrir hinn almenna hlaupara að hafa í huga? Ekki gera neitt nýtt „Mikilvægast er að gera ekkert nýtt á hlaupadeginum“ segir Hlynur og nefnir þar nokkur dæmi. „Notaðu sömu skó og þú hefur notað, ekki fara í glænýja skó. Borðaðu eitthvað sem þú veist að fer vel í magann, eitthvað sem þú hefur verið að vinna með áður. Ef þú lendir í erfiðleikum, vertu í mómentinu og ekki hugsa: Æ, ég á svo langt eftir. Bara hugsa um eitt skref í einu og einn kílómeter í einu.“ Hlynur segir ekkert heilagt í matarmálum fyrir hlaup, mikilvægast sé bara að borða mat sem maður er vanur að borða og fer vel í magann, en hann mælir með að borða kolvetnisríkan mat og minnka trefjainntöku svo maturinn sé auðmeltur. Sjá einnig: Veðrið sem hlaupararnir geta búist við Metfjöldi mun taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. vísir Gelin nauðsynleg í lengri hlaupum Þá segir Hlynur að orkugel geti komið að góðum notum og séu í raun nauðsynleg í lengri hlaupum. „Um leið og hlaupið er orðið lengra en klukkutími þá þarf að huga að næringu í hlaupi. Það getur hjálpað og sérstaklega í maraþoni. Það getur skipt sköpum að hafa eitt eða tvö gel með, ef maður verður orkulaus.“ Aðalmálið að klára hlaupið Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu leggja oft af stað með háleit markmið, en þau ganga ekki endilega alltaf upp. „Ef hlutirnir eru ekki að ganga upp, ekki hugsa að dagurinn sé ónýtur. Vertu með þrjú markmið og þriðja markmiðið er þá bara að klára. Þú getur verið með háleitt markmið, raunhæft markmið og svo bara markmið að klára. Það hjálpar fólki að komast í gegnum daginn. Þú ert alltaf sáttari ef þú klárar en ef þú hættir“ segir Hlynur. Gleðin er alltaf mikil þegar í mark er komið.vísir Almenn ráð Að lokum var Hlynur spurður um almenn heilráð fyrir hlaupara, það getur verið gott að setja vaselín á geirvörturnar og hvað fleira? „Já, vaselínið getur hjálpað, sérstaklega í lengri vegalengdunum“ segir Hlynur og hlær. „En svona almennt er mikilvægast að vera jákvæður og reyna að hafa gaman“ segir Hlynur. Klippa: Heilráð Hlyns Andréssonar fyrir Reykjavíkurmaraþonið
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Tengdar fréttir „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. 20. ágúst 2025 11:01 Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Fleiri fréttir Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líku „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Sjá meira
„Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. 20. ágúst 2025 11:01