„Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. ágúst 2025 11:01 Hlynur Andrésson ætlar að slá brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Metið er mánuði eldra en hann sjálfur. vísir / bjarni Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. Hlynur náði frábærum árangri um helgina og varð Íslandsmeistari en fagnaði sigrinum ekki lengi því stærri markmið eru framundan um næstu helgi. „Já það má segja að þetta hlaup hafi verið smá svona tune up eins og maður segir í hlaupaheiminum, fyrir næstu helgi.“ Hlynur varð Íslandsmeistari um síðustu helgi þegar hann hljóp 10 kílómetra á tæpum hálftíma. FRÍ / HLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Hvað ætlarðu að gera næstu helgi? „Markmiðið er að slá brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu, sem hefur staðið síðan 1993.“ Hlynur hefur unnið mörg mót og sett fjölda met en aldrei unnið Reykjavíkurmaraþonið (42,2 km.)FRÍ / HLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Hlynur á núverandi Íslandsmet í maraþonhlaupi, 2 klukkutíma og 13 mínútur, en það met var sett erlendis og þó brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu sé fjórum mínútum hærra, fylgja því ákveðnar áskoranir. „Það eru þrjár drykkjarstöðvar í Reykjavíkurmaraþoninu. Vanalega erlendis eru drykkjarstöðvar á hverjum fimm kílómetrum, en við fáum bara þrjár í þetta skipti. Þannig að ég þarf bara að nýta þær eins vel og ég get… Ég hafði samband við ÍBR og spurði af hverju þeir væru með þetta svona, þeir sögðust bara alltaf hafa verið með þetta svona, þannig að ég gat ekki rökrætt við það. Hlutirnir eru bara svona og ég reyni að gera mitt besta við aðstæður“ segir Hlynur en á þar við að aðeins þrjár drykkjarstöðvar leyfa keppendum að vera með sína eigin drykki. Alls eru tíu drykkjarstöðvar á leiðinni. Hlynur í hálfmaraþoninu í Reykjavík 2018. FRÍ Hlynur segir andlega hlutann mikilvægastan í hlaupum, að gefast ekki upp þegar á móti blæs. „Andlega hliðin þarf að vera á réttum stað, þegar hlutirnir verða erfiðir þarftu að vera í mómentinu og ekki panikka ef hlutirnir ganga ekki alveg upp. Að vera andlega tilbúinn er það mikilvægasta við maraþonið.“ Á síðasta ári setti Hlynur brautarmetið í tíu kílómetra hlaupinu og hann hefur fimm sinnum fagnað sigri í hálfmaraþoninu, en aldrei unnið Reykjavíkurmaraþonið sjálft. „Ég á bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna. Ég er ánægður með hvernig hefur gengið í Reykjavíkurmaraþoninu á hverju ári en þetta er aðalprófið.“ Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Sjá meira
Hlynur náði frábærum árangri um helgina og varð Íslandsmeistari en fagnaði sigrinum ekki lengi því stærri markmið eru framundan um næstu helgi. „Já það má segja að þetta hlaup hafi verið smá svona tune up eins og maður segir í hlaupaheiminum, fyrir næstu helgi.“ Hlynur varð Íslandsmeistari um síðustu helgi þegar hann hljóp 10 kílómetra á tæpum hálftíma. FRÍ / HLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Hvað ætlarðu að gera næstu helgi? „Markmiðið er að slá brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu, sem hefur staðið síðan 1993.“ Hlynur hefur unnið mörg mót og sett fjölda met en aldrei unnið Reykjavíkurmaraþonið (42,2 km.)FRÍ / HLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Hlynur á núverandi Íslandsmet í maraþonhlaupi, 2 klukkutíma og 13 mínútur, en það met var sett erlendis og þó brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu sé fjórum mínútum hærra, fylgja því ákveðnar áskoranir. „Það eru þrjár drykkjarstöðvar í Reykjavíkurmaraþoninu. Vanalega erlendis eru drykkjarstöðvar á hverjum fimm kílómetrum, en við fáum bara þrjár í þetta skipti. Þannig að ég þarf bara að nýta þær eins vel og ég get… Ég hafði samband við ÍBR og spurði af hverju þeir væru með þetta svona, þeir sögðust bara alltaf hafa verið með þetta svona, þannig að ég gat ekki rökrætt við það. Hlutirnir eru bara svona og ég reyni að gera mitt besta við aðstæður“ segir Hlynur en á þar við að aðeins þrjár drykkjarstöðvar leyfa keppendum að vera með sína eigin drykki. Alls eru tíu drykkjarstöðvar á leiðinni. Hlynur í hálfmaraþoninu í Reykjavík 2018. FRÍ Hlynur segir andlega hlutann mikilvægastan í hlaupum, að gefast ekki upp þegar á móti blæs. „Andlega hliðin þarf að vera á réttum stað, þegar hlutirnir verða erfiðir þarftu að vera í mómentinu og ekki panikka ef hlutirnir ganga ekki alveg upp. Að vera andlega tilbúinn er það mikilvægasta við maraþonið.“ Á síðasta ári setti Hlynur brautarmetið í tíu kílómetra hlaupinu og hann hefur fimm sinnum fagnað sigri í hálfmaraþoninu, en aldrei unnið Reykjavíkurmaraþonið sjálft. „Ég á bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna. Ég er ánægður með hvernig hefur gengið í Reykjavíkurmaraþoninu á hverju ári en þetta er aðalprófið.“
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Sjá meira