„Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. ágúst 2025 11:01 Hlynur Andrésson ætlar að slá brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Metið er mánuði eldra en hann sjálfur. vísir / bjarni Hlynur Andrésson varð um helgina sá fyrsti til að hlaupa tíu kílómetra hér á landi á minna en hálftíma. Hann segir það hafa verið góðan undirbúning fyrir stóra markmiðið, að setja brautarmet í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi. Met sem hefur staðið óhreyft í rúm þrjátíu ár. Hlynur náði frábærum árangri um helgina og varð Íslandsmeistari en fagnaði sigrinum ekki lengi því stærri markmið eru framundan um næstu helgi. „Já það má segja að þetta hlaup hafi verið smá svona tune up eins og maður segir í hlaupaheiminum, fyrir næstu helgi.“ Hlynur varð Íslandsmeistari um síðustu helgi þegar hann hljóp 10 kílómetra á tæpum hálftíma. FRÍ / HLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Hvað ætlarðu að gera næstu helgi? „Markmiðið er að slá brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu, sem hefur staðið síðan 1993.“ Hlynur hefur unnið mörg mót og sett fjölda met en aldrei unnið Reykjavíkurmaraþonið (42,2 km.)FRÍ / HLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Hlynur á núverandi Íslandsmet í maraþonhlaupi, 2 klukkutíma og 13 mínútur, en það met var sett erlendis og þó brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu sé fjórum mínútum hærra, fylgja því ákveðnar áskoranir. „Það eru þrjár drykkjarstöðvar í Reykjavíkurmaraþoninu. Vanalega erlendis eru drykkjarstöðvar á hverjum fimm kílómetrum, en við fáum bara þrjár í þetta skipti. Þannig að ég þarf bara að nýta þær eins vel og ég get… Ég hafði samband við ÍBR og spurði af hverju þeir væru með þetta svona, þeir sögðust bara alltaf hafa verið með þetta svona, þannig að ég gat ekki rökrætt við það. Hlutirnir eru bara svona og ég reyni að gera mitt besta við aðstæður“ segir Hlynur en á þar við að aðeins þrjár drykkjarstöðvar leyfa keppendum að vera með sína eigin drykki. Alls eru tíu drykkjarstöðvar á leiðinni. Hlynur í hálfmaraþoninu í Reykjavík 2018. FRÍ Hlynur segir andlega hlutann mikilvægastan í hlaupum, að gefast ekki upp þegar á móti blæs. „Andlega hliðin þarf að vera á réttum stað, þegar hlutirnir verða erfiðir þarftu að vera í mómentinu og ekki panikka ef hlutirnir ganga ekki alveg upp. Að vera andlega tilbúinn er það mikilvægasta við maraþonið.“ Á síðasta ári setti Hlynur brautarmetið í tíu kílómetra hlaupinu og hann hefur fimm sinnum fagnað sigri í hálfmaraþoninu, en aldrei unnið Reykjavíkurmaraþonið sjálft. „Ég á bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna. Ég er ánægður með hvernig hefur gengið í Reykjavíkurmaraþoninu á hverju ári en þetta er aðalprófið.“ Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Sjá meira
Hlynur náði frábærum árangri um helgina og varð Íslandsmeistari en fagnaði sigrinum ekki lengi því stærri markmið eru framundan um næstu helgi. „Já það má segja að þetta hlaup hafi verið smá svona tune up eins og maður segir í hlaupaheiminum, fyrir næstu helgi.“ Hlynur varð Íslandsmeistari um síðustu helgi þegar hann hljóp 10 kílómetra á tæpum hálftíma. FRÍ / HLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Hvað ætlarðu að gera næstu helgi? „Markmiðið er að slá brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu, sem hefur staðið síðan 1993.“ Hlynur hefur unnið mörg mót og sett fjölda met en aldrei unnið Reykjavíkurmaraþonið (42,2 km.)FRÍ / HLÍN GUÐMUNDSDÓTTIR Hlynur á núverandi Íslandsmet í maraþonhlaupi, 2 klukkutíma og 13 mínútur, en það met var sett erlendis og þó brautarmetið í Reykjavíkurmaraþoninu sé fjórum mínútum hærra, fylgja því ákveðnar áskoranir. „Það eru þrjár drykkjarstöðvar í Reykjavíkurmaraþoninu. Vanalega erlendis eru drykkjarstöðvar á hverjum fimm kílómetrum, en við fáum bara þrjár í þetta skipti. Þannig að ég þarf bara að nýta þær eins vel og ég get… Ég hafði samband við ÍBR og spurði af hverju þeir væru með þetta svona, þeir sögðust bara alltaf hafa verið með þetta svona, þannig að ég gat ekki rökrætt við það. Hlutirnir eru bara svona og ég reyni að gera mitt besta við aðstæður“ segir Hlynur en á þar við að aðeins þrjár drykkjarstöðvar leyfa keppendum að vera með sína eigin drykki. Alls eru tíu drykkjarstöðvar á leiðinni. Hlynur í hálfmaraþoninu í Reykjavík 2018. FRÍ Hlynur segir andlega hlutann mikilvægastan í hlaupum, að gefast ekki upp þegar á móti blæs. „Andlega hliðin þarf að vera á réttum stað, þegar hlutirnir verða erfiðir þarftu að vera í mómentinu og ekki panikka ef hlutirnir ganga ekki alveg upp. Að vera andlega tilbúinn er það mikilvægasta við maraþonið.“ Á síðasta ári setti Hlynur brautarmetið í tíu kílómetra hlaupinu og hann hefur fimm sinnum fagnað sigri í hálfmaraþoninu, en aldrei unnið Reykjavíkurmaraþonið sjálft. „Ég á bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna. Ég er ánægður með hvernig hefur gengið í Reykjavíkurmaraþoninu á hverju ári en þetta er aðalprófið.“
Hlaup Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Sjá meira