Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. ágúst 2025 13:25 Guðrún Aspelund, sóttvarnalækni, segir mikilvægt að fólk leiti sér ráðlegginga fyrir ferðalög þar sem moskítóflugur eru. vísir/Arnar Tæplega tíu ára drengur lést í vikunni á Landspítalanum úr malaríu en hann veiktist eftir að hafa verið á ferðalagi í Úganda með fjölskyldu sinni. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir að meðaltali fjóra greinast með malaríu á hverju ári á Íslandi. Hún hvetur þá sem hyggja á ferðalög til ákveðinna svæða að leita sér ráðgjafar. Systir drengsins sem er um tveggja ára fékk einnig malaríu á Landspítalanum. Drengurinn veiktist skyndilega og lést fyrir þremur dögum á spítalanum. Malaría smitast ekki á milli manna heldur með biti moskítóflugna. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir því aðeins þá sem hafa verið á ferðalögum þar sem moskítóflugur eru geta veikst af malaríu. „Það er helst í Afríku sunnan Sahara og flest smit hér, sérstaklega síðustu ár, hafa komið þaðan. Það er einnig í öðrum löndum eins og hlutum Asíu, Kyrrahafseyjum og Haítí þannig það er ekki eingöngu þar en mest þar. Ekki sé algengt að fólk greinist með malaríu á Íslandi. „Það hafa verið ár þar sem enginn hefur greinst hér en svo er þetta svona frá einn til fjórir fimm. Síðustu ár kannski er þetta svona um fjórir að meðaltali á ári.“ Misjafnt sé hversu alvarlega fólk veikist ef það fær malaríu. „Þeir sem leita og fá meðferð jafna sig en þetta getur haft mjög hraðan gang.“ Þá leggst sjúkdómurinn þyngra á börn en fullorðna. „Börn eru sérstaklega viðkvæm og þau eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega. Malaría er gríðarlega algeng og það eru hundruð milljóna sem smitast af malaríu á hverju ári og mikill fjöldi sem einnig deyr af völdum malaríu. Þannig þetta er ennþá mikið vandamál. Það er verið að þróa ákveðin bóluefni sem eru til sem er hægt að nota fyrir börn á þessum stöðum en þetta eru ekki bóluefni sem eru í almennri notkun eða notuð fyrir ferðamenn. Þannig það þarf að reiða sig á almennar varnir gegn moskítóbiti sem er líka mjög mikilvægt og svo þessi lyf sem hægt er að taka í forvarnarskyni ef farið er á þessa staði.“ Þá segir Guðrún mikilvægt að fólk sem hyggi á ferðalög til ákveðinni svæða undirbúi sig vel. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira
Systir drengsins sem er um tveggja ára fékk einnig malaríu á Landspítalanum. Drengurinn veiktist skyndilega og lést fyrir þremur dögum á spítalanum. Malaría smitast ekki á milli manna heldur með biti moskítóflugna. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir því aðeins þá sem hafa verið á ferðalögum þar sem moskítóflugur eru geta veikst af malaríu. „Það er helst í Afríku sunnan Sahara og flest smit hér, sérstaklega síðustu ár, hafa komið þaðan. Það er einnig í öðrum löndum eins og hlutum Asíu, Kyrrahafseyjum og Haítí þannig það er ekki eingöngu þar en mest þar. Ekki sé algengt að fólk greinist með malaríu á Íslandi. „Það hafa verið ár þar sem enginn hefur greinst hér en svo er þetta svona frá einn til fjórir fimm. Síðustu ár kannski er þetta svona um fjórir að meðaltali á ári.“ Misjafnt sé hversu alvarlega fólk veikist ef það fær malaríu. „Þeir sem leita og fá meðferð jafna sig en þetta getur haft mjög hraðan gang.“ Þá leggst sjúkdómurinn þyngra á börn en fullorðna. „Börn eru sérstaklega viðkvæm og þau eru í meiri hættu á að veikjast alvarlega. Malaría er gríðarlega algeng og það eru hundruð milljóna sem smitast af malaríu á hverju ári og mikill fjöldi sem einnig deyr af völdum malaríu. Þannig þetta er ennþá mikið vandamál. Það er verið að þróa ákveðin bóluefni sem eru til sem er hægt að nota fyrir börn á þessum stöðum en þetta eru ekki bóluefni sem eru í almennri notkun eða notuð fyrir ferðamenn. Þannig það þarf að reiða sig á almennar varnir gegn moskítóbiti sem er líka mjög mikilvægt og svo þessi lyf sem hægt er að taka í forvarnarskyni ef farið er á þessa staði.“ Þá segir Guðrún mikilvægt að fólk sem hyggi á ferðalög til ákveðinni svæða undirbúi sig vel.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Sjá meira