Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Agnar Már Másson skrifar 20. ágúst 2025 18:49 Fá þjófnaðarmál hafa vakið jafnmikla athygli og þessi tvö á síðustu árum: Gröfumálið í Mosfellsbæ og Hamraborgarmálið. Lögregla hefur krafist gæsluvarðhalds yfir manni sem er grunaður um að stela hraðbanka úr útibúi Íslandsbanka í Mosfellsbæ í fyrrnótt. Hann er einnig grunaður um rán í Hamraborg í fyrra. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hann hafi gefið sig fram til lögreglu í gærkvöldi. Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði aftur á móti við fréttastofu í morgun að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við málið. Ekki hefur náðst í hana við vinnslu fréttar. Í frétt Rúv segir að lögregla krefjist gæsluvarðhalds yfir manninum. Hann hafi enn fremur játað aðild að Hamraborgarráninu en neiti aftur á móti aðkomu að hraðbankaráninu að sögn verjanda hans, Sveins Andra Sveinssonar. Ekki hefur náðst í Svein Andra við gerð fréttar. Enn á eftir að gefa út ákærur í báðum málum. Maðurinn mun einnig hafa setið í gæsluvarðhaldi fyrr á árinu vegna meintrar aðildar að Gufunesmálinu þar sem karlmaður á sjötugsaldri lést af sárum sínum eftir að hafa verið misþyrmt af hópi manna. Hann var á endanum ekki ákærður í því máli. Lögregla hefur þó sagt að ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins en þó var ráðist í húsleit heima hjá Stefáni Blackburn, eins sakborninga í Gufunesmálinu. Hafi játað aðild að Hamraborgarmáli Þjófnaðurinn í Hamraborg átti sér stað þann 25. mars 2024 þegar að tveir menn brutust inn í bifreið og höfðu með sér þýfið. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið og var lýst eftir dökkgráum Toyota Yaris sem reyndist síðar vera með tvær mismunandi númeraplötur sem voru báðar stolnar af öðrum ökutækjum. Starfsmenn öryggismiðstöðvarinnar voru inn á Catalinu í Kópavogi að sækja pening úr spilakössunum á meðan þjófarnir aðhöfðust en sjá má myndskeið af atvikinu í spilaranum hér að neðan. Þýfið voru peningar sem komu úr spilakössum á vegum Happdrættis háskólans. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku töskur og brunuðu í burtu. Fréttin hefur verið uppfærð. Peningum stolið í Hamraborg Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Kópavogur Lögreglumál Mosfellsbær Manndráp í Gufunesi Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að hann hafi gefið sig fram til lögreglu í gærkvöldi. Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn sagði aftur á móti við fréttastofu í morgun að enginn hafi verið handtekinn í tengslum við málið. Ekki hefur náðst í hana við vinnslu fréttar. Í frétt Rúv segir að lögregla krefjist gæsluvarðhalds yfir manninum. Hann hafi enn fremur játað aðild að Hamraborgarráninu en neiti aftur á móti aðkomu að hraðbankaráninu að sögn verjanda hans, Sveins Andra Sveinssonar. Ekki hefur náðst í Svein Andra við gerð fréttar. Enn á eftir að gefa út ákærur í báðum málum. Maðurinn mun einnig hafa setið í gæsluvarðhaldi fyrr á árinu vegna meintrar aðildar að Gufunesmálinu þar sem karlmaður á sjötugsaldri lést af sárum sínum eftir að hafa verið misþyrmt af hópi manna. Hann var á endanum ekki ákærður í því máli. Lögregla hefur þó sagt að ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins en þó var ráðist í húsleit heima hjá Stefáni Blackburn, eins sakborninga í Gufunesmálinu. Hafi játað aðild að Hamraborgarmáli Þjófnaðurinn í Hamraborg átti sér stað þann 25. mars 2024 þegar að tveir menn brutust inn í bifreið og höfðu með sér þýfið. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið og var lýst eftir dökkgráum Toyota Yaris sem reyndist síðar vera með tvær mismunandi númeraplötur sem voru báðar stolnar af öðrum ökutækjum. Starfsmenn öryggismiðstöðvarinnar voru inn á Catalinu í Kópavogi að sækja pening úr spilakössunum á meðan þjófarnir aðhöfðust en sjá má myndskeið af atvikinu í spilaranum hér að neðan. Þýfið voru peningar sem komu úr spilakössum á vegum Happdrættis háskólans. Á rúmum þrjátíu sekúndum brutust þjófarnir inn í bílinn, tóku töskur og brunuðu í burtu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Peningum stolið í Hamraborg Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Kópavogur Lögreglumál Mosfellsbær Manndráp í Gufunesi Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira