Innlent

Jarð­skjálfti fjórum kíló­metrum frá höfuð­borgar­svæðinu

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Verið er að vinna úr gögnunum og engar tölur liggja fyrir um stærð skjálftans.
Verið er að vinna úr gögnunum og engar tölur liggja fyrir um stærð skjálftans. Vísir/vilhelm

Jarðskjálfti fannst víða á höfuðborgarsvæðinu upp úr sex síðdegis. Samkvæmt Veðurstofunni var stærð skjálftans á milli 3,2 ot 3,5. 

Upptök skjálftans voru skammt frá Helgafelli.Map.is

Hann átti upptök sín 5,4 km suðaustur af Helgafelli við Grindaskörð, aðeins um fjórum kílómetrum frá bæjarmörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar.

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um stærð og upptök skjálftans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×