Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Haraldur Örn Haraldsson skrifar 7. júlí 2025 08:00 Vernharður Ravnaas til hægri, með þriðja sætis verðlaunin sín. Camilla Smistad Toftera Vernharður Ravnaas, oftast kallaður Venni, er þrettán ára ungur Íslendingur í Noregi sem er að gera það mjög gott í gokart kappakstri. Hann endaði í þriðja sæti í Norðurlandakeppni í Gokart (IAME Nordic Cup 2025). Vernharður hóf keppni á fremstu röð.Camilla Smistad Toftera Visir ræddi við móður hans, Ragnheiði Vernharðsdóttir, til að fræðast aðeins meira um þennan gríðarlega efnilega ökumann. „Þetta er í raun stórt augnablik fyrir íslenskar akstursíþróttir – að sjá íslenskan fána á verðlaunapalli í svona stóru móti,“ sagði Ragnheiður. Venni var eini Íslendingurinn sem tók þátt í keppninni en hann náði öðru sæti í tímatöku, áður en að náði síðan þriðja sætinu í keppninni. Aldursflokkurinn sem hann keppir í er tólf til fimmtán ára. Það voru því nokkrir eldri ökumenn en hann sem voru að keppa þarna. Það er meira en að segja það, að vera 13 ára og keppa í svona kappakstri.Camilla Smistad Toftera „Venni byrjaði að æfa gokart í Noregi árið 2020, þá átta ára gamall,“ sagði Ragnheiður. Aðeins ári seinna var hann búinn að komast á verðlaunapall í keppni. Hann hefur haldið áfram að vera einn besti ökumaðurinn í sínum aldursflokki á Norðurlöndunum. „Á síðasta ári (2024) keppti hann fyrir Íslands hönd í ROK Superfinal á Ítalíu, sem er heimsmeistarakeppni ROK gokart flokksins og er mikilvægur áfangastaður á alþjóðlegum gokart ferli. Þá var hann einnig valinn í íslenska landsliðið í Formúlu 4 hermikappakstri árið 2024 – aðeins tólf ára gamall,“ sagði Ragnheiður. Á núverandi keppnistímabili hefur Venni einnig komist á þrjá verðlaunapalla í Noregi og verið í toppbaráttunni í öllum keppnum sem hann hefur tekið þátt í. Venni dreymir um að keppa einn daginn í Formúlu 1 eða GT kappakstursseríunni. Hann hefur hins vegar ekki sama aðgengi erlendum keppnum líkt og hinir sem hann er að keppa við. Hér kemur Venni í mark.Camilla Smistad Toftera „Venni stefnir á að keppa í fullri alþjóðlegri seríu í Suður-Evrópu í vetur - en það er mjög háð því hvort við náum að safna inn nægum styrktaraðilum. Því næst er það að komast í Formúlu 4 um leið og hann hefur aldur til, eftir tvö ár,“ sagði Ragnheiður. Venni horfir mikið á gamlar Formúlu 1 keppnir og heldur mikið upp á Michael Schumacher og Ayrton Senna, og segist horfa á þá til að reyna að læra af þeim. Einnig heldur hann mikið upp á Ástralann Oscar Piastri, vegna þess hvað hann er rólegur undir pressu. „Piastri er mjög nákvæmur og taktískur – eitthvað sem Venni reynir að tileinka sér sjálfur,“ sagði Ragnheiður. Vernharður og fjölskylda fagna saman þriðja sætinu.Camilla Smistad Toftera Fjölskyldan er að flytja til Íslands í lok júlí eftir sex ára veru í Noregi, en ætla að halda áfram með kappakstursævintýrið. Venni stefnir á að keppa í Noregi og Svíðþjóð áfram, ásamt því að reyna að keppa í Bretlandi eða Suður Evrópu. Kappakstur er dýr, og verður bara dýrari því eldri sem þú verður. Því er Venni að leita sér að öflugum styrktaraðilum, til þess að aðstoða þennan efnilega dreng þar sem fjölskyldan ræður ekki við kostnaðinn ef Venni á að fara mikið lengra. „Það er ómetanlegt fyrir íslenskt þjóðarstolt að eiga ökumann sem stendur á verðlaunapalli í stórri Norðurlandakeppni og við vonum að Ísland taki nú enn frekar utan um Venna og styðji hann áfram í þessari vegferð,“ sagði Ragnheiður. Fyrir neðan má sjá upptökur af tímatökunum og keppninni um helgina. Akstursíþróttir Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Vernharður hóf keppni á fremstu röð.Camilla Smistad Toftera Visir ræddi við móður hans, Ragnheiði Vernharðsdóttir, til að fræðast aðeins meira um þennan gríðarlega efnilega ökumann. „Þetta er í raun stórt augnablik fyrir íslenskar akstursíþróttir – að sjá íslenskan fána á verðlaunapalli í svona stóru móti,“ sagði Ragnheiður. Venni var eini Íslendingurinn sem tók þátt í keppninni en hann náði öðru sæti í tímatöku, áður en að náði síðan þriðja sætinu í keppninni. Aldursflokkurinn sem hann keppir í er tólf til fimmtán ára. Það voru því nokkrir eldri ökumenn en hann sem voru að keppa þarna. Það er meira en að segja það, að vera 13 ára og keppa í svona kappakstri.Camilla Smistad Toftera „Venni byrjaði að æfa gokart í Noregi árið 2020, þá átta ára gamall,“ sagði Ragnheiður. Aðeins ári seinna var hann búinn að komast á verðlaunapall í keppni. Hann hefur haldið áfram að vera einn besti ökumaðurinn í sínum aldursflokki á Norðurlöndunum. „Á síðasta ári (2024) keppti hann fyrir Íslands hönd í ROK Superfinal á Ítalíu, sem er heimsmeistarakeppni ROK gokart flokksins og er mikilvægur áfangastaður á alþjóðlegum gokart ferli. Þá var hann einnig valinn í íslenska landsliðið í Formúlu 4 hermikappakstri árið 2024 – aðeins tólf ára gamall,“ sagði Ragnheiður. Á núverandi keppnistímabili hefur Venni einnig komist á þrjá verðlaunapalla í Noregi og verið í toppbaráttunni í öllum keppnum sem hann hefur tekið þátt í. Venni dreymir um að keppa einn daginn í Formúlu 1 eða GT kappakstursseríunni. Hann hefur hins vegar ekki sama aðgengi erlendum keppnum líkt og hinir sem hann er að keppa við. Hér kemur Venni í mark.Camilla Smistad Toftera „Venni stefnir á að keppa í fullri alþjóðlegri seríu í Suður-Evrópu í vetur - en það er mjög háð því hvort við náum að safna inn nægum styrktaraðilum. Því næst er það að komast í Formúlu 4 um leið og hann hefur aldur til, eftir tvö ár,“ sagði Ragnheiður. Venni horfir mikið á gamlar Formúlu 1 keppnir og heldur mikið upp á Michael Schumacher og Ayrton Senna, og segist horfa á þá til að reyna að læra af þeim. Einnig heldur hann mikið upp á Ástralann Oscar Piastri, vegna þess hvað hann er rólegur undir pressu. „Piastri er mjög nákvæmur og taktískur – eitthvað sem Venni reynir að tileinka sér sjálfur,“ sagði Ragnheiður. Vernharður og fjölskylda fagna saman þriðja sætinu.Camilla Smistad Toftera Fjölskyldan er að flytja til Íslands í lok júlí eftir sex ára veru í Noregi, en ætla að halda áfram með kappakstursævintýrið. Venni stefnir á að keppa í Noregi og Svíðþjóð áfram, ásamt því að reyna að keppa í Bretlandi eða Suður Evrópu. Kappakstur er dýr, og verður bara dýrari því eldri sem þú verður. Því er Venni að leita sér að öflugum styrktaraðilum, til þess að aðstoða þennan efnilega dreng þar sem fjölskyldan ræður ekki við kostnaðinn ef Venni á að fara mikið lengra. „Það er ómetanlegt fyrir íslenskt þjóðarstolt að eiga ökumann sem stendur á verðlaunapalli í stórri Norðurlandakeppni og við vonum að Ísland taki nú enn frekar utan um Venna og styðji hann áfram í þessari vegferð,“ sagði Ragnheiður. Fyrir neðan má sjá upptökur af tímatökunum og keppninni um helgina.
Akstursíþróttir Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira