Næstum því allt gekk upp hjá íslenska liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júní 2025 19:46 Júlía Kristín Jóhannesdóttir, María Helga Högnadóttir, Ísold Sævarsdóttir og Eir Chang Hlésdóttir kepptu fyrir Íslands í 4×100 metra boðhlaup kvenna og fögnuðu sigri. @atletska_zveza_slovenije Íslenska frjálsíþróttalandsliðið er komið upp í 2. deild Evrópubikarsins eftir tvo magnaða daga í Maribor í Slóveníu. Ísland keppir því í 2. deildinni í næsta Evrópubikar eftir tvö ár. Sigur Íslands var aldrei í hættu en þau leiddu stigakeppnina strax frá fyrstu grein. Þetta var bara spurning um með hve miklum mun íslenska liðið myndi vinna. Niðurstaðan var 461,5 stig, sem er rúmlega 50 stigum meira en hjá Lúxemborg sem urðu í öðru sæti með 410 stig og Bosnía Hersegóvína endaði í þriðja sæti með 383 stig eftir hörkuspennandi keppni við Moldóvíu sem sitja eftir með sárt ennið í fjórða sæti með 371 stig. Móldóvska sveitin var dæmd ógild í 4×400 metra blönduðu boðhlaupi og varð þar af mjög mikilvægum stigum. Í dag urðu íslensku keppendurnir í fyrstu þremur sætunum í 11 greinum af þeim 17 sem keppt var í í dag, tvær persónulegar bætingar litu dagsins ljós sem og þrjú Íslandsmet. Irma Gunnarsdóttir setti Íslandsmet í þrístökki og Eir Chang Hlésdóttir setti Íslandsmet í 200 metra hlaupi. Íslenska boðhlaupssveitin í blönduðu 4×400 metra boðhlaupi innsiglaði frábæran árangur íslenska liðsins með því að setja enn eitt Íslandsmet dagsins, en þau komu önnur í mark á 3:25,96 mín. Þau bættu eldra met um rúmlega þrjár sekúndur en það var sett á Smáþjóðaleikunum í lok maí síðastliðnum. Íslensku sveitina í dag skipuðu Ívar Kristinn Jasonarson, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Sæmundur Ólafsson og Ísold Sævarsdóttir. „Í ár gekk næstum allt upp hjá íslenska liðinu og það sannarlega skilaði þeim þessum frábæra árangri. Öruggur sigur í deildinni, fjögur Íslandsmet, fimm persónulegar bætingar og íslenska frjálsíþróttafólkið var meðal þriggja efstu í 26 greinum af þeim 37 sem keppt var í. Það var frábært að fylgjast með liðinu keppa, liði sem samanstendur af reynsluboltum og nýliðum, liði þar sem augljóst er að samstaðan og stemmingin er mikil og liði sem lagði allt sitt í keppnina og sýndi hvað í því býr,“ segir í frétt á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins en hér má lesa allt um frammistöðuna. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Ísland keppir því í 2. deildinni í næsta Evrópubikar eftir tvö ár. Sigur Íslands var aldrei í hættu en þau leiddu stigakeppnina strax frá fyrstu grein. Þetta var bara spurning um með hve miklum mun íslenska liðið myndi vinna. Niðurstaðan var 461,5 stig, sem er rúmlega 50 stigum meira en hjá Lúxemborg sem urðu í öðru sæti með 410 stig og Bosnía Hersegóvína endaði í þriðja sæti með 383 stig eftir hörkuspennandi keppni við Moldóvíu sem sitja eftir með sárt ennið í fjórða sæti með 371 stig. Móldóvska sveitin var dæmd ógild í 4×400 metra blönduðu boðhlaupi og varð þar af mjög mikilvægum stigum. Í dag urðu íslensku keppendurnir í fyrstu þremur sætunum í 11 greinum af þeim 17 sem keppt var í í dag, tvær persónulegar bætingar litu dagsins ljós sem og þrjú Íslandsmet. Irma Gunnarsdóttir setti Íslandsmet í þrístökki og Eir Chang Hlésdóttir setti Íslandsmet í 200 metra hlaupi. Íslenska boðhlaupssveitin í blönduðu 4×400 metra boðhlaupi innsiglaði frábæran árangur íslenska liðsins með því að setja enn eitt Íslandsmet dagsins, en þau komu önnur í mark á 3:25,96 mín. Þau bættu eldra met um rúmlega þrjár sekúndur en það var sett á Smáþjóðaleikunum í lok maí síðastliðnum. Íslensku sveitina í dag skipuðu Ívar Kristinn Jasonarson, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Sæmundur Ólafsson og Ísold Sævarsdóttir. „Í ár gekk næstum allt upp hjá íslenska liðinu og það sannarlega skilaði þeim þessum frábæra árangri. Öruggur sigur í deildinni, fjögur Íslandsmet, fimm persónulegar bætingar og íslenska frjálsíþróttafólkið var meðal þriggja efstu í 26 greinum af þeim 37 sem keppt var í. Það var frábært að fylgjast með liðinu keppa, liði sem samanstendur af reynsluboltum og nýliðum, liði þar sem augljóst er að samstaðan og stemmingin er mikil og liði sem lagði allt sitt í keppnina og sýndi hvað í því býr,“ segir í frétt á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins en hér má lesa allt um frammistöðuna.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira