Átti fullkomið hlaup fyrir aftan nöfnu sína frá Moldóvu Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júní 2025 09:00 Andrea varð önnur í mark á eftir Andreeu og sló Íslandsmetið. FRÍ Andrea Kolbeinsdóttir hefur hlaupið eins og vindurinn og slegið tvö Íslandsmet síðustu vikuna. Hindrunarhlaupið í gær segir hún hafa spilast fullkomlega út, fyrir aftan nöfnu sína frá Moldóvu. „Tvö Íslandsmet á viku er bara geggjað, gæti auðvitað ekki verið ánægðari með það. Geggjað að taka fimm kílómetra götuhlaup á fimmtudaginn, mæta svo út til Slóveníu í þrjú þúsund metra hindrun og ná að bæta mig líka þar… View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) …Ég hef ekki verið að fókusa á hindrun en vissi að ég ætti að vera í betri formi en ég var í, ég átti semsagt gamla metið líka, þannig að ég er mjög glöð að það tókst. Markmiðið var alltaf að bæta tímann og hlaupið spilaðist eiginlega fullkomlega út“ sagði Andrea sem bætti metið um rúmlega eina sekúndu þegar hún kom í mark á 10:07,38 mínútum. Íslandsmet slegið en Andrea var önnur í keppninni á eftir Andreeu Stavila frá Moldóvu, sem var sú eina sem átti betri tíma en Andrea fyrir hlaupið. „Það átti ein betri tíma en ég, sem heitir líka Andrea. Ég límdi mig fyrir aftan hana og svo missti ég hana svona síðustu þrjá hringina, en ég náði að halda góðum hraða og svo þegar ég var að fara yfir síðustu hindrunina sé ég að ég á séns í metið. Gaf allt í lokasprettinn og rétt náði því, gæti ekki verið sáttari“ sagði Andrea. Andrea og Andreea í hlaupi gærdagsins. FRÍ Andrea keppir aftur á Evrópubikarnum í Slóveníu síðar í dag, þegar hún tekur þátt í fimm kílómetra brautarhlaupi. Hún er nýbúin að slá Íslandsmetið í götuhlaupi í sömu vegalengd og því verður spennandi að sjá hvað Andrea gerir á brautinni í kvöld, klukkan 18:50. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Vísi. Andrea á annan besta tíma skráðra keppenda yfir allt sem er 16:32,42 mín frá því árið 2023 en hefur ekki hlaupið neitt á braut í ár og á því ekki ársbestan árangur. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
„Tvö Íslandsmet á viku er bara geggjað, gæti auðvitað ekki verið ánægðari með það. Geggjað að taka fimm kílómetra götuhlaup á fimmtudaginn, mæta svo út til Slóveníu í þrjú þúsund metra hindrun og ná að bæta mig líka þar… View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) …Ég hef ekki verið að fókusa á hindrun en vissi að ég ætti að vera í betri formi en ég var í, ég átti semsagt gamla metið líka, þannig að ég er mjög glöð að það tókst. Markmiðið var alltaf að bæta tímann og hlaupið spilaðist eiginlega fullkomlega út“ sagði Andrea sem bætti metið um rúmlega eina sekúndu þegar hún kom í mark á 10:07,38 mínútum. Íslandsmet slegið en Andrea var önnur í keppninni á eftir Andreeu Stavila frá Moldóvu, sem var sú eina sem átti betri tíma en Andrea fyrir hlaupið. „Það átti ein betri tíma en ég, sem heitir líka Andrea. Ég límdi mig fyrir aftan hana og svo missti ég hana svona síðustu þrjá hringina, en ég náði að halda góðum hraða og svo þegar ég var að fara yfir síðustu hindrunina sé ég að ég á séns í metið. Gaf allt í lokasprettinn og rétt náði því, gæti ekki verið sáttari“ sagði Andrea. Andrea og Andreea í hlaupi gærdagsins. FRÍ Andrea keppir aftur á Evrópubikarnum í Slóveníu síðar í dag, þegar hún tekur þátt í fimm kílómetra brautarhlaupi. Hún er nýbúin að slá Íslandsmetið í götuhlaupi í sömu vegalengd og því verður spennandi að sjá hvað Andrea gerir á brautinni í kvöld, klukkan 18:50. Hægt verður að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu á Vísi. Andrea á annan besta tíma skráðra keppenda yfir allt sem er 16:32,42 mín frá því árið 2023 en hefur ekki hlaupið neitt á braut í ár og á því ekki ársbestan árangur.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira