Söng bandaríska þjóðsönginn á spænsku fyrir Dodgers leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júní 2025 12:36 Nezza sést hér eftir að hún söng bandaríska þjóðsönginn á spænsku. Getty/ Kevork Djansezian Rómanska söngkonan Nezza hristi vel upp í hlutunum á hafnaboltaleik í Los Angeles á dögunum. Eins og vaninn er fyrir alla leiki í stóru atvinnumannadeildunum þá er bandaríski þjóðsöngurinn sunginn fyrir alla leiki. Nezza var fengin til að syngja bandaríska þjóðsönginn fyrir leik Los Angeles Dodgers og San Francisco Giants á Dodger Stadium í MLB hafnaboltadeildinni um helgina. Nezza kom öllum á óvart með því að syngja þjóðsönginn á spænsku en ekki á ensku. Hún flutti allan „The Star-Spangled Banner“ þjóðsönginn en notaði spænska þýðingu á honum. Nezza sagðist vera mjög stolt af því sem hún gerði og sér ekki eftir neinu. Forráðamenn Los Angeles Dodgers hafa verið gagnrýndir fyrir að styðja lítið við bakið á innflytjendum sem standa í ströngu í Kaliforníu þessar vikurnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti er í herferð gegn innflytjendum og með sérsveit sem leitar uppi þá sem hafa komið ólöglega inn í landið. Nezza Says Dodgers Told Her She’s No Longer ‘Welcome’ After Singing National Anthem in Spanish https://t.co/W79wPTMjEq— billboard latin (@billboardlatin) June 18, 2025 Þar er engum sýnd miskunn og kappið svo mikið að fullgildir bandarískir borgarar eru stundum gripnir í leiðinni. „Þetta var tækifærið mitt til að sýna öllum að ég stend með þeim og við höfum rödd í öllu því sem er að gerast. Ég er rosalega stolt og það er engin eftirsjá af minni hálfu,“ sagði hin þrítuga Nezza við Associated Press. Nezza ákvað það ekki hvort hún myndi syngja þjóðsönginn á ensku eða spænsku fyrr en hún labbaði út á völlinn til að syngja. Hún söng „El Pendón Estrellado“ sem er opinbera þýðingin á „The Star-Spangled Banner“. „Þetta var bara mín leið til að sýna hvað það er mikil kraftur í rómanska samfélaginu í Los Angeles. Við verðum að láta í okkur heyra,“ sagði Nezza. Forráðmenn Los Angeles Dodgers hafa tilkynnt henni að hún er ekki lengur velkomin á leiki liðsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-edgZe1x6xc">watch on YouTube</a> Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Pep skammast sín og biðst afsökunar Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Sjá meira
Eins og vaninn er fyrir alla leiki í stóru atvinnumannadeildunum þá er bandaríski þjóðsöngurinn sunginn fyrir alla leiki. Nezza var fengin til að syngja bandaríska þjóðsönginn fyrir leik Los Angeles Dodgers og San Francisco Giants á Dodger Stadium í MLB hafnaboltadeildinni um helgina. Nezza kom öllum á óvart með því að syngja þjóðsönginn á spænsku en ekki á ensku. Hún flutti allan „The Star-Spangled Banner“ þjóðsönginn en notaði spænska þýðingu á honum. Nezza sagðist vera mjög stolt af því sem hún gerði og sér ekki eftir neinu. Forráðamenn Los Angeles Dodgers hafa verið gagnrýndir fyrir að styðja lítið við bakið á innflytjendum sem standa í ströngu í Kaliforníu þessar vikurnar. Donald Trump Bandaríkjaforseti er í herferð gegn innflytjendum og með sérsveit sem leitar uppi þá sem hafa komið ólöglega inn í landið. Nezza Says Dodgers Told Her She’s No Longer ‘Welcome’ After Singing National Anthem in Spanish https://t.co/W79wPTMjEq— billboard latin (@billboardlatin) June 18, 2025 Þar er engum sýnd miskunn og kappið svo mikið að fullgildir bandarískir borgarar eru stundum gripnir í leiðinni. „Þetta var tækifærið mitt til að sýna öllum að ég stend með þeim og við höfum rödd í öllu því sem er að gerast. Ég er rosalega stolt og það er engin eftirsjá af minni hálfu,“ sagði hin þrítuga Nezza við Associated Press. Nezza ákvað það ekki hvort hún myndi syngja þjóðsönginn á ensku eða spænsku fyrr en hún labbaði út á völlinn til að syngja. Hún söng „El Pendón Estrellado“ sem er opinbera þýðingin á „The Star-Spangled Banner“. „Þetta var bara mín leið til að sýna hvað það er mikil kraftur í rómanska samfélaginu í Los Angeles. Við verðum að láta í okkur heyra,“ sagði Nezza. Forráðmenn Los Angeles Dodgers hafa tilkynnt henni að hún er ekki lengur velkomin á leiki liðsins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-edgZe1x6xc">watch on YouTube</a>
Hafnabolti Bandaríkin Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Sport „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Dagskráin í dag: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og VARsjáin Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Pep skammast sín og biðst afsökunar Kúrekarnir skutu Ernina niður Doncic áfram óstöðvandi og setti met María aftur heim til Klepp Sjá meira