Tryggði sig á heimsleikana en endaði á sjúkrahúsi tveimur dögum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2025 08:30 Alex Gazan er komin með farseðilinn á heimsleikana en nú er spurning hvort hún geti keppt. @alexgazan_ CrossFit konan Alex Gazan er ein af fáum sem hafa tryggt sig inn á heimsleikana í CrossFit en heppnin var hins vegar ekki með henni tveimur dögum eftir að farseðillinn á leikana var tryggður. Umboðsmaður Alex Gazan er Íslendingurinn Snorri Barón Jónsson og hann sendi skjólstæðingi sínum baráttukveðjur eftir færslu hennar á samfélagsmiðlum. Snorri Barón Jónsson sendi Alex Gazan kveðju.@snorribaron Alex Gazan tryggði sér sæti á heimsleikunum með því að standa sig frábærlega og vinna NorCal Classic undanúrslitamótið um síðustu helgi. Aðeins tveimur dögum síðar lenti hún í bílslysi með eiginmanni sínum Jake. Gazan fótbrotnaði í slysinu og þessi meiðsli eru líkleg til að koma í veg fyrir að hún verði með á heimsleikunum í ágúst. Það eru bara tveir mánuðir í leikana og ólíklegt að hún verði búin að ná sér og komin í keppnisform þá. Þetta er auðvitað mjög svekkjandi fyrir hana enda búin að sýna og sanna að hún er í frábæru formi þessi misserin. Þetta hefði samt getað farið mun verr og það er því líka hægt að horfa á björtu hliðarnar líka. Gazan sagði frá slysinu á samfélagsmiðlum eins og lesa má hér fyrir neðan. „Það sem byrjaði sem skemmtilegt ferðalag breyttist fljótt í mína mest ógnvekjandi lífsreynslu,“ skrifaði Alex Gazan. „Ég þakka guði fyrir að vera enn á lífi og hvernig hann passaði upp á okkur því þetta hefði auðveldlega verið banaslys. Ég og Jake erum í lagi og útskrifuð af spítalanum,“ skrifaði Gazan. „Ég er með lítið brot í dálkinum og fóturinn er líka mjög mikið bólginn. Það voru líka glerbrot þar gler á ekki að vera. Ég vonast samt eftir að ná sér sem fyrst og að ég geti aftur farið að gera það ég elska mest að gera,“ skrifaði Gazan. Það er kostnaðarsamt að enda á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum og hún biðlar því til þeirra góðhjörtuðu sem geta styrkt þau skötuhjúin í því að borga sjúkrahúsreikninga sína. Þeir sem hafa áhuga geta styrkt þau hér. View this post on Instagram A post shared by Alex Gazan (@alexgazan_) CrossFit Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira
Umboðsmaður Alex Gazan er Íslendingurinn Snorri Barón Jónsson og hann sendi skjólstæðingi sínum baráttukveðjur eftir færslu hennar á samfélagsmiðlum. Snorri Barón Jónsson sendi Alex Gazan kveðju.@snorribaron Alex Gazan tryggði sér sæti á heimsleikunum með því að standa sig frábærlega og vinna NorCal Classic undanúrslitamótið um síðustu helgi. Aðeins tveimur dögum síðar lenti hún í bílslysi með eiginmanni sínum Jake. Gazan fótbrotnaði í slysinu og þessi meiðsli eru líkleg til að koma í veg fyrir að hún verði með á heimsleikunum í ágúst. Það eru bara tveir mánuðir í leikana og ólíklegt að hún verði búin að ná sér og komin í keppnisform þá. Þetta er auðvitað mjög svekkjandi fyrir hana enda búin að sýna og sanna að hún er í frábæru formi þessi misserin. Þetta hefði samt getað farið mun verr og það er því líka hægt að horfa á björtu hliðarnar líka. Gazan sagði frá slysinu á samfélagsmiðlum eins og lesa má hér fyrir neðan. „Það sem byrjaði sem skemmtilegt ferðalag breyttist fljótt í mína mest ógnvekjandi lífsreynslu,“ skrifaði Alex Gazan. „Ég þakka guði fyrir að vera enn á lífi og hvernig hann passaði upp á okkur því þetta hefði auðveldlega verið banaslys. Ég og Jake erum í lagi og útskrifuð af spítalanum,“ skrifaði Gazan. „Ég er með lítið brot í dálkinum og fóturinn er líka mjög mikið bólginn. Það voru líka glerbrot þar gler á ekki að vera. Ég vonast samt eftir að ná sér sem fyrst og að ég geti aftur farið að gera það ég elska mest að gera,“ skrifaði Gazan. Það er kostnaðarsamt að enda á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum og hún biðlar því til þeirra góðhjörtuðu sem geta styrkt þau skötuhjúin í því að borga sjúkrahúsreikninga sína. Þeir sem hafa áhuga geta styrkt þau hér. View this post on Instagram A post shared by Alex Gazan (@alexgazan_)
CrossFit Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Sport „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Fleiri fréttir Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sjá meira