Sterametið mölbrotið í Leifsstöð: Lögðu hald á um 9 lítra af sterum og 44 þúsund töflur Agnar Már Másson skrifar 11. júní 2025 17:18 Árið 2023 var lagt hald á ríflega 500 steratöflur við landamærin en árið 2024 nam fjöldinn tæplega 44 þúsundum. Getty/Stefania Pelfini Aldrei hafa fleiri steratöflur verið haldlagðar við landamærin á Keflavíkurflugvelli heldur en árið 2024, sem mölbrýtur fyrri met. Framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins hefur áhyggjur af því að fleiri sækist í vefaukandi stera og segir of frjálslega talað um steranotkun á samfélagsmiðlum. Samkvæmt gögnum frá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum var lagt hald á 43.898 töflur af vefaukandi sterum við Keflavíkurflugvöll árið 2024, sem er áttatíu og fimm sinnum meira en lagt var hald á árið áður (512 töflur). Fjöldin er 27 sinnum meiri en síðasta met, þegar 1.630 töflur voru haldlagðar árið 2020. Auk þess var lagt hald á 8.717 millilítra af sterum í vökvaformi við landamærin í fyrra, sem er þreföldun frá fyrra meti, 2.900 millilítra árið 2022 en þá tók lögreglan þátt í alþjóðlegu lögregluátaki gegn innflutningi ólöglegra efna. Aðeins einu sinni hefur verið lagt hald á steraduft, þegar lögregla lagði hald á 3,5 kíló af slíku árið 2021. Málum fækkar þó milli ára Málum fækkaði þó milli ára, úr tólf árið 2023 niður í níu árið 2024, en málum hefur fjölgað verulega síðan 2018, en þá voru ný lög sett um frammistöðubætandi lyf til að bregðast við auknum innflutningi og notkun efnanna og styrkja réttarheimildir lögreglu og annarra eftirlitsaðila. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins, segir að sterar séu afar algengir á Ísandi rétt eins og hvert annað fíkniefni. Í raun sé ekkert mál að panta stera í spjallhópum á netinu. „Það er mjög auðvelt að nálgast það þó við séum á eyju.“ Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins.Visir/Arnar Halldórsson Hann segir aftur á móti að þessi gögn komi á óvart. „En það er náttúrulega bara brotabrot sem er haldlagt,“ bætir hann við. Birgir segir þó að fleiri noti stera utan atvinnuíþrótta heldur en innan þeirra. Gætir bókstaflega orðið heimskari Kveðst Birgir hafa tekið eftir því að undanförnu að fólk, einkum ungir menn, tali fremur frjálslega um steranotkun bæði á samfélagsmiðlum og í raunheimum. Rannsóknir hafa sýnt að samfélagsmiðlaefni þar sem steranotkun er vegsömuð fái jafnvel að blómstra á miðlum eins og TikTok. „Fólk sem ætlar sér ekkert að nota svona efni sér það réttlætt bæði á samfélagsmiðlum og í gymminu hjá sér,“ segir Birgir. Nefnir hann í því samhengi hina ýmsu vaxtaræktaráhirfavalda sem gefi gjarnan skakka mynd af því hvernig menn eigi að líta. „Ég hef líka tekið eftir því persónulega,“ heldur hann áfram, „að það sé talað um notkun á sterum eins og það sé ekkert vandamál.“ En vandamálin er allmörg, þó aukaverkar séu ekki endilga útlitaðir á pakkningunum. Frjósemisvandamál, útbrot og sýkingar í húð, hærri blóðþrýstingur og lifravandamál eru að sögn Birgis algengar aukaverkanir, og jafnvel þynning heilabarkar, sem geti valdið vitsmunaskerðingu. Þannig að maður verður heimskari? „Já, beisikklí.“ Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Smygl Tollgæslan Lögreglumál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Samkvæmt gögnum frá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum var lagt hald á 43.898 töflur af vefaukandi sterum við Keflavíkurflugvöll árið 2024, sem er áttatíu og fimm sinnum meira en lagt var hald á árið áður (512 töflur). Fjöldin er 27 sinnum meiri en síðasta met, þegar 1.630 töflur voru haldlagðar árið 2020. Auk þess var lagt hald á 8.717 millilítra af sterum í vökvaformi við landamærin í fyrra, sem er þreföldun frá fyrra meti, 2.900 millilítra árið 2022 en þá tók lögreglan þátt í alþjóðlegu lögregluátaki gegn innflutningi ólöglegra efna. Aðeins einu sinni hefur verið lagt hald á steraduft, þegar lögregla lagði hald á 3,5 kíló af slíku árið 2021. Málum fækkar þó milli ára Málum fækkaði þó milli ára, úr tólf árið 2023 niður í níu árið 2024, en málum hefur fjölgað verulega síðan 2018, en þá voru ný lög sett um frammistöðubætandi lyf til að bregðast við auknum innflutningi og notkun efnanna og styrkja réttarheimildir lögreglu og annarra eftirlitsaðila. Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins, segir að sterar séu afar algengir á Ísandi rétt eins og hvert annað fíkniefni. Í raun sé ekkert mál að panta stera í spjallhópum á netinu. „Það er mjög auðvelt að nálgast það þó við séum á eyju.“ Birgir Sverrisson, framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlitsins.Visir/Arnar Halldórsson Hann segir aftur á móti að þessi gögn komi á óvart. „En það er náttúrulega bara brotabrot sem er haldlagt,“ bætir hann við. Birgir segir þó að fleiri noti stera utan atvinnuíþrótta heldur en innan þeirra. Gætir bókstaflega orðið heimskari Kveðst Birgir hafa tekið eftir því að undanförnu að fólk, einkum ungir menn, tali fremur frjálslega um steranotkun bæði á samfélagsmiðlum og í raunheimum. Rannsóknir hafa sýnt að samfélagsmiðlaefni þar sem steranotkun er vegsömuð fái jafnvel að blómstra á miðlum eins og TikTok. „Fólk sem ætlar sér ekkert að nota svona efni sér það réttlætt bæði á samfélagsmiðlum og í gymminu hjá sér,“ segir Birgir. Nefnir hann í því samhengi hina ýmsu vaxtaræktaráhirfavalda sem gefi gjarnan skakka mynd af því hvernig menn eigi að líta. „Ég hef líka tekið eftir því persónulega,“ heldur hann áfram, „að það sé talað um notkun á sterum eins og það sé ekkert vandamál.“ En vandamálin er allmörg, þó aukaverkar séu ekki endilga útlitaðir á pakkningunum. Frjósemisvandamál, útbrot og sýkingar í húð, hærri blóðþrýstingur og lifravandamál eru að sögn Birgis algengar aukaverkanir, og jafnvel þynning heilabarkar, sem geti valdið vitsmunaskerðingu. Þannig að maður verður heimskari? „Já, beisikklí.“
Keflavíkurflugvöllur Fíkniefnabrot Smygl Tollgæslan Lögreglumál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira