Hamingjusöm pör noti mikið samanburð við aðra Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. maí 2025 12:13 Kristín Tómasdóttir vann rannsókn sína út frá viðtölum við átta hamingjusöm pör. Vísir/Vilhelm/Getty Fjölskyldumeðferðarfræðingur segir mótlæti, þakklæti og samanburð við önnur pör vera það helsta sem einkennir hamingjusöm pör. Ástin hafi óþolandi mikil áhrif á hamingju fólks bæði til góðs og ills. Hamingjusöm pör séu fimmfalt afkastameiri en aðrir. Kristín Tómasdóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur, lauk nýlega við meistararitgerðina „Hamingjusöm pör á Íslandi“ sem hún skrifaði við félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknin að baki ritgerðinni byggðist á viðtölum við átta pör sem töldu sig vera í hamingjusömum parasamböndum. Kristín kom í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða um rannsóknina og hamingjusöm pör. Mótlæti ýti undir hamingju Ein helsta niðurstaðan sem kom fram í rannsókn Kristínar var að mótlæti ýtir undir tilfinningu fólks að það sé í hamingjusömum parasamböndum. „Eitt af því sem kom fram í þessari rannsókn sem ég var að gera á hamingjusömum pörum að mótlæti er eitt af því sem ýtir undir hamingju í parasamböndum. Þá kannski sérstaklega utanaðkomandi mótlæti en líka mótlæti í sambandinu þegar fólk finnur að það sé að reyna á og makinn er styðjandi,“ segir Kristín. Eru allir sammála um hvað það er að vera hamingjusamar? „Þetta með hamingjuna og ástina er eitthvað sem heimspekingar til forna voru að reyna að svara og það hefur engum tekist það almennilega,“ segir Kristín. „Það er alltaf byggt á einhverju sjálfsmati.“ „Hamingjan er það breytileg frá jafnvel mínútu til mínútu að það er svolítið erfitt að rannsaka hana sem fasta breytu,“ segir Kristín. Ástin of áhrifamikil „Þú getur verið mjög hamingjusamur í lífinu en verið að takast kannski á við eitthvað erfitt sem dregur úr því. Það sem mér er svo hugleikið er hvað ástin hefur óþolandi mikil áhrif á það hvort við séum hamingjusöm eða ekki,“ segir Kristín. Best væri ef hamingjan kæmi innan frá. „Það sem hefur mesta forspárgildið fyrir hamingju er sterk sjálfsmynd og að vita hver þú ert, standa með þér og þínum gildum. En það er alveg óþolandi hvað fólk er mikið hamingjusamara þegar það er í góðum parasamböndum en þegar það er til dæmis eitt. Og hvað það getur dregið mikið úr hamingjunni þinni að vera í óhamingjusömu parasambandi,“ segir hún. Almennt geri fólk lítið úr ástarsamböndum þó þau þjóni mikilvægu hlutverki „Ástarsamband er eitthvað svo léttvægt, ,hættu þessu væli' og eitthvað svona. Þetta á bara að vera eitthvað aukaatriði og rómantísk froða í þínu lífi. En þetta er grunnurinn að svo ótrúlega miklu,“ segir Kristín. Hamingjusöm pör skili fimmfalt betri vinnu „Við könnumst öll við það að ef það er einhver togstreita heima eða í þessu parasambandi sem þú ert í og svo ferðu í vinnuna og þú stendur þig ekki jafnvel í vinnunni, þú ert ekki jafngott foreldri og þér bara gengur ekki vel,“ segir hún. „Ég las einu sinni tölur um það að fólk sem er í hamingjusömum parasamböndum skilar fimmfalt betri vinnu en fólk í togstreittum parasamböndum. Á einhverjum skala er fimmfalt meiri vinna milli botns og topps,“ segir Kristín. Hvernig mæla menn þetta? „Það er allur gangur á því. Þessi rannsókn sem ég var að gera er eigindleg rannsókn sem er byggð á viðtölum. Við getum ekkert eitthvað alhæft út frá því, þetta getur bara gefið okkur einhverjar vísbendingar. En hamingjan er mæld, það eru til mjög góðir mælikvarðar á hamingjuna, svona sjálfsmatsmælikvarðar,“ segir Kristín. „Það er nóg að fólk upplifi það sjálft, það er þeirra eigið huglæga mat að þau séu hamingjusöm.“ Fólk noti mikið samanburð við önnur pör Fyrir utan það að rannsóknin sýni að mótlæti ýti undir hamingju í parasamböndum þá virðist samanburður líka þjóna lykilhlutverki hjá hamingjusömum pörum. „Fólk notar mjög mikið samanburð við önnur pör, bæði samanburð við parasambönd sem þau hafa verið í sjálf, parasambönd í kringum þau og parasambönd foreldra þeirra. Þetta er einhver mælikvarði sem fólk notar á hvort það sjálft sé hamingjusamt í sínu parasambandi eða ekki,“ segir Kristín. Þegar fólk sjái eða finni fyrir togstreitu í parasamböndum í kringum sig ýtir það undir þakklæti í þeirra eigin parasambandi. „Annað sem við vitum alveg er að samvera eykur hamingju í parasamböndum meðan fólk sem er í óhamingjusömum parasamböndum reynir að vera sem minnst með maka sínum,“ segir Kristín. Er þá ekki mikilvægt að eiga sama áhugamál? „Það getur ýtt undir það en svo auka stefnumót á hamingju í parasamböndum, segir hún. Að sögn Kristínar leiddi rannsókn í Bandaríkjunum í ljós fyrir ekki svo löngu síðan að fólk sem fer á stefnumót einu sinni í mánuði sé töluvert hamingjusamara en önnur pör. Sama hvernig stefnumótið er? „Ég held að þetta hafi meira með að gera að hamingjusöm pör eru duglegri við að fara á stefnumót og þeir sem fara á stefnumót aktívt eru hamingjusamari en önnur pör,“ segir Kristín. Þakklátir líklegri til að vera hamingjusamir Stjórnendum Bítisins lék þá forvitni á að vita hvort samanburður við aðra geti ekki snúist upp í andhverfu sína. „Nú vinn ég sem pararáðgjafi með pörum sem eru ekki sérstaklega hamingjusöm. Eitt sem þau nefna er að þau sjá önnur pör og hvað þau eru hamingjusöm og langar til þess að finna það sama,“ segir Kristín. „En það sem mér fannst gaman að sjá með hamingjusömu pörin er að þetta nýtist í hina áttina líka. Ýtir undir tilfinninguna um að þú sért í hamingjusömu parasambandi, þetta þakklæti,“ segir hún. Þakklæti er ein af þeim breytum sem skora hvað hæst á hamingjukvörðum. „Fólk sem er þakklátt er líklegra til þess að vera hamingjusamt en annað fólk,“ segir Kristín. Ástin og lífið Bítið Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Kristín Tómasdóttir, fjölskyldumeðferðarfræðingur, lauk nýlega við meistararitgerðina „Hamingjusöm pör á Íslandi“ sem hún skrifaði við félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknin að baki ritgerðinni byggðist á viðtölum við átta pör sem töldu sig vera í hamingjusömum parasamböndum. Kristín kom í Bítið á Bylgjunni í morgun til að ræða um rannsóknina og hamingjusöm pör. Mótlæti ýti undir hamingju Ein helsta niðurstaðan sem kom fram í rannsókn Kristínar var að mótlæti ýtir undir tilfinningu fólks að það sé í hamingjusömum parasamböndum. „Eitt af því sem kom fram í þessari rannsókn sem ég var að gera á hamingjusömum pörum að mótlæti er eitt af því sem ýtir undir hamingju í parasamböndum. Þá kannski sérstaklega utanaðkomandi mótlæti en líka mótlæti í sambandinu þegar fólk finnur að það sé að reyna á og makinn er styðjandi,“ segir Kristín. Eru allir sammála um hvað það er að vera hamingjusamar? „Þetta með hamingjuna og ástina er eitthvað sem heimspekingar til forna voru að reyna að svara og það hefur engum tekist það almennilega,“ segir Kristín. „Það er alltaf byggt á einhverju sjálfsmati.“ „Hamingjan er það breytileg frá jafnvel mínútu til mínútu að það er svolítið erfitt að rannsaka hana sem fasta breytu,“ segir Kristín. Ástin of áhrifamikil „Þú getur verið mjög hamingjusamur í lífinu en verið að takast kannski á við eitthvað erfitt sem dregur úr því. Það sem mér er svo hugleikið er hvað ástin hefur óþolandi mikil áhrif á það hvort við séum hamingjusöm eða ekki,“ segir Kristín. Best væri ef hamingjan kæmi innan frá. „Það sem hefur mesta forspárgildið fyrir hamingju er sterk sjálfsmynd og að vita hver þú ert, standa með þér og þínum gildum. En það er alveg óþolandi hvað fólk er mikið hamingjusamara þegar það er í góðum parasamböndum en þegar það er til dæmis eitt. Og hvað það getur dregið mikið úr hamingjunni þinni að vera í óhamingjusömu parasambandi,“ segir hún. Almennt geri fólk lítið úr ástarsamböndum þó þau þjóni mikilvægu hlutverki „Ástarsamband er eitthvað svo léttvægt, ,hættu þessu væli' og eitthvað svona. Þetta á bara að vera eitthvað aukaatriði og rómantísk froða í þínu lífi. En þetta er grunnurinn að svo ótrúlega miklu,“ segir Kristín. Hamingjusöm pör skili fimmfalt betri vinnu „Við könnumst öll við það að ef það er einhver togstreita heima eða í þessu parasambandi sem þú ert í og svo ferðu í vinnuna og þú stendur þig ekki jafnvel í vinnunni, þú ert ekki jafngott foreldri og þér bara gengur ekki vel,“ segir hún. „Ég las einu sinni tölur um það að fólk sem er í hamingjusömum parasamböndum skilar fimmfalt betri vinnu en fólk í togstreittum parasamböndum. Á einhverjum skala er fimmfalt meiri vinna milli botns og topps,“ segir Kristín. Hvernig mæla menn þetta? „Það er allur gangur á því. Þessi rannsókn sem ég var að gera er eigindleg rannsókn sem er byggð á viðtölum. Við getum ekkert eitthvað alhæft út frá því, þetta getur bara gefið okkur einhverjar vísbendingar. En hamingjan er mæld, það eru til mjög góðir mælikvarðar á hamingjuna, svona sjálfsmatsmælikvarðar,“ segir Kristín. „Það er nóg að fólk upplifi það sjálft, það er þeirra eigið huglæga mat að þau séu hamingjusöm.“ Fólk noti mikið samanburð við önnur pör Fyrir utan það að rannsóknin sýni að mótlæti ýti undir hamingju í parasamböndum þá virðist samanburður líka þjóna lykilhlutverki hjá hamingjusömum pörum. „Fólk notar mjög mikið samanburð við önnur pör, bæði samanburð við parasambönd sem þau hafa verið í sjálf, parasambönd í kringum þau og parasambönd foreldra þeirra. Þetta er einhver mælikvarði sem fólk notar á hvort það sjálft sé hamingjusamt í sínu parasambandi eða ekki,“ segir Kristín. Þegar fólk sjái eða finni fyrir togstreitu í parasamböndum í kringum sig ýtir það undir þakklæti í þeirra eigin parasambandi. „Annað sem við vitum alveg er að samvera eykur hamingju í parasamböndum meðan fólk sem er í óhamingjusömum parasamböndum reynir að vera sem minnst með maka sínum,“ segir Kristín. Er þá ekki mikilvægt að eiga sama áhugamál? „Það getur ýtt undir það en svo auka stefnumót á hamingju í parasamböndum, segir hún. Að sögn Kristínar leiddi rannsókn í Bandaríkjunum í ljós fyrir ekki svo löngu síðan að fólk sem fer á stefnumót einu sinni í mánuði sé töluvert hamingjusamara en önnur pör. Sama hvernig stefnumótið er? „Ég held að þetta hafi meira með að gera að hamingjusöm pör eru duglegri við að fara á stefnumót og þeir sem fara á stefnumót aktívt eru hamingjusamari en önnur pör,“ segir Kristín. Þakklátir líklegri til að vera hamingjusamir Stjórnendum Bítisins lék þá forvitni á að vita hvort samanburður við aðra geti ekki snúist upp í andhverfu sína. „Nú vinn ég sem pararáðgjafi með pörum sem eru ekki sérstaklega hamingjusöm. Eitt sem þau nefna er að þau sjá önnur pör og hvað þau eru hamingjusöm og langar til þess að finna það sama,“ segir Kristín. „En það sem mér fannst gaman að sjá með hamingjusömu pörin er að þetta nýtist í hina áttina líka. Ýtir undir tilfinninguna um að þú sért í hamingjusömu parasambandi, þetta þakklæti,“ segir hún. Þakklæti er ein af þeim breytum sem skora hvað hæst á hamingjukvörðum. „Fólk sem er þakklátt er líklegra til þess að vera hamingjusamt en annað fólk,“ segir Kristín.
Ástin og lífið Bítið Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira