„Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 19. maí 2025 21:54 Andri Rafn Yeoman Paweł/Vísir Breiðablik vann góðan 2-1 sigur á Val í kvöld þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í lokaleik sjöundu umferð Bestu deild karla. „Þetta var ansi sætur sigur“ sagði Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir sigurinn í kvöld. „Hörku skemmtilegur og flottur leikur. Geggjað að ná þremur stigum og ég er bara hæst ánægður með þetta“ Leikurinn var kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. „Valur er náttúrulega með hörku lið og kannski á vissum köflum í leiknum þá fannst mér þeir einmitt vera kannski fyrr til á seinni boltana og þá eru þeir með stórhættulega leikmenn, sérstaklega þegar þeir eru komnir á síðasta þriðjung sem geta búið til eitthvað og þeir fengu vissulega færi“ „Að sama skapi þá fannst mér við á stórum köflum hafa ágætis tök í þessu. Sérstaklega þegar við náum að halda vel í boltann og halda þeim neðar á vellinum og halda þeim svolítið þar. Þá fannst mér við komast í margar góðar stöður“ „Maður er náttúrulega gráðugur, sérstaklega þegar maður er aftarlega á vellinum. Maður vill miklu meira fram á við að menn séu löngu búnir að skora fleiri mörk og gera út um þetta svo þetta sé ekki svona spennandi“ Valsmenn voru svekktir með að stórar ákvarðanir í restina hafi fallið gegn þeim og með Blikum. „Já eflaust. Ég veit ekki um hvað þú ert að tala, ég átta mig ekki á því“ Andri Rafn Yeoman skoraði jöfnunarmark Breiðabliks í kvöld en hann er ekki þekktur fyrir að vera mikið í markaskónnum. „Það er ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili. Það er alltaf gaman“ Breiðablik eru eftir umferðina einir á toppi deildarinnar með sextán stig en úrslit umferðarinnar féllu þeim í hag. „Þetta er rétt að byrja. Jöfn og skemmtileg deild. Að vera á toppnum eftir sjö umferðir segir ekki alla söguna en auðvitað frábært. Stigasöfnun verið ágæt á þessu tímabili. Kannski kaflaskiptir leikir hjá okkur og allskonar sigrar og stig sem við erum að ná í þannig ég held að það sé gott að einmitt byggja á þessu. Við eigum samt ennþá töluvert inni varðandi frammistöður“ Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira
„Þetta var ansi sætur sigur“ sagði Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir sigurinn í kvöld. „Hörku skemmtilegur og flottur leikur. Geggjað að ná þremur stigum og ég er bara hæst ánægður með þetta“ Leikurinn var kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. „Valur er náttúrulega með hörku lið og kannski á vissum köflum í leiknum þá fannst mér þeir einmitt vera kannski fyrr til á seinni boltana og þá eru þeir með stórhættulega leikmenn, sérstaklega þegar þeir eru komnir á síðasta þriðjung sem geta búið til eitthvað og þeir fengu vissulega færi“ „Að sama skapi þá fannst mér við á stórum köflum hafa ágætis tök í þessu. Sérstaklega þegar við náum að halda vel í boltann og halda þeim neðar á vellinum og halda þeim svolítið þar. Þá fannst mér við komast í margar góðar stöður“ „Maður er náttúrulega gráðugur, sérstaklega þegar maður er aftarlega á vellinum. Maður vill miklu meira fram á við að menn séu löngu búnir að skora fleiri mörk og gera út um þetta svo þetta sé ekki svona spennandi“ Valsmenn voru svekktir með að stórar ákvarðanir í restina hafi fallið gegn þeim og með Blikum. „Já eflaust. Ég veit ekki um hvað þú ert að tala, ég átta mig ekki á því“ Andri Rafn Yeoman skoraði jöfnunarmark Breiðabliks í kvöld en hann er ekki þekktur fyrir að vera mikið í markaskónnum. „Það er ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili. Það er alltaf gaman“ Breiðablik eru eftir umferðina einir á toppi deildarinnar með sextán stig en úrslit umferðarinnar féllu þeim í hag. „Þetta er rétt að byrja. Jöfn og skemmtileg deild. Að vera á toppnum eftir sjö umferðir segir ekki alla söguna en auðvitað frábært. Stigasöfnun verið ágæt á þessu tímabili. Kannski kaflaskiptir leikir hjá okkur og allskonar sigrar og stig sem við erum að ná í þannig ég held að það sé gott að einmitt byggja á þessu. Við eigum samt ennþá töluvert inni varðandi frammistöður“
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira