Sport

Dag­skráin í dag: Úr­slita­leikur FA Cup, risamót í golfi og sjóð­heit lið í Bestu

Sindri Sverrisson skrifar
Erling Haaland er kominn aftur af stað eftir meiðsli og ætti að geta spilað bikarúrslitaleikinn í dag.
Erling Haaland er kominn aftur af stað eftir meiðsli og ætti að geta spilað bikarúrslitaleikinn í dag. Getty/Joe Prior

Það er spennandi dagur á sportrásum Stöðvar 2 því þar má finna tímatökuna í Formúlu 1, úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í fótbolta, PGA-meistaramótið í golfi og fjóra leiki í Bestu deild kvenna.

Crystal Palace getur unnið fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins þegar liðið mætir Manchester City á Wembley í dag, í úrslitaleik enska bikarsins, en flautað verður til leiks klukkan 15:30.

Áður en að því kemur fer fram tímatakan í Formúlu 1 á Imola, þar sem bein útsending hefst klukkan 13:45.

Þróttur og FH hafa verið sjóðheit í Bestu deild kvenna í sumar og geta hvort um sig með sigri í Laugardalnum í dag náð toppliði Breiðabliks að stigum. Alls eru fjórir leikir í deildinni á dagskrá í dag því nýliðar FHL reyna að ná í sín fyrstu stig í Garðabænum, hinir nýliðarnir í Fram taka á móti Þór/KA og loks mætast Víkingur og Tindastóll í slag liða sem vilja ólm komast fjær botninum.

Vodafone Sport

10.25 F1: Imola - Æfing 3 (Formúla 1)

13.45 F1: Imola - Tímataka (Formúla 1)

15.15 Crystal Palace - Man. City (FA Cup)

18.00 PGA Championship (Golf)

Stöð 2 Sport

13.50 Þróttur - FH (Besta deild kvenna)

Stöð 2 BD

13.50 Stjarnan - FHL (Besta deild kvenna)

16.05 Fram - Þór/KA (Besta deild kvenna)

Stöð 2 BD 2

16.05 Víkingur - Tindastóll (Besta deild kvenna)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×