Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. maí 2025 11:30 Stjórn ÍBV ásamt forsvarsmönnum UMFÍ og ÍSÍ þegar aðildarsamningur var undirritaður í Vestmannaeyjum. Íþróttabandalag Vestmannaeyja, ÍBV, er orðinn aðili að Ungmennafélagi Íslands, UMFÍ. Lýkur þar með vegferð sem hófst fyrir rúmum aldarfjórðungi, nú þegar öll íþróttafélög landsins eru orðin aðildarfélög UMFÍ. UMFÍ var stofnað árið 1907 sem landssamband ungmennafélaga landsins og fram að aldamótum, eingöngu ungmennafélaga. Þá sóttu íþróttabandalögin um aðild að UMFÍ. Síðasta aldarfjórðunginn hefur verið tekist á um aðild íþróttabandalaganna, sem eru sannarlega ekki ungmennafélög, en eftir langt ferli og breytingar á fjárúthlutunarreglum var þeim formlega hleypt inn í UMFÍ árið 2019. Aðildarumsóknir Íþróttabandalags Akraness (ÍA), Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) voru þá samþykktar. Í kjölfarið bættust við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH), Íþróttabandalag Suðurnesja (ÍS) og Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB). Hvað gerir UMFÍ? „Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög þeirra… Nálgun UMFÍ er tvíþætt. Annars vegar styrkir UMFÍ sambandsaðila og aðildarfélög þeirra og veitir ráðgjöf. Hins vegar stendur UMFÍ fyrir eigin viðburðum og verkefnum þar sem áhersla er lögð á líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska félagsmanna í samræmi við stefnu sambandsins“ segir á heimasíðu UMFÍ. ÍBV varð síðan í gær síðasta íþróttabandalagið til að ganga inn í UMFÍ, sem þýðir að öll 25 íþróttahéruð og aðildarfélögin tæplega 500 félög um allt land eru orðnir sambandsaðilar. Umfang UMFÍ hefur aukist til muna og talað um að iðkendafjöldi hafi hátt í tvöfaldast. „UMFÍ er búið að ná því að vera þessi landssamtök sem það stendur fyrir. Allt landið undir og þar með víðfeðmara og meiri kraftur“ sagði Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, í samtali við Vísi. Aðspurður hvaða þýðingu þetta hefði fyrir UMFÍ. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Við höfum alltaf horft í það að vera grasrótarsamtök. Það skiptir okkur miklu máli að vera með fjölbreytni og víðtæka skírskotun. Þannig að þetta er mjög stórt, fyrir ungmennafélagshreyfinguna“ sagði Jóhann einnig. ÍSÍ Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Sjá meira
UMFÍ var stofnað árið 1907 sem landssamband ungmennafélaga landsins og fram að aldamótum, eingöngu ungmennafélaga. Þá sóttu íþróttabandalögin um aðild að UMFÍ. Síðasta aldarfjórðunginn hefur verið tekist á um aðild íþróttabandalaganna, sem eru sannarlega ekki ungmennafélög, en eftir langt ferli og breytingar á fjárúthlutunarreglum var þeim formlega hleypt inn í UMFÍ árið 2019. Aðildarumsóknir Íþróttabandalags Akraness (ÍA), Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) og Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) voru þá samþykktar. Í kjölfarið bættust við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH), Íþróttabandalag Suðurnesja (ÍS) og Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB). Hvað gerir UMFÍ? „Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög þeirra… Nálgun UMFÍ er tvíþætt. Annars vegar styrkir UMFÍ sambandsaðila og aðildarfélög þeirra og veitir ráðgjöf. Hins vegar stendur UMFÍ fyrir eigin viðburðum og verkefnum þar sem áhersla er lögð á líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska félagsmanna í samræmi við stefnu sambandsins“ segir á heimasíðu UMFÍ. ÍBV varð síðan í gær síðasta íþróttabandalagið til að ganga inn í UMFÍ, sem þýðir að öll 25 íþróttahéruð og aðildarfélögin tæplega 500 félög um allt land eru orðnir sambandsaðilar. Umfang UMFÍ hefur aukist til muna og talað um að iðkendafjöldi hafi hátt í tvöfaldast. „UMFÍ er búið að ná því að vera þessi landssamtök sem það stendur fyrir. Allt landið undir og þar með víðfeðmara og meiri kraftur“ sagði Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, í samtali við Vísi. Aðspurður hvaða þýðingu þetta hefði fyrir UMFÍ. „Þetta skiptir mjög miklu máli. Við höfum alltaf horft í það að vera grasrótarsamtök. Það skiptir okkur miklu máli að vera með fjölbreytni og víðtæka skírskotun. Þannig að þetta er mjög stórt, fyrir ungmennafélagshreyfinguna“ sagði Jóhann einnig.
Hvað gerir UMFÍ? „Ungmennafélag Íslands er landssamband ungmennafélaga. UMFÍ er þjónustu- og samræmingaraðili fyrir sambandsaðila og aðildarfélög þeirra… Nálgun UMFÍ er tvíþætt. Annars vegar styrkir UMFÍ sambandsaðila og aðildarfélög þeirra og veitir ráðgjöf. Hins vegar stendur UMFÍ fyrir eigin viðburðum og verkefnum þar sem áhersla er lögð á líkamlegan, andlegan og félagslegan þroska félagsmanna í samræmi við stefnu sambandsins“ segir á heimasíðu UMFÍ.
ÍSÍ Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Sport Fleiri fréttir „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Öryggismyndvél á sjúkrahúsi hreinsaði nafn heimsmeistara Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Sjá meira