Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. maí 2025 07:03 Kolbrún Anna Vignisdóttir er viðmælandi í Tískutali. Vísir/Anton Brink „Ég hafði bara alltaf svo geðveikt mikinn áhuga á þessu og mig langaði að lifa og hrærast í þessari tískumenningu,“ segir förðunarfræðingurinn og tískudrottningin Kolbrún Anna Vignisdóttir. Kolla, eins og hún er gjarnan kölluð fer einstakar leiðir í klæðaburði, er með meistaragráðu í flottum samsetningum og kann betur en flestir að kaupa trylltar flíkur á nytjamarkaði. Hún er viðmælandi í Tískutali. Hér má sjá viðtalið við Kollu í heild sinni þar sem við fáum að skyggnast inn í fataskáp hennar: Ljótt sem verður svo flott Kolla starfar sem förðunarfræðingur og klæðir sig mikið eftir skapi og tilfinningu. „Ég reyni að pæla mjög mikið í endurnýtingu þegar ég versla. Mér finnst það bara svo gaman, það er miklu meiri saga og maður þarf að hafa fyrir því að kaupa þessi föt, að grúska og leita.“ Það eru fáar reglur sem stoppa Kollu af í klæðaburði og út frá því koma gjarnan mjög skemmtilegar samsetningar. „Mér finnst ég ekkert eitthvað snillingur í að setja flíkur saman. En ég hef mjög gaman að lögum (e. layers) af flíkum. Til dæmis gallapils yfir gallabuxur, eitthvað ljótt sem verður svo flott. Mér finnst það skemmtileg pæling.“ View this post on Instagram A post shared by Kolbrún Anna Vignisdóttir (@kolavig) Kolla var á sínum tíma snemma byrjuð að halda uppi tískubloggi og taka púlsinn á helstu stefnunum og straumunum. „Ég hafði bara svo geðveikt mikinn áhuga á þessu. Svo var ég sjálfboðaliði á Reykjavík Fashion Festival þegar það var í gangi. Ég vildi svo mikið hrærast í þessari tískumenningu þótt við séum ekkert með mestu tískumenninguna hér heima. Manni fannst þessir hlutir svo skemmtilegir og það hefur alltaf verið svo gaman að fylgjast með íslenskri hönnun. Þetta blundaði alltaf í mér.“ Vaknaði í stuði fyrir allt gult Hún segist þó ekki endilega upplifa sig sem tískufyrirmynd. „Mér fannst ég alls ekkert alltaf smart. Sem unglingur vaknaði ég og hugsaði kannski: „Heyrðu ég ætla að vera í öllu gulu í dag“ og það var engin ástæða fyrir því. Ég hef greinilega alltaf haft þessa þörf til að tjá mig, hvort sem það var með litum eða einhverju öðru. Þetta var stundum algjört flipp sem er smá ég. Ég er ótrúlega hvatvís og geri eitthvað. Svo bara fílar fólk mig eða ekki. Svo lengi sem ég stend með þessu gula dressi þann dag þá er það bara geggjað,“ segir Kolla brosandi. View this post on Instagram A post shared by Kolbrún Anna Vignisdóttir (@kolavig) Innblásturinn kemur úr öllum áttum og á Kolla það til að fara alla leið í ákveðnum stíl. „Ég er svo mikið kamelljón og ég á svo auðvelt með að fara alla leið í einhverju. Til dæmis var ég að horfa á myndina American Hustle og þættina The Serpent. Þar eru mega 70’s víbrur og þá fer ég bara algjörlega inn í það, hlusta á þannig tónlist, klæði mig algjörlega í þann stíl og er svolítið dottinn inn í þann heim. Bara nú ætla ég að þykjast vera þessi karakter í smá. Þættir, bíómyndir og tónlist er líka ótrúlega mikill innblástur í starfinu mínu sem förðunarfræðingur. Ég elska til dæmsi RuPaul's Drag Race og það er svo geggjað að fá innblástur frá alvöru fólki sem er að gera alvöru list.“ Góð ráð fyrir þau sem pissa sitjandi og eru í samfesting Hún hefur lent í ýmsum skemmtilegum og ansi fyndnum tískuævintýrum sem hún er óhrædd við að deila. „Ég elska samfestinga og á eina svolítið skemmtilega og vandræðalega samfestingasögu. Ég var í ótrúlega fínu boði í Noregi, mér var boðið út á vegum H&M og þarna voru fullt af áhrifavöldum saman á einhverju voða fínu listasafni í kastala. Þetta var rosa fínn kvöldverður, allt svolítið stíft og ég var rosa mikið að vanda mig við að vera dönnuð en ég er bara algjör klaufi.“ Kolla var klædd í gellusamfesting og ætlaði rétt að smeygja sér á klósettið. „Ég ætlaði bara að láta lítið fyrir mér fara. Svo eins og við gerum þá setumst við og maður þarf að fara úr öllu til að pissa. Svo þegar ég klæði mig aftur í samfestingin er ég bara að fara i pissublautar ermar. Þannig maður verður semsagt að passa sig gott fólk, þegar þið eruð í samfesting þurfiði að passa að vefja honum utan um ykkur þegar þið pissið.“ Aðspurð hvernig hún leysti úr þessu segir Kolla hlæjandi: „Þetta var bara sena. Ég var í vaskinum með hálfan samfestinginn og það var eitthvað fólk komið með mér í þetta. Ég er bara þannig að ég verð að deila þessu með fólki og ég er að gera það með ykkur núna. Því svona er þetta bara, stundum gerist eitthvað svona og það er bara ógeðslega gaman að segja frá því.“ Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Fleiri fréttir Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Hér má sjá viðtalið við Kollu í heild sinni þar sem við fáum að skyggnast inn í fataskáp hennar: Ljótt sem verður svo flott Kolla starfar sem förðunarfræðingur og klæðir sig mikið eftir skapi og tilfinningu. „Ég reyni að pæla mjög mikið í endurnýtingu þegar ég versla. Mér finnst það bara svo gaman, það er miklu meiri saga og maður þarf að hafa fyrir því að kaupa þessi föt, að grúska og leita.“ Það eru fáar reglur sem stoppa Kollu af í klæðaburði og út frá því koma gjarnan mjög skemmtilegar samsetningar. „Mér finnst ég ekkert eitthvað snillingur í að setja flíkur saman. En ég hef mjög gaman að lögum (e. layers) af flíkum. Til dæmis gallapils yfir gallabuxur, eitthvað ljótt sem verður svo flott. Mér finnst það skemmtileg pæling.“ View this post on Instagram A post shared by Kolbrún Anna Vignisdóttir (@kolavig) Kolla var á sínum tíma snemma byrjuð að halda uppi tískubloggi og taka púlsinn á helstu stefnunum og straumunum. „Ég hafði bara svo geðveikt mikinn áhuga á þessu. Svo var ég sjálfboðaliði á Reykjavík Fashion Festival þegar það var í gangi. Ég vildi svo mikið hrærast í þessari tískumenningu þótt við séum ekkert með mestu tískumenninguna hér heima. Manni fannst þessir hlutir svo skemmtilegir og það hefur alltaf verið svo gaman að fylgjast með íslenskri hönnun. Þetta blundaði alltaf í mér.“ Vaknaði í stuði fyrir allt gult Hún segist þó ekki endilega upplifa sig sem tískufyrirmynd. „Mér fannst ég alls ekkert alltaf smart. Sem unglingur vaknaði ég og hugsaði kannski: „Heyrðu ég ætla að vera í öllu gulu í dag“ og það var engin ástæða fyrir því. Ég hef greinilega alltaf haft þessa þörf til að tjá mig, hvort sem það var með litum eða einhverju öðru. Þetta var stundum algjört flipp sem er smá ég. Ég er ótrúlega hvatvís og geri eitthvað. Svo bara fílar fólk mig eða ekki. Svo lengi sem ég stend með þessu gula dressi þann dag þá er það bara geggjað,“ segir Kolla brosandi. View this post on Instagram A post shared by Kolbrún Anna Vignisdóttir (@kolavig) Innblásturinn kemur úr öllum áttum og á Kolla það til að fara alla leið í ákveðnum stíl. „Ég er svo mikið kamelljón og ég á svo auðvelt með að fara alla leið í einhverju. Til dæmis var ég að horfa á myndina American Hustle og þættina The Serpent. Þar eru mega 70’s víbrur og þá fer ég bara algjörlega inn í það, hlusta á þannig tónlist, klæði mig algjörlega í þann stíl og er svolítið dottinn inn í þann heim. Bara nú ætla ég að þykjast vera þessi karakter í smá. Þættir, bíómyndir og tónlist er líka ótrúlega mikill innblástur í starfinu mínu sem förðunarfræðingur. Ég elska til dæmsi RuPaul's Drag Race og það er svo geggjað að fá innblástur frá alvöru fólki sem er að gera alvöru list.“ Góð ráð fyrir þau sem pissa sitjandi og eru í samfesting Hún hefur lent í ýmsum skemmtilegum og ansi fyndnum tískuævintýrum sem hún er óhrædd við að deila. „Ég elska samfestinga og á eina svolítið skemmtilega og vandræðalega samfestingasögu. Ég var í ótrúlega fínu boði í Noregi, mér var boðið út á vegum H&M og þarna voru fullt af áhrifavöldum saman á einhverju voða fínu listasafni í kastala. Þetta var rosa fínn kvöldverður, allt svolítið stíft og ég var rosa mikið að vanda mig við að vera dönnuð en ég er bara algjör klaufi.“ Kolla var klædd í gellusamfesting og ætlaði rétt að smeygja sér á klósettið. „Ég ætlaði bara að láta lítið fyrir mér fara. Svo eins og við gerum þá setumst við og maður þarf að fara úr öllu til að pissa. Svo þegar ég klæði mig aftur í samfestingin er ég bara að fara i pissublautar ermar. Þannig maður verður semsagt að passa sig gott fólk, þegar þið eruð í samfesting þurfiði að passa að vefja honum utan um ykkur þegar þið pissið.“ Aðspurð hvernig hún leysti úr þessu segir Kolla hlæjandi: „Þetta var bara sena. Ég var í vaskinum með hálfan samfestinginn og það var eitthvað fólk komið með mér í þetta. Ég er bara þannig að ég verð að deila þessu með fólki og ég er að gera það með ykkur núna. Því svona er þetta bara, stundum gerist eitthvað svona og það er bara ógeðslega gaman að segja frá því.“
Tískutal Tíska og hönnun Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Fleiri fréttir Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Þau allra nettustu á Met Gala Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira