Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Árni Sæberg skrifar 8. maí 2025 12:21 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Ívar Fannar Ríkisstyrkir til stjórnmálasamtaka frá árinu 2007 nema ríflega 9,1 milljarði króna. Framlögin eru sögð ætluð til að auka traust til stjórnmálaflokka. Þetta kemur fram í svari Daða Más Kristóferssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Árna Helgasonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem hljóðaði svo: Hvað hafa ríkisstyrkir til stjórnmálasamtaka verið háir frá því að lög um starfsemi stjórnmálasamtaka, nr. 162/2006, tóku gildi 1. janúar 2007? Svar óskast sundurliðað eftir árum og stjórnmálaflokkum. Svarið hefst á umfjöllum um markmið laganna en það sé að auka traust á stjórnmálastarfsemi, tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka og efla lýðræði og gagnsæi stjórnmála. Markmið laganna sé jafnframt að kveða á um almenn framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna og opinber og almenn fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stjórnmálastarfsemi. Með þessu fyrirkomulagi eigi að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum stjórnmálasamtaka. Tólf milljónir fyrir einn mann og svo hluti af kökunni Þá segir að í lögunum sé kveðið á um reglur um framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi. Þar komi fram að stjórnmálasamtök sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi í næstliðnum alþingiskosningum eigi rétt á 12 milljóna króna grunnrekstrarframlagi úr ríkissjóði á ári hverju. Þessi upphæð var lögfest árið 2018 með lagabreytingafrumvarpi sem fulltrúar allra flokka á þáverandi þingi mæltu fyrir. Með breytingunni var einnig lögfest skilyrði um að uppfylla upplýsingaskyldu gagnvart Ríkisendurskoðun. Síðari breyting á lögunum, um skilyrði um skráningu á stjórnmálasamtakaskrá, leiddi svo til styrkjamálsins svokallaða. Í svarinu segir að einnig skuli árlega úthluta stjórnmálasamtökum sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa að minnsta kosti 2,5 prósent atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum fé samkvæmt ákvörðun í fjárlögum hverju sinni. Heildarfjárhæðinni skuli úthlutað til stjórnmálasamtaka í hlutfalli við atkvæðamagn fyrir 25. janúar ár hvert. Heildarstyrkir sem greiddir hafa verið úr ríkissjóði frá gildistöku laganna árið 2007 eru samkvæmt svari fjármálaráðherra 8,98 milljarðar króna. Sérstakir styrkir fyrir kosningabaráttu Í svarinu segir að að stjórnmálasamtök sem bjóða fram í þremur kjördæmum eða fleiri í kosningum til Alþingis geti að loknum kosningum sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði vegna kosningabaráttu, að hámarki 750 þúsund krónur fyrir hvert kjördæmi sem boðið er fram í. Þeim umsóknum skuli beint til dómsmálaráðuneytisins en fjármálaráðuneytið hafi séð um úthlutun hinna árlegu styrkja. Heildarstyrkir vegna kosningabaráttu í kosningum árin 2013, 2016, 2017, 2021 og 2025 nemi samtals 174,19 milljónum króna. Þannig nema heildarstyrkir úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka 9,15 milljörðum króna frá árinu 2007. Ítarlega sundurliðun á styrkjum má sjá í svari ráðherra hér. Þar eru styrkir meðal annars sundurliðaðir eftir flokkum. Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Daða Más Kristóferssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Árna Helgasonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem hljóðaði svo: Hvað hafa ríkisstyrkir til stjórnmálasamtaka verið háir frá því að lög um starfsemi stjórnmálasamtaka, nr. 162/2006, tóku gildi 1. janúar 2007? Svar óskast sundurliðað eftir árum og stjórnmálaflokkum. Svarið hefst á umfjöllum um markmið laganna en það sé að auka traust á stjórnmálastarfsemi, tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka og efla lýðræði og gagnsæi stjórnmála. Markmið laganna sé jafnframt að kveða á um almenn framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna og opinber og almenn fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stjórnmálastarfsemi. Með þessu fyrirkomulagi eigi að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum stjórnmálasamtaka. Tólf milljónir fyrir einn mann og svo hluti af kökunni Þá segir að í lögunum sé kveðið á um reglur um framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi. Þar komi fram að stjórnmálasamtök sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi í næstliðnum alþingiskosningum eigi rétt á 12 milljóna króna grunnrekstrarframlagi úr ríkissjóði á ári hverju. Þessi upphæð var lögfest árið 2018 með lagabreytingafrumvarpi sem fulltrúar allra flokka á þáverandi þingi mæltu fyrir. Með breytingunni var einnig lögfest skilyrði um að uppfylla upplýsingaskyldu gagnvart Ríkisendurskoðun. Síðari breyting á lögunum, um skilyrði um skráningu á stjórnmálasamtakaskrá, leiddi svo til styrkjamálsins svokallaða. Í svarinu segir að einnig skuli árlega úthluta stjórnmálasamtökum sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa að minnsta kosti 2,5 prósent atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum fé samkvæmt ákvörðun í fjárlögum hverju sinni. Heildarfjárhæðinni skuli úthlutað til stjórnmálasamtaka í hlutfalli við atkvæðamagn fyrir 25. janúar ár hvert. Heildarstyrkir sem greiddir hafa verið úr ríkissjóði frá gildistöku laganna árið 2007 eru samkvæmt svari fjármálaráðherra 8,98 milljarðar króna. Sérstakir styrkir fyrir kosningabaráttu Í svarinu segir að að stjórnmálasamtök sem bjóða fram í þremur kjördæmum eða fleiri í kosningum til Alþingis geti að loknum kosningum sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði vegna kosningabaráttu, að hámarki 750 þúsund krónur fyrir hvert kjördæmi sem boðið er fram í. Þeim umsóknum skuli beint til dómsmálaráðuneytisins en fjármálaráðuneytið hafi séð um úthlutun hinna árlegu styrkja. Heildarstyrkir vegna kosningabaráttu í kosningum árin 2013, 2016, 2017, 2021 og 2025 nemi samtals 174,19 milljónum króna. Þannig nema heildarstyrkir úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka 9,15 milljörðum króna frá árinu 2007. Ítarlega sundurliðun á styrkjum má sjá í svari ráðherra hér. Þar eru styrkir meðal annars sundurliðaðir eftir flokkum.
Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira