Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Árni Sæberg skrifar 8. maí 2025 12:21 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Ívar Fannar Ríkisstyrkir til stjórnmálasamtaka frá árinu 2007 nema ríflega 9,1 milljarði króna. Framlögin eru sögð ætluð til að auka traust til stjórnmálaflokka. Þetta kemur fram í svari Daða Más Kristóferssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Árna Helgasonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem hljóðaði svo: Hvað hafa ríkisstyrkir til stjórnmálasamtaka verið háir frá því að lög um starfsemi stjórnmálasamtaka, nr. 162/2006, tóku gildi 1. janúar 2007? Svar óskast sundurliðað eftir árum og stjórnmálaflokkum. Svarið hefst á umfjöllum um markmið laganna en það sé að auka traust á stjórnmálastarfsemi, tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka og efla lýðræði og gagnsæi stjórnmála. Markmið laganna sé jafnframt að kveða á um almenn framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna og opinber og almenn fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stjórnmálastarfsemi. Með þessu fyrirkomulagi eigi að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum stjórnmálasamtaka. Tólf milljónir fyrir einn mann og svo hluti af kökunni Þá segir að í lögunum sé kveðið á um reglur um framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi. Þar komi fram að stjórnmálasamtök sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi í næstliðnum alþingiskosningum eigi rétt á 12 milljóna króna grunnrekstrarframlagi úr ríkissjóði á ári hverju. Þessi upphæð var lögfest árið 2018 með lagabreytingafrumvarpi sem fulltrúar allra flokka á þáverandi þingi mæltu fyrir. Með breytingunni var einnig lögfest skilyrði um að uppfylla upplýsingaskyldu gagnvart Ríkisendurskoðun. Síðari breyting á lögunum, um skilyrði um skráningu á stjórnmálasamtakaskrá, leiddi svo til styrkjamálsins svokallaða. Í svarinu segir að einnig skuli árlega úthluta stjórnmálasamtökum sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa að minnsta kosti 2,5 prósent atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum fé samkvæmt ákvörðun í fjárlögum hverju sinni. Heildarfjárhæðinni skuli úthlutað til stjórnmálasamtaka í hlutfalli við atkvæðamagn fyrir 25. janúar ár hvert. Heildarstyrkir sem greiddir hafa verið úr ríkissjóði frá gildistöku laganna árið 2007 eru samkvæmt svari fjármálaráðherra 8,98 milljarðar króna. Sérstakir styrkir fyrir kosningabaráttu Í svarinu segir að að stjórnmálasamtök sem bjóða fram í þremur kjördæmum eða fleiri í kosningum til Alþingis geti að loknum kosningum sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði vegna kosningabaráttu, að hámarki 750 þúsund krónur fyrir hvert kjördæmi sem boðið er fram í. Þeim umsóknum skuli beint til dómsmálaráðuneytisins en fjármálaráðuneytið hafi séð um úthlutun hinna árlegu styrkja. Heildarstyrkir vegna kosningabaráttu í kosningum árin 2013, 2016, 2017, 2021 og 2025 nemi samtals 174,19 milljónum króna. Þannig nema heildarstyrkir úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka 9,15 milljörðum króna frá árinu 2007. Ítarlega sundurliðun á styrkjum má sjá í svari ráðherra hér. Þar eru styrkir meðal annars sundurliðaðir eftir flokkum. Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Daða Más Kristóferssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Árna Helgasonar, varaþingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem hljóðaði svo: Hvað hafa ríkisstyrkir til stjórnmálasamtaka verið háir frá því að lög um starfsemi stjórnmálasamtaka, nr. 162/2006, tóku gildi 1. janúar 2007? Svar óskast sundurliðað eftir árum og stjórnmálaflokkum. Svarið hefst á umfjöllum um markmið laganna en það sé að auka traust á stjórnmálastarfsemi, tryggja starfsskilyrði og sjálfstæði stjórnmálasamtaka og efla lýðræði og gagnsæi stjórnmála. Markmið laganna sé jafnframt að kveða á um almenn framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna og opinber og almenn fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stjórnmálastarfsemi. Með þessu fyrirkomulagi eigi að draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum stjórnmálasamtaka. Tólf milljónir fyrir einn mann og svo hluti af kökunni Þá segir að í lögunum sé kveðið á um reglur um framlög ríkis og sveitarfélaga til stjórnmálastarfsemi. Þar komi fram að stjórnmálasamtök sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi í næstliðnum alþingiskosningum eigi rétt á 12 milljóna króna grunnrekstrarframlagi úr ríkissjóði á ári hverju. Þessi upphæð var lögfest árið 2018 með lagabreytingafrumvarpi sem fulltrúar allra flokka á þáverandi þingi mæltu fyrir. Með breytingunni var einnig lögfest skilyrði um að uppfylla upplýsingaskyldu gagnvart Ríkisendurskoðun. Síðari breyting á lögunum, um skilyrði um skráningu á stjórnmálasamtakaskrá, leiddi svo til styrkjamálsins svokallaða. Í svarinu segir að einnig skuli árlega úthluta stjórnmálasamtökum sem fengið hafa að minnsta kosti einn mann kjörinn á Alþingi eða hlotið hafa að minnsta kosti 2,5 prósent atkvæða í næstliðnum alþingiskosningum fé samkvæmt ákvörðun í fjárlögum hverju sinni. Heildarfjárhæðinni skuli úthlutað til stjórnmálasamtaka í hlutfalli við atkvæðamagn fyrir 25. janúar ár hvert. Heildarstyrkir sem greiddir hafa verið úr ríkissjóði frá gildistöku laganna árið 2007 eru samkvæmt svari fjármálaráðherra 8,98 milljarðar króna. Sérstakir styrkir fyrir kosningabaráttu Í svarinu segir að að stjórnmálasamtök sem bjóða fram í þremur kjördæmum eða fleiri í kosningum til Alþingis geti að loknum kosningum sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði vegna kosningabaráttu, að hámarki 750 þúsund krónur fyrir hvert kjördæmi sem boðið er fram í. Þeim umsóknum skuli beint til dómsmálaráðuneytisins en fjármálaráðuneytið hafi séð um úthlutun hinna árlegu styrkja. Heildarstyrkir vegna kosningabaráttu í kosningum árin 2013, 2016, 2017, 2021 og 2025 nemi samtals 174,19 milljónum króna. Þannig nema heildarstyrkir úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka 9,15 milljörðum króna frá árinu 2007. Ítarlega sundurliðun á styrkjum má sjá í svari ráðherra hér. Þar eru styrkir meðal annars sundurliðaðir eftir flokkum.
Styrkir til stjórnmálasamtaka Alþingi Rekstur hins opinbera Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira