Skilafrestur framboða rann út í gær, föstudaginn 25. apríl. Kosið verður um forseta ÍSÍ til fjögurra ára á Íþróttaþinginu sem fer fram 16. og 17. maí næstkomandi.
Fimm forsetaframbjóðendur
Brynjar Karl Sigurðsson fékk stuðning frá Knattspyrnusambandi Íslands og Ungmenna- og íþróttasambandi Austurlands.
Magnús Ragnarsson fékk stuðning frá Tennissambandi Íslands og Íþróttabandalagi Reykjavíkur.
Olga Bjarnadóttir fékk stuðning frá Fimleikasambandi Íslands og Héraðssambandinu Skarphéðinn.
Valdimar Leó Friðriksson fékk stuðning frá Lyftingasambandi Íslands og Ungmennasambandi Kjalarnesþings.
Willum Þór Þórsson fékk stuðning frá Sundsambandi Íslands og Ungmennasambandi Kjalarnesþings.
Í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld verður rætt við Magnús og Valdimar, sem tilkynntu sín framboð í gær.
Níu bjóða sig fram í sjö manna framkvæmdastjórn
Þá buðu níu manns sig fram í framkvæmdastjórn ÍSÍ en aðeins sjö sæti standa til boða.
Frambjóðendur eru eftirfarandi.
- Ásmundur Friðriksson, (KSÍ/ÍRB)
- Heimir Örn Árnason, (HSÍ/ÍBA)
- Kári Mímisson, (BTÍ/ÍBR)
- Sigurjón Sigurðsson, (HSÍ/UMSK)
- Trausti Gylfason, (SSÍ/ÍA)
- Tryggvi M. Þórðarson, (AKÍS/ÍBH)
- Viðar Garðarsson, (BLÍ/ÍBR)
- Þórdís Anna Gylfadóttir, (LH/UMSK)
- Þórey Edda Elísdóttir, (BLÍ/USVH)