Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. apríl 2025 08:31 Sara Sigmundsdóttir þarf að enda í fyrsta sæti á Rebel Renegade Games í Suður-Afríku til þess að tryggja sér sæti á heimsleikunum. @sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir er ein þeirra sem keppast þessa vikurnar við að tryggja sig inn á heimsleikana í CrossFit í haust. Okkar kona ætlar aftur á móti að fara öðruvísi leið inn á leikana að þessu sinni. Sara hefur ekki keppt á heimsleikunum síðan 2020 enda hefur hún verið afar óheppin með meiðsli undanfarin ár. Sara er nú komin aftur á fullt skrið og hefur verið að taka þátt í mótum á þessu ári. Hún náði einnig bestum árangri Íslendinga í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Sara varð þar í fimmtánda á heimsvísu en líka í efsta sæti í Asíu. Hún æfir nú í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og keppir því ekki innan Evrópu í ár. Sara ætlaði samt að keppa Wodland Fest mótinu á Malaga á Spáni sem var undankeppni Evrópu fyrir heimsleikana. Hún hefur hætt við það en Barbell Spin vefurinn fjallaði sérstaklega um fjarveru Söru. Justin Cotler, þjálfari Söru, staðfesti við Barbell Spin vefinn að Sara ætlaði að einbeita sér að Rebel Renegade Games, sem er undankeppni Afríku. Sara ætlar sér því að komast á heimsleikana í gegnum Afríku. Rebel Renegade Games fara fram í Suður-Afríku frá 30. maí til 1. júní. Sara má taka þátt í undankeppni Afríku þar sem hún er búsett í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Keppendur sem eru með afrískt ríkisfang eða búa í einu af Persaflóalöndunum mega fara þessa leið. Það má hins vegar ekkert klikka hjá Söru því aðeins eitt sæti er í boði í keppninni. Það er aðeins sú kona sem vinnur Rebel Renegade leikana sem fær farseðil á heimsleikana. Tvær efstu konurnar komst á heimsleikana í gegnum Wodland Fest mótið á Malaga. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin) CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Sara hefur ekki keppt á heimsleikunum síðan 2020 enda hefur hún verið afar óheppin með meiðsli undanfarin ár. Sara er nú komin aftur á fullt skrið og hefur verið að taka þátt í mótum á þessu ári. Hún náði einnig bestum árangri Íslendinga í opna hluta undankeppni heimsleikanna. Sara varð þar í fimmtánda á heimsvísu en líka í efsta sæti í Asíu. Hún æfir nú í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og keppir því ekki innan Evrópu í ár. Sara ætlaði samt að keppa Wodland Fest mótinu á Malaga á Spáni sem var undankeppni Evrópu fyrir heimsleikana. Hún hefur hætt við það en Barbell Spin vefurinn fjallaði sérstaklega um fjarveru Söru. Justin Cotler, þjálfari Söru, staðfesti við Barbell Spin vefinn að Sara ætlaði að einbeita sér að Rebel Renegade Games, sem er undankeppni Afríku. Sara ætlar sér því að komast á heimsleikana í gegnum Afríku. Rebel Renegade Games fara fram í Suður-Afríku frá 30. maí til 1. júní. Sara má taka þátt í undankeppni Afríku þar sem hún er búsett í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Keppendur sem eru með afrískt ríkisfang eða búa í einu af Persaflóalöndunum mega fara þessa leið. Það má hins vegar ekkert klikka hjá Söru því aðeins eitt sæti er í boði í keppninni. Það er aðeins sú kona sem vinnur Rebel Renegade leikana sem fær farseðil á heimsleikana. Tvær efstu konurnar komst á heimsleikana í gegnum Wodland Fest mótið á Malaga. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin)
CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira