„Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 11. apríl 2025 22:09 Vísir/Hulda Margrét Mario Matasovic átti frábæran leik fyrir Njarðvík í kvöld þegar Njarðvíkingar héldu lífi í seríunni gegn Álftanesi með stórsigri 107-74 í kvöld. Njarðvíkingar eru minnkuðu muninn í seríunni gegn Álftanesi í IceMar-höllinni í kvöld og tryggðu sér leik fjögur á þriðjudaginn kemur með 33 stiga sigri í kvöld. „Þetta er alltaf erfitt þegar bakið er komið upp við vegg. Við urðum að koma í þetta með miklu meiri orku heldur en í fyrstu tveimur leikjunum. Það er föstudagskvöld og við vissum að það yrði frábær úrslitakeppnisandi yfir þessu og ég er mjög ánægður að bregðast ekki aðdáendum okkar í kvöld,“ sagði Mario Matasovic eftir sigurinn í kvöld. Njarðvíkingar komu virkilega vel út úr hálfleiknum og læstu leiknum varnarlega í seinni hálfleik með frábærri svæðisvörn. „Við höfum alltaf haft þetta [þessa svæðisvörn] en núna var bara meiri neyð í henni. Sérstaklega í fyrri hálfleik þá var þetta 50/50. Í hálfleik þá ákváðum við að fara út og gefa gjörsamlega allt í þetta og sjá hvert það myndi leiða okkur“ Mario Matasovic átti frábæran leik fyrir Njarðvíkinga í dag en hann skoraði 23 stig og reif auk þess niður 13 fráköst. „Þetta er eins og það er. Þegar þú færð þetta 'momentum' og allt er að detta fyrir okkur. Eins og ég sagði þá gáfum við allt í þetta varnarlega, náðum stoppum og eftir það kom sókarleikurinn nokkuð þægilega“ Undir lok leiks voru Njarðvíkingar farnir að leika sér og henda í alley oop sendingar við mikinn fögnuð áhorfenda. „Þetta var frábært. Öll orkan var með okkur, við vorum að setja skotin okkar og spila vel sem lið. Við vorum vorum að deila boltanum vel og finna aukamanninn og aðdáendurnir sáu það og það myndaðist frábær stemning og orka og ég er ánægður með að ná sigrinum“ Aðspurður um hvort að sigrar eins og þessi geti haft þau áhrifa að það geti snúið seríunni var Mario Matasovic vongóður. „Ég held það. Þetta var „statement“ sigur. Við komum út og unnum með þrjátíu stigum en núna þurfum við að fara til þeirra og halda áfram frá því sem frá var horfið hér í kvöld,“ sagði Mario Matasovic að lokum. UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Sjá meira
Njarðvíkingar eru minnkuðu muninn í seríunni gegn Álftanesi í IceMar-höllinni í kvöld og tryggðu sér leik fjögur á þriðjudaginn kemur með 33 stiga sigri í kvöld. „Þetta er alltaf erfitt þegar bakið er komið upp við vegg. Við urðum að koma í þetta með miklu meiri orku heldur en í fyrstu tveimur leikjunum. Það er föstudagskvöld og við vissum að það yrði frábær úrslitakeppnisandi yfir þessu og ég er mjög ánægður að bregðast ekki aðdáendum okkar í kvöld,“ sagði Mario Matasovic eftir sigurinn í kvöld. Njarðvíkingar komu virkilega vel út úr hálfleiknum og læstu leiknum varnarlega í seinni hálfleik með frábærri svæðisvörn. „Við höfum alltaf haft þetta [þessa svæðisvörn] en núna var bara meiri neyð í henni. Sérstaklega í fyrri hálfleik þá var þetta 50/50. Í hálfleik þá ákváðum við að fara út og gefa gjörsamlega allt í þetta og sjá hvert það myndi leiða okkur“ Mario Matasovic átti frábæran leik fyrir Njarðvíkinga í dag en hann skoraði 23 stig og reif auk þess niður 13 fráköst. „Þetta er eins og það er. Þegar þú færð þetta 'momentum' og allt er að detta fyrir okkur. Eins og ég sagði þá gáfum við allt í þetta varnarlega, náðum stoppum og eftir það kom sókarleikurinn nokkuð þægilega“ Undir lok leiks voru Njarðvíkingar farnir að leika sér og henda í alley oop sendingar við mikinn fögnuð áhorfenda. „Þetta var frábært. Öll orkan var með okkur, við vorum að setja skotin okkar og spila vel sem lið. Við vorum vorum að deila boltanum vel og finna aukamanninn og aðdáendurnir sáu það og það myndaðist frábær stemning og orka og ég er ánægður með að ná sigrinum“ Aðspurður um hvort að sigrar eins og þessi geti haft þau áhrifa að það geti snúið seríunni var Mario Matasovic vongóður. „Ég held það. Þetta var „statement“ sigur. Við komum út og unnum með þrjátíu stigum en núna þurfum við að fara til þeirra og halda áfram frá því sem frá var horfið hér í kvöld,“ sagði Mario Matasovic að lokum.
UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Laufey lyfti heimsmeistaratitli í bekkpressu Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Sjá meira