Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2025 16:07 Hæstiréttur hefur slegið því föstu að erfingi sem þiggur of mikinn fyrirframgreiddan arf þarf ekki að skila honum. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest að ákvæði erfðalaga kemur í veg fyrir að arftaki verði krafinn um að skila fyrirframgreiddum arfi, sem hann fær greiddan umfram arfhluta sinn. Þannig þarf systkinahópur sem þáði einum milljarði króna meiri arf en einn bróðirinn ekki að skila arfinum. Um er að ræða deilu erfingja eins stofnenda Stálskipa. Dómur Hæstaréttar þess efnis var kveðinn upp klukkan 14 í dag. Í dóminum hafa nöfn hlutaðeigandi verið afmáð en í ónafnhreinsaðri ákvörðun Hæstaréttar um veitingu kæruleyfis, sem Vísir hefur undir höndum, segir að leyfisbeiðandi væri dánarbú Írisar Drafnar Kristjánsdóttur. Hún sat í óskiptu búi eftir eiginmann sinn Þorstein Sigurðsson, sem stofnaði útgerð með bróður sínum Ágústi sem síðar varð að Stálskipum. Þorsteinn átti lengi vel fimmtán prósenta hlut í Stálskipum en hafði selt hann þegar hann lést árið 2017. Þá hafði félagið lagt af útgerð og var orðið að stöndugu fjárfestingafélagi. Fengu 250 milljónum meira en bróðirinn Ítarlega var fjallað um úrskurð Landsréttar í málinu, sem kveðinn var upp þann 4. september síðastliðinn. Í honum kom meðal annars fram að fjögur systkini, Dagbjört Lína, Jenný, Vera Lind og Andri Þorsteinsbörn, hefðu fengið um 250 milljónum króna meira í fyrirframgreiddan arf en bróðir þeirra. Frá árinu 2010 hefðu systkinin öll fengið rúmar hundrað milljónir á mann í arf en frá árinu 2016 hafi aðeins fjögur þeirra fengið hann. Að lokinni síðustu færslunni árið 2019 hafi búið verið orðið svo gott sem eignalaust. Dánarbúið hefði krafist þess að systkinin fjögur endurgreiddu á bilinu 59 til 60 milljónir á mann, sem þau hefðu þegið umfram bróðurinn. Það hefði búið gert að undirlagi tveggja barna bróðurins, sem hefði látist árið 2019. Engin skylda til að endurgreiða Í niðurstöðu Landsréttar, sem og héraðsdóms, sagði að dánarbúinu hefði ekki tekist að færa sönnur á það að vilji arfleiðenda, foreldra systkinanna, hefði verið að börn þeirra fengu jafnan arf. Þá hefði ákvæði erfðalaga staðið í vegi fyrir því að systkinunum yrði gert að endurgreiða fyrirframgreiddan arf sem þau fengu umfram bróður sinn að þessu leyti. Í 32. grein erfðalaga segði að erfingi sem hlýtur fyrirfram meira fé frá arfleifanda en nemur erfðahluta hans verði hann ekki skyldaður til að standa búinu skil á mismuninum, nema hann hefði sérstaklega skuldbundið sig til þess. Systkinin fjögur hefðu ekki skuldbundið sig til þess. Grandsemi skiptir engu máli Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að með vísan til orðalags ákvæðisins forsögu þess og lögskýringargagna verði inntak ákvæðisins ekki skýrt með þeim hætti að í því felist svokölluð traustfangsregla. Það geti því ekki skapað skyldu til endurgreiðslu þótt erfingi sem þegið hefur fyrirframgreiddan arf sé grandsamur um að arfurinn sé meiri en nemur arfshluta hans. Þá geti það heldur ekki skipt máli um skyldu til endurgreiðslu þótt vilji arfleifanda standi til þess að skipta arfi eftir erfðareglum, enda sé honum í lófa lagið að binda fyrirframgreiddan arf því skilyrði að sá sem við honum taki gangist undir skuldbindingu um að endurgreiða það sem kann að reynast umfram arfshluta hans. Að baki ákvæðinu búi fyrst og fremst þau sanngirnisrök að erfingi sem fengið hefur fyrirframgreiddan arf, oft löngu fyrir andlát arfleifanda, þurfi ekki að gera ráð fyrir að verða að endurgreiða hluta hans jafnvel áratugum síðar. Þá sé jafnframt haft í huga að fjárhagur arfláta geti tekið breytingum eftir fyrirframgreiðslu þannig að fjárhagur bús hans sé annar og lakari þegar skipti fara fram að honum látnum. Í beinni andstöðu við skylduerfðareglurnar Fyrrgreind rök eigi þó ekki við í þessu máli enda hafi nánast allir fjármunir arfleifenda verið greiddir út sem fyrirframgreiddur arfur skömmu fyrir andlát, í beinni andstöðu við skylduerfðareglur erfðalaga. Á hinn bóginn séu ekki efni til að skýra umþrætt ákvæði á annan veg en samkvæmt skýrum orðum þess. Af því leiði að erfingja sem ekki hefur sérstaklega skuldbundið sig til að endurgreiða ofgreiddan arfshluta verður ekki gert að inna slíka greiðslu af hendi. Í málinu liggi fyrir að systkinin hafi aldrei gengist undir skuldbindingu um að endurgreiða fyrirframgreiddan arf sem þau fengu umfram erfðahluta sinn. Af þeirri ástæðu standi fortakslaust ákvæði erfðalaga því í vegi að þau verði skylduð til að standa dánarbúinu skil á mismuninum. Fjölskyldumál Dómsmál Tengdar fréttir Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Barnabörn eins stofnenda Stálskipa og eiginkonu hans hafa fengið kæruleyfi til Hæstaréttar vegna ætlaðrar ofgreiðslu fyrirframgreidds arfs upp á milljarð króna. Bæði Héraðsdómur Reykjaness og Landsréttur töldu ákvæði erfðalaga staðið í vegi fyrir því að systkinum föður barnabarnanna yrði gert að endurgreiða fyrirframgreiddan arf sem þau fengu umfram bróður sinn. 18. nóvember 2024 15:25 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Dómur Hæstaréttar þess efnis var kveðinn upp klukkan 14 í dag. Í dóminum hafa nöfn hlutaðeigandi verið afmáð en í ónafnhreinsaðri ákvörðun Hæstaréttar um veitingu kæruleyfis, sem Vísir hefur undir höndum, segir að leyfisbeiðandi væri dánarbú Írisar Drafnar Kristjánsdóttur. Hún sat í óskiptu búi eftir eiginmann sinn Þorstein Sigurðsson, sem stofnaði útgerð með bróður sínum Ágústi sem síðar varð að Stálskipum. Þorsteinn átti lengi vel fimmtán prósenta hlut í Stálskipum en hafði selt hann þegar hann lést árið 2017. Þá hafði félagið lagt af útgerð og var orðið að stöndugu fjárfestingafélagi. Fengu 250 milljónum meira en bróðirinn Ítarlega var fjallað um úrskurð Landsréttar í málinu, sem kveðinn var upp þann 4. september síðastliðinn. Í honum kom meðal annars fram að fjögur systkini, Dagbjört Lína, Jenný, Vera Lind og Andri Þorsteinsbörn, hefðu fengið um 250 milljónum króna meira í fyrirframgreiddan arf en bróðir þeirra. Frá árinu 2010 hefðu systkinin öll fengið rúmar hundrað milljónir á mann í arf en frá árinu 2016 hafi aðeins fjögur þeirra fengið hann. Að lokinni síðustu færslunni árið 2019 hafi búið verið orðið svo gott sem eignalaust. Dánarbúið hefði krafist þess að systkinin fjögur endurgreiddu á bilinu 59 til 60 milljónir á mann, sem þau hefðu þegið umfram bróðurinn. Það hefði búið gert að undirlagi tveggja barna bróðurins, sem hefði látist árið 2019. Engin skylda til að endurgreiða Í niðurstöðu Landsréttar, sem og héraðsdóms, sagði að dánarbúinu hefði ekki tekist að færa sönnur á það að vilji arfleiðenda, foreldra systkinanna, hefði verið að börn þeirra fengu jafnan arf. Þá hefði ákvæði erfðalaga staðið í vegi fyrir því að systkinunum yrði gert að endurgreiða fyrirframgreiddan arf sem þau fengu umfram bróður sinn að þessu leyti. Í 32. grein erfðalaga segði að erfingi sem hlýtur fyrirfram meira fé frá arfleifanda en nemur erfðahluta hans verði hann ekki skyldaður til að standa búinu skil á mismuninum, nema hann hefði sérstaklega skuldbundið sig til þess. Systkinin fjögur hefðu ekki skuldbundið sig til þess. Grandsemi skiptir engu máli Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að með vísan til orðalags ákvæðisins forsögu þess og lögskýringargagna verði inntak ákvæðisins ekki skýrt með þeim hætti að í því felist svokölluð traustfangsregla. Það geti því ekki skapað skyldu til endurgreiðslu þótt erfingi sem þegið hefur fyrirframgreiddan arf sé grandsamur um að arfurinn sé meiri en nemur arfshluta hans. Þá geti það heldur ekki skipt máli um skyldu til endurgreiðslu þótt vilji arfleifanda standi til þess að skipta arfi eftir erfðareglum, enda sé honum í lófa lagið að binda fyrirframgreiddan arf því skilyrði að sá sem við honum taki gangist undir skuldbindingu um að endurgreiða það sem kann að reynast umfram arfshluta hans. Að baki ákvæðinu búi fyrst og fremst þau sanngirnisrök að erfingi sem fengið hefur fyrirframgreiddan arf, oft löngu fyrir andlát arfleifanda, þurfi ekki að gera ráð fyrir að verða að endurgreiða hluta hans jafnvel áratugum síðar. Þá sé jafnframt haft í huga að fjárhagur arfláta geti tekið breytingum eftir fyrirframgreiðslu þannig að fjárhagur bús hans sé annar og lakari þegar skipti fara fram að honum látnum. Í beinni andstöðu við skylduerfðareglurnar Fyrrgreind rök eigi þó ekki við í þessu máli enda hafi nánast allir fjármunir arfleifenda verið greiddir út sem fyrirframgreiddur arfur skömmu fyrir andlát, í beinni andstöðu við skylduerfðareglur erfðalaga. Á hinn bóginn séu ekki efni til að skýra umþrætt ákvæði á annan veg en samkvæmt skýrum orðum þess. Af því leiði að erfingja sem ekki hefur sérstaklega skuldbundið sig til að endurgreiða ofgreiddan arfshluta verður ekki gert að inna slíka greiðslu af hendi. Í málinu liggi fyrir að systkinin hafi aldrei gengist undir skuldbindingu um að endurgreiða fyrirframgreiddan arf sem þau fengu umfram erfðahluta sinn. Af þeirri ástæðu standi fortakslaust ákvæði erfðalaga því í vegi að þau verði skylduð til að standa dánarbúinu skil á mismuninum.
Fjölskyldumál Dómsmál Tengdar fréttir Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Barnabörn eins stofnenda Stálskipa og eiginkonu hans hafa fengið kæruleyfi til Hæstaréttar vegna ætlaðrar ofgreiðslu fyrirframgreidds arfs upp á milljarð króna. Bæði Héraðsdómur Reykjaness og Landsréttur töldu ákvæði erfðalaga staðið í vegi fyrir því að systkinum föður barnabarnanna yrði gert að endurgreiða fyrirframgreiddan arf sem þau fengu umfram bróður sinn. 18. nóvember 2024 15:25 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Barnabörn eins stofnenda Stálskipa og eiginkonu hans hafa fengið kæruleyfi til Hæstaréttar vegna ætlaðrar ofgreiðslu fyrirframgreidds arfs upp á milljarð króna. Bæði Héraðsdómur Reykjaness og Landsréttur töldu ákvæði erfðalaga staðið í vegi fyrir því að systkinum föður barnabarnanna yrði gert að endurgreiða fyrirframgreiddan arf sem þau fengu umfram bróður sinn. 18. nóvember 2024 15:25