Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. mars 2025 16:05 Maríanna H. Helgadóttir er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga sem er til húsa í Borgartúni 27. Maríanna lagði fram lagabreytingartillögu um að formaður geti setið lengur í embætti en fimm kjörtímabil. Eftir viðbrögð stjórnar dró hún tillöguna til baka. Formaður Félags íslenskra náttúrufræðingar (FÍN) lagði fram tillögu um afnám hámarkssetu í formannsstóli fyrir aðalfund félagsins. Eftir viðbrögð stjórnar dró formaðurinn tillöguna til baka og er nú í námsleyfi til áramóta. Að lokinni tíu ára setu sinni í mars 2026 mun formaðurinn fá tíu mánaða biðlaun. Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra nátttúrufræðinga frá 2016 og starfsmaður þess til átján ára, birti pistil formanns í janúarfréttabréfi félagsins. Þar lýsti hún því yfir að hún vildi halda áfram í starfi formanns. „Svo mér sé unnt að bjóða áfram fram krafta mína, í ykkar þágu, þá þarf að breyta lögum félagsins hvað varðar þann fimm skipta hámarksfjölda sem unnt sé að kjósa formann,“ sagði hún í bréfinu. „Mun því á næsta aðalfundi vera lögð fyrir lagabreytingartillaga sem fellir niður þann hámarkstíma sem formaður getur setið, svo félagsfólk geti haft áhrif á það hvort ég geti boðið mig fram áfram á aðalfundi félagsins 2026 eður ei,“ skrifaði hún einnig. Samkvæmt heimildum fréttastofu vakti tillagan mikla óánægju meðal stjórnarmanna, hún væri ólýðræðisleg og ekki til þess fallin að vernda hagsmuni félagsins. Formaðurinn væri nú komin í námsleyfi og fengi rífleg biðlaun að lokinni formannssetunni. Biðlaun forkólfa stéttarfélaga hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri. Breyting í þágu einnar manneskju Fréttastofa heyrði hljóðið í stjórnarmönnum FÍN og gat Benóný Jónsson, meðstjórnandi í stjórninni, staðfest að lagabreytingartillaga Maríönnu formanns hefði vakið átök innan stjórnarinnar. Benóný er meðstjórnandi í stjórn FÍN og starfmaður Hafró. „Við vorum ekki tilbúin að breyta lögunum á þennan hátt í stjórninni. Slík breyting hefði bara verið í þágu einnar manneskju en ekki félagsins í heild,“ segir Benóný. Maríanna hafi ætlað að leggja lagabreytingartillöguna fram í aðdraganda aðalfundar og að sögn Benónýs ákveðið að gera það sjálf frekar en gegnum stjórn félagsins. „Þá kom stjórnin með aðra lagabreytingartillögu á móti, sem var samþykkt, um að það yrði sett laganefnd á fót. Hún ætti að skila af sér eftir ár,“ segir Benóný. Sú tillaga hefði í raun verið lögð fram til að stöðva lagabreytingartillögu formanns því tillögur sem færu fyrir laganefndina myndu ekki hljóta afgreiðslu á aðalfundi. Á ekki von á að formaðurinn snúi aftur „Þegar stjórnin var búin að samþykkja þessa lagabreytingatillögu, þetta var bráðabirgðaákvæði sem átti að bætast í lögin, þá dró Maríanna sína lagabreytingartillögu til baka,“ segir Benóný. Stjórnin hafi þá líka afturkallað sína lagabreytingartillögu og breytt henni þannig að stofnun laganefndar yrði borin upp sem ályktun aðalfundar en færi ekki inn í lögin. Hann segir að það hafi endað með því að Maríanna fór frá en sagði ekki af sér formennsku. „Í framhaldinu af þeim stjórnarfundi tilkynnti hún um námsleyfi sitt og samdi við framkvæmdastjórn FÍN um framhaldið,“ segir Benóný og bætir við Hún kemur þá aftur eftir áramót? Liggur það fyrir? „Ég get ekki svarað því en ég sé ekki fyrir mér að hún komi aftur. Ég á ekki von á því. En við munum hafa aðgang að hennar reynslu, að sagt er. Hún hefur tjáð framkvæmdastjórn að hún verði til ráðgjafar á þessum tíma sem hún er í námsleyfi,“ segir Benóný. Bæði formaður og framkvæmdastjóri Ekki nóg með að lagabreytingartillagan hafi vakið óánægju heldur segir Benóný að fólk hafi einnig verið óánægt með það að Maríanna skyldi sinna bæði stöðu formanns og framkvæmdastjóra. Báðar stöður séu launaðar. Maríanna hefur frá árinu 2006 verið framkvæmdastjóri félagsins og hefur frá því hún tók við formennsku sinnt báðum hlutverkum. Þar áður sat hún í stjórn FÍN frá 1999 til 2004 og hefur því verið í kvartöld hjá félaginu. Eftir að Maríanna fór í námsleyfi tók Þorkell Heiðarsson, varaformaður stjórnarinnar, við formennsku. Orri Þrastarson, verkefnastjóri kjaramála, tók hins vegar við framkvæmdastjórastöðunni. Réttindi formanns í samræmi við starfsaldur Fréttastofa ræddi við Þorkel Heiðarsson, sitjandi formann FÍN, um meintan starfslokasamning við Maríönnu sem hann neitaði fyrir. „Það er ekki búið að gera starfslokasamning,“ sagði Þorkell. „Formaður félagsins er í námsleyfi til loka árs og í sjálfu sér, miðað við hennar starfsaldur hjá félaginu, átti hún það inni og það er í samræmi við hennar samning. Þetta er innan hennar ráðningarsamnings.“ Þorkell Heiðarsson er sitjandi formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Hún kemur þá aftur eftir áramót? „Eins og staðan er núna er það þannig já, það er ekkert annað ákveðið. Hún er raunverulega í námsleyfi,“ segir Þorkell. Formaðurinn hefði starfað fyrir félagið í rúm 20 ár og væri því með réttindi sem starfsmaður í samræmi við. Þykir ekki óvenjulegt að formaður sé líka framkvæmdastjóri? „Það er kannski óvenjulegt en þó ekki óþekkt vegna þess að þetta fer svolítið eftir stærð félaganna. Hins vegar er það eitthvað sem mjög margir hafa talið óheppilegt og ég persónulega er sammála því. Þess vegna sé skynsamlegt að breyta því og hafa þetta aðskilið,“ segir Þorkell. Snýr aftur eftir áramót ef allt gengur að óskum Fréttastofa ræddi einnig við Maríönnu H. Helgadóttur sem sagði að tvær af þremur lagabreytingartillögum sínum myndu fara fyrir aðalfundinn á eftir. Hún hafi dregið þá þriðju, um afnám hámarkssetu formanns, til baka eftir samtöl við stjórnina. Maríanna hefur verið í fjölda ára hjá FÍN og gegnt ýmsum stöðum. „Ég er búin að vera í mörg ár hjá félaginu, byrjaði þar í desember 2006 sem framkvæmdastjóri og síðar sem formaður og á rétt á námsleyfi eins og aðrir,“ segir Maríanna aðspurð út í námsleyfi sitt. „Ég er í MBL-námi við Bifröst núna og er að lesa undir próf þessa dagana. Ég vonast til þess að ljúka þessu námi um næstu áramót. Ég ákvað að nýta tækifærið og óska eftir námsleyfi og stjórnin samþykkti það,“ segir hún. Hvað tekur við eftir námsleyfið? „Ef allt gengur að óskum hjá mér út þetta árið þá er ég að koma til starfa 1. janúar og réttilega klára mína fjóra mánuði,“ segir Maríanna. Mun eiga rétt á tíu mánaða biðlaunum Sérðu fyrir þér að halda áfram hjá félaginu í öðrum störfum? „Það á eftir að koma í ljós, ég er ekki farin að hugsa svo langt. Ég er í námsleyfi og er ekkert að fara að sækja mér um nýja vinnu, ég er enn formaður félagsins,“ segir Maríanna. Færðu biðlaun þegar þú lýkur formannssetunni? „Ef ég man þetta rétt er þetta einn mánuður fyrir hvert ár sem þú átt rétt á biðlaunum,“ segir hún. „Ég mun eiga rétt á tíu mánuðum þegar þar að kemur.“ Biðlaunaréttindin byggi á verklagsreglum félagsins. „Það er verklagsregla þannig að þeir sem bjóða sig fram sem formaður viti að hverju þeir ganga. Það er ekkert sjálfgefið að formaður sé í fullu starfi, oft er fólk að vinna einhvers staðar annars staðar. Við erum með réttindi á grundvelli samninga okkar sem við gerum á almennum markaði,“ segir Maríanna. Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Maríanna H. Helgadóttir, formaður Félags íslenskra nátttúrufræðinga frá 2016 og starfsmaður þess til átján ára, birti pistil formanns í janúarfréttabréfi félagsins. Þar lýsti hún því yfir að hún vildi halda áfram í starfi formanns. „Svo mér sé unnt að bjóða áfram fram krafta mína, í ykkar þágu, þá þarf að breyta lögum félagsins hvað varðar þann fimm skipta hámarksfjölda sem unnt sé að kjósa formann,“ sagði hún í bréfinu. „Mun því á næsta aðalfundi vera lögð fyrir lagabreytingartillaga sem fellir niður þann hámarkstíma sem formaður getur setið, svo félagsfólk geti haft áhrif á það hvort ég geti boðið mig fram áfram á aðalfundi félagsins 2026 eður ei,“ skrifaði hún einnig. Samkvæmt heimildum fréttastofu vakti tillagan mikla óánægju meðal stjórnarmanna, hún væri ólýðræðisleg og ekki til þess fallin að vernda hagsmuni félagsins. Formaðurinn væri nú komin í námsleyfi og fengi rífleg biðlaun að lokinni formannssetunni. Biðlaun forkólfa stéttarfélaga hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri. Breyting í þágu einnar manneskju Fréttastofa heyrði hljóðið í stjórnarmönnum FÍN og gat Benóný Jónsson, meðstjórnandi í stjórninni, staðfest að lagabreytingartillaga Maríönnu formanns hefði vakið átök innan stjórnarinnar. Benóný er meðstjórnandi í stjórn FÍN og starfmaður Hafró. „Við vorum ekki tilbúin að breyta lögunum á þennan hátt í stjórninni. Slík breyting hefði bara verið í þágu einnar manneskju en ekki félagsins í heild,“ segir Benóný. Maríanna hafi ætlað að leggja lagabreytingartillöguna fram í aðdraganda aðalfundar og að sögn Benónýs ákveðið að gera það sjálf frekar en gegnum stjórn félagsins. „Þá kom stjórnin með aðra lagabreytingartillögu á móti, sem var samþykkt, um að það yrði sett laganefnd á fót. Hún ætti að skila af sér eftir ár,“ segir Benóný. Sú tillaga hefði í raun verið lögð fram til að stöðva lagabreytingartillögu formanns því tillögur sem færu fyrir laganefndina myndu ekki hljóta afgreiðslu á aðalfundi. Á ekki von á að formaðurinn snúi aftur „Þegar stjórnin var búin að samþykkja þessa lagabreytingatillögu, þetta var bráðabirgðaákvæði sem átti að bætast í lögin, þá dró Maríanna sína lagabreytingartillögu til baka,“ segir Benóný. Stjórnin hafi þá líka afturkallað sína lagabreytingartillögu og breytt henni þannig að stofnun laganefndar yrði borin upp sem ályktun aðalfundar en færi ekki inn í lögin. Hann segir að það hafi endað með því að Maríanna fór frá en sagði ekki af sér formennsku. „Í framhaldinu af þeim stjórnarfundi tilkynnti hún um námsleyfi sitt og samdi við framkvæmdastjórn FÍN um framhaldið,“ segir Benóný og bætir við Hún kemur þá aftur eftir áramót? Liggur það fyrir? „Ég get ekki svarað því en ég sé ekki fyrir mér að hún komi aftur. Ég á ekki von á því. En við munum hafa aðgang að hennar reynslu, að sagt er. Hún hefur tjáð framkvæmdastjórn að hún verði til ráðgjafar á þessum tíma sem hún er í námsleyfi,“ segir Benóný. Bæði formaður og framkvæmdastjóri Ekki nóg með að lagabreytingartillagan hafi vakið óánægju heldur segir Benóný að fólk hafi einnig verið óánægt með það að Maríanna skyldi sinna bæði stöðu formanns og framkvæmdastjóra. Báðar stöður séu launaðar. Maríanna hefur frá árinu 2006 verið framkvæmdastjóri félagsins og hefur frá því hún tók við formennsku sinnt báðum hlutverkum. Þar áður sat hún í stjórn FÍN frá 1999 til 2004 og hefur því verið í kvartöld hjá félaginu. Eftir að Maríanna fór í námsleyfi tók Þorkell Heiðarsson, varaformaður stjórnarinnar, við formennsku. Orri Þrastarson, verkefnastjóri kjaramála, tók hins vegar við framkvæmdastjórastöðunni. Réttindi formanns í samræmi við starfsaldur Fréttastofa ræddi við Þorkel Heiðarsson, sitjandi formann FÍN, um meintan starfslokasamning við Maríönnu sem hann neitaði fyrir. „Það er ekki búið að gera starfslokasamning,“ sagði Þorkell. „Formaður félagsins er í námsleyfi til loka árs og í sjálfu sér, miðað við hennar starfsaldur hjá félaginu, átti hún það inni og það er í samræmi við hennar samning. Þetta er innan hennar ráðningarsamnings.“ Þorkell Heiðarsson er sitjandi formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Hún kemur þá aftur eftir áramót? „Eins og staðan er núna er það þannig já, það er ekkert annað ákveðið. Hún er raunverulega í námsleyfi,“ segir Þorkell. Formaðurinn hefði starfað fyrir félagið í rúm 20 ár og væri því með réttindi sem starfsmaður í samræmi við. Þykir ekki óvenjulegt að formaður sé líka framkvæmdastjóri? „Það er kannski óvenjulegt en þó ekki óþekkt vegna þess að þetta fer svolítið eftir stærð félaganna. Hins vegar er það eitthvað sem mjög margir hafa talið óheppilegt og ég persónulega er sammála því. Þess vegna sé skynsamlegt að breyta því og hafa þetta aðskilið,“ segir Þorkell. Snýr aftur eftir áramót ef allt gengur að óskum Fréttastofa ræddi einnig við Maríönnu H. Helgadóttur sem sagði að tvær af þremur lagabreytingartillögum sínum myndu fara fyrir aðalfundinn á eftir. Hún hafi dregið þá þriðju, um afnám hámarkssetu formanns, til baka eftir samtöl við stjórnina. Maríanna hefur verið í fjölda ára hjá FÍN og gegnt ýmsum stöðum. „Ég er búin að vera í mörg ár hjá félaginu, byrjaði þar í desember 2006 sem framkvæmdastjóri og síðar sem formaður og á rétt á námsleyfi eins og aðrir,“ segir Maríanna aðspurð út í námsleyfi sitt. „Ég er í MBL-námi við Bifröst núna og er að lesa undir próf þessa dagana. Ég vonast til þess að ljúka þessu námi um næstu áramót. Ég ákvað að nýta tækifærið og óska eftir námsleyfi og stjórnin samþykkti það,“ segir hún. Hvað tekur við eftir námsleyfið? „Ef allt gengur að óskum hjá mér út þetta árið þá er ég að koma til starfa 1. janúar og réttilega klára mína fjóra mánuði,“ segir Maríanna. Mun eiga rétt á tíu mánaða biðlaunum Sérðu fyrir þér að halda áfram hjá félaginu í öðrum störfum? „Það á eftir að koma í ljós, ég er ekki farin að hugsa svo langt. Ég er í námsleyfi og er ekkert að fara að sækja mér um nýja vinnu, ég er enn formaður félagsins,“ segir Maríanna. Færðu biðlaun þegar þú lýkur formannssetunni? „Ef ég man þetta rétt er þetta einn mánuður fyrir hvert ár sem þú átt rétt á biðlaunum,“ segir hún. „Ég mun eiga rétt á tíu mánuðum þegar þar að kemur.“ Biðlaunaréttindin byggi á verklagsreglum félagsins. „Það er verklagsregla þannig að þeir sem bjóða sig fram sem formaður viti að hverju þeir ganga. Það er ekkert sjálfgefið að formaður sé í fullu starfi, oft er fólk að vinna einhvers staðar annars staðar. Við erum með réttindi á grundvelli samninga okkar sem við gerum á almennum markaði,“ segir Maríanna.
Stéttarfélög Kjaramál Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira