Markaðurinn á flugi: Fær 20 milljónir á dag Valur Páll Eiríksson skrifar 10. mars 2025 15:30 Adams hefur fundið sér nýtt félag en Allen og Garrett fá metháar fjárhæðir. Samsett/Getty Gengið hefur á ýmsu síðustu daga á leikmannamarkaði NFL-deildarinnar. Stærstu samningar sögunnar hafa verið undirritaðir sem og rándýr leikmannaskipti. Þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum við Buffalo Bills hefur leikstjórnandinn Josh Allen gengið frá nýjum sex ára samningi upp á 330 milljónir Bandaríkjadala. Þar af eru 250 milljónir tryggðar, og mun Allen því fá þá upphæð sama hvað. Þar með bæta Bills og Allen metið yfir hæstu tryggðu upphæð sem leikmaður fær í laun. Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns, átti fyrra met með 230 milljónir dala tryggðar. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowboys, er með 229,4 milljónir tryggðar og Joe Burrow í Cincinnati Bengals með 219 milljónir. Fái Allen allar 330 milljónirnar greiddar næstu sex árin fær hann að meðaltali 150 þúsund dali á dag. Það eru rúmlega 20 milljónir króna í dagslaun. Josh Allen fékk tveggja ára framlengingu þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum í Buffalo.Perry Knotts/Getty Images Alls hafa NFL-lið skuldbundið sig við launagreiðslur upp á 900 milljónir dala síðustu daga. Söguleg tíðindi urðu í Cleveland þar sem Myles Garrett, sem var orðaður við Buffalo Bills, fékk stærsta samning sem nokkur leikmaður, annar en leikstjórnandi, hefur fengið. Leit Bills að stóru nafni í varnarlínuna heldur áfram en Von Miller var látinn fara frá félaginu í gær. Bankabók Myles Garrett blæs út næstu ár. Það er alveg ljóst.vísir/getty Garrett leikur sem varnarmaður og er að öðrum ólöstuðum sá besti í NFL-deildinni. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Browns í gær, upp á 160 milljónir dala, þar af eru 123,5 tryggðar. Hlauparinn Aaron Jones skrifaði þá undir 20 milljón dala framlengingu við Minnesota Vikings eftir fínustu fyrstu leiktíð þar síðasta vetur. Adams og Rodgers gekk ekki vel í New York. Adams er kominn með nýtt lið, annað en sá síðarnefndi.Al Bello/Getty Images Útherjar eru þá á flakki. DK Metcalf hefur verið frábær hjá Seattle Seahawks undanfarin ár en hann er á leið til Pittsburgh Steelers, sem hefur lagt áherslu á að bæta útherjasveit liðsins. Hann gerir það ekki frítt. Metcalf skrifaði undir 150 milljón dala samning til fimm ára. Annar útherji, Davante Adams, er farinn frá New York Jets eftir martraðardvöl hans og félaga Aaron Rodgers í stóra eplinu. Adams er farinn á vesturströndina og mun leika með Los Angeles Rams næstu tvö árin og fá fyrir 24 milljónir dala. Það ýtir stoðum undir orðróma um brottför Cooper Kupp sem hefur verið á meðal betri útherja deildarinnar síðustu ár, en meiðsli hafa aðeins strítt honum. Adams taki við keflinu af Kupp sem Rams hyggist nú skipta burt. Adams mun deila útherjastöðunni með ungstirninu Puka Nacua. NFL Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum við Buffalo Bills hefur leikstjórnandinn Josh Allen gengið frá nýjum sex ára samningi upp á 330 milljónir Bandaríkjadala. Þar af eru 250 milljónir tryggðar, og mun Allen því fá þá upphæð sama hvað. Þar með bæta Bills og Allen metið yfir hæstu tryggðu upphæð sem leikmaður fær í laun. Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns, átti fyrra met með 230 milljónir dala tryggðar. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas Cowboys, er með 229,4 milljónir tryggðar og Joe Burrow í Cincinnati Bengals með 219 milljónir. Fái Allen allar 330 milljónirnar greiddar næstu sex árin fær hann að meðaltali 150 þúsund dali á dag. Það eru rúmlega 20 milljónir króna í dagslaun. Josh Allen fékk tveggja ára framlengingu þrátt fyrir að eiga fjögur ár eftir af samningi sínum í Buffalo.Perry Knotts/Getty Images Alls hafa NFL-lið skuldbundið sig við launagreiðslur upp á 900 milljónir dala síðustu daga. Söguleg tíðindi urðu í Cleveland þar sem Myles Garrett, sem var orðaður við Buffalo Bills, fékk stærsta samning sem nokkur leikmaður, annar en leikstjórnandi, hefur fengið. Leit Bills að stóru nafni í varnarlínuna heldur áfram en Von Miller var látinn fara frá félaginu í gær. Bankabók Myles Garrett blæs út næstu ár. Það er alveg ljóst.vísir/getty Garrett leikur sem varnarmaður og er að öðrum ólöstuðum sá besti í NFL-deildinni. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við Browns í gær, upp á 160 milljónir dala, þar af eru 123,5 tryggðar. Hlauparinn Aaron Jones skrifaði þá undir 20 milljón dala framlengingu við Minnesota Vikings eftir fínustu fyrstu leiktíð þar síðasta vetur. Adams og Rodgers gekk ekki vel í New York. Adams er kominn með nýtt lið, annað en sá síðarnefndi.Al Bello/Getty Images Útherjar eru þá á flakki. DK Metcalf hefur verið frábær hjá Seattle Seahawks undanfarin ár en hann er á leið til Pittsburgh Steelers, sem hefur lagt áherslu á að bæta útherjasveit liðsins. Hann gerir það ekki frítt. Metcalf skrifaði undir 150 milljón dala samning til fimm ára. Annar útherji, Davante Adams, er farinn frá New York Jets eftir martraðardvöl hans og félaga Aaron Rodgers í stóra eplinu. Adams er farinn á vesturströndina og mun leika með Los Angeles Rams næstu tvö árin og fá fyrir 24 milljónir dala. Það ýtir stoðum undir orðróma um brottför Cooper Kupp sem hefur verið á meðal betri útherja deildarinnar síðustu ár, en meiðsli hafa aðeins strítt honum. Adams taki við keflinu af Kupp sem Rams hyggist nú skipta burt. Adams mun deila útherjastöðunni með ungstirninu Puka Nacua.
NFL Mest lesið Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Fótbolti „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Enski boltinn Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Körfubolti Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Fótbolti Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Fótbolti Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira