Daníel Ingi var að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti á ferlinum og var einnig fyrsti Íslendingurinn til að keppa á þessu móti.
Daníel átti ágætis stökkseríu og gerði öll stökkin sín þrjú gild. Hann bætti sig í hverju stökki og endaði á að stökkva lengst 7,40 metra sem er hans næstlengsta stökk innanhúss.
Það þýddi að hann endaði í sextánda sæti. Til þess að komast beint í úrslit hefði hann þurft að stökkva átta metra en sá síðasti í úrslitin stökk 7,81 metra.
„Ég er sáttur við þrjú gild stökk en hefði viljað stökkva lengra. Mitt fyrsta stórmót innanhúss og er með markið að stökkva á fleirum og gera enn betur,“ sagði Daníel í stuttu viðtalið á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins.